Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Árni Sæberg skrifar 31. júlí 2021 20:31 Þyrlum var beitt til að reyna að ráða niðurlögum gróðurelda í ferðamannabænum Marmaris. Mahmut Serdar Alakus/Getty Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. Minnst fjórir hafa látist í eldunum og þúsundir ferðamanna hafa þurft að flýja ferðamannabæina Antalya og Muğla. Floti smábáta ferjaði ferðamenn á öruggari staði. Aðstæður í Tyrklandi eru ekki með góðu móti, miklir þurrkar hafa verið og hitamet féll í landinu í síðustu viku þegar hiti mældist 49,1 gráða á selsíus í bænum Cizre í suð-austurhluta Tyrklands. Gróðureldar eru algegnir á Tyrklandi yfir sumarmánuðina en hiti frá gróðureldum hefur aldrei mælst hærri þar í landi. „Þessar tölur eru út fyrir skalann miðað við síðustu nítján ár,“ segir Mark Parrington, vísindamaður hjá Copernicus veðurathugunarstöð Evrópusambandsins. Íbúar í bæjum sem hafa farið illa út úr gróðureldunum segjast aldrei hafa séð aðra eins elda. „Allt sem ég á brann til kaldra kola. Ég tapaði lömbum og öðrum dýrum. Þetta er ekki eðlilegt, þetta var eins og helvíti,“ segir Ibrahim Aydın bóndi. Ráðamenn í Tyrklandi hafa kennt árásum PKK um gróðureldana en ekki sýnt fram á nein sönnunargögn þess efnis. PKK eru samtök sem berjast fyrir sjálfstæði Kúrdistan. Fáir tyrkneskir miðlar hafa fjallað um loftlagsvána sem skýringu á þeim miklu eldum sem geisa í landinu en meginþorri vísindamanna kennir loftlagsvánni um fjölgun gróðurelda í heiminum. Tyrkland Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Minnst fjórir hafa látist í eldunum og þúsundir ferðamanna hafa þurft að flýja ferðamannabæina Antalya og Muğla. Floti smábáta ferjaði ferðamenn á öruggari staði. Aðstæður í Tyrklandi eru ekki með góðu móti, miklir þurrkar hafa verið og hitamet féll í landinu í síðustu viku þegar hiti mældist 49,1 gráða á selsíus í bænum Cizre í suð-austurhluta Tyrklands. Gróðureldar eru algegnir á Tyrklandi yfir sumarmánuðina en hiti frá gróðureldum hefur aldrei mælst hærri þar í landi. „Þessar tölur eru út fyrir skalann miðað við síðustu nítján ár,“ segir Mark Parrington, vísindamaður hjá Copernicus veðurathugunarstöð Evrópusambandsins. Íbúar í bæjum sem hafa farið illa út úr gróðureldunum segjast aldrei hafa séð aðra eins elda. „Allt sem ég á brann til kaldra kola. Ég tapaði lömbum og öðrum dýrum. Þetta er ekki eðlilegt, þetta var eins og helvíti,“ segir Ibrahim Aydın bóndi. Ráðamenn í Tyrklandi hafa kennt árásum PKK um gróðureldana en ekki sýnt fram á nein sönnunargögn þess efnis. PKK eru samtök sem berjast fyrir sjálfstæði Kúrdistan. Fáir tyrkneskir miðlar hafa fjallað um loftlagsvána sem skýringu á þeim miklu eldum sem geisa í landinu en meginþorri vísindamanna kennir loftlagsvánni um fjölgun gróðurelda í heiminum.
Tyrkland Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira