Karfan.is segir frá því á vef sínum að rúmenska landsliðskonan Tunde Kilin sé gengin til liðs við Keflavík frá CSM Satu Mare í heimalandinu.
Kilin er þrítug og leikur í stöðu leikstjórnanda en hún er 171 sentimeter á hæð og hefur verið afar sigursæl á ferli sínum.
Keflavík hafnaði í 3.sæti Dominos deildar kvenna á síðustu leiktíð.