Shakira mögulega á leið fyrir dómara fyrir skattsvik Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 17:51 Shakira á Superbowl í fyrra. Getty/Jeff Kravitz Shakira, tónlistarkonan heimsfræga frá Kólumbíu, er í basli á Spáni, þar sem hún býr. Dómari í Barcelona komst að þeirri niðurstöðu eftir þriggja ára rannsókn að nægar vísbendingar séu fyrir því rétta yfir Shakiru fyrir að hafa komið 14,5 milljónum evra undan skatti. Saksóknara hafa sakað Shakiru um sex mismunandi brot á skattlögum sem snúa að því að hún hafi falið mikið fé í skúffufélögum og svokölluðum skattaparadísum. Í frétt El País segir að verði Shakira dæmd sek gæti hún verið dæmd í fangelsi. Fullt nafn söngkonunnar er Shakira Isabel Mebarak Ripoll. El País vísar í úrskurð dómarans þar sem hann segir Shakiru hafa hætt að greiða skatta á Spáni árin 2012, 2013 og 2014 jafnvel þó henni hefði borið skylda til að greiða skatta á Spáni þessi ár. Sjálf hefur Shakira haldið því fram að hún hafi búið á Bahamaeyjum þessi ár og bara kíkt til Barcelona af og til, þar sem eiginmaður hennar býr. Fótboltamaðurinn Gerard Piqué. Rannsakendur hafa kafað djúpt í líf söngkonunnar og segja það ekki rétt. Hún hafi búið í Barcelona og á þessum árum hefði hún átt að greiða tekjuskatt af 14,5 milljón evra. Í úrskurði dómarans segir að Shakira hafi búið í Barcelona minnst 200 daga á hverju ári, af þeim þremur sem um ræðir. Samkvæmt spænskum lögum er fólk skilgreint sem skattgreiðandi á Spáni ef það ver minnst 183 dögum á ári þar í landi. Teymi söngkonunnar hefur lengi reynt að koma í veg fyrir að málið fari fyrir dómara. Í tilkynningu til CNN segir talsmaður hennar að búist hafi verið við þessar niðurstöðu. Annars myndu þau ekki tjá sig að svo stöddu. Lögmannateymi Shakiru hefur nokkra daga til að bregðast við úrskurðinum. Þá eiga saksóknarar að skila inn skýrslu þar sem þeir útskýra hvaða refsingu þeir vilja ná fram. El País segir mögulegt að Shakira geti gert samkomulag við saksóknara til að komast hjá réttarhöldum. Spánn Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Saksóknara hafa sakað Shakiru um sex mismunandi brot á skattlögum sem snúa að því að hún hafi falið mikið fé í skúffufélögum og svokölluðum skattaparadísum. Í frétt El País segir að verði Shakira dæmd sek gæti hún verið dæmd í fangelsi. Fullt nafn söngkonunnar er Shakira Isabel Mebarak Ripoll. El País vísar í úrskurð dómarans þar sem hann segir Shakiru hafa hætt að greiða skatta á Spáni árin 2012, 2013 og 2014 jafnvel þó henni hefði borið skylda til að greiða skatta á Spáni þessi ár. Sjálf hefur Shakira haldið því fram að hún hafi búið á Bahamaeyjum þessi ár og bara kíkt til Barcelona af og til, þar sem eiginmaður hennar býr. Fótboltamaðurinn Gerard Piqué. Rannsakendur hafa kafað djúpt í líf söngkonunnar og segja það ekki rétt. Hún hafi búið í Barcelona og á þessum árum hefði hún átt að greiða tekjuskatt af 14,5 milljón evra. Í úrskurði dómarans segir að Shakira hafi búið í Barcelona minnst 200 daga á hverju ári, af þeim þremur sem um ræðir. Samkvæmt spænskum lögum er fólk skilgreint sem skattgreiðandi á Spáni ef það ver minnst 183 dögum á ári þar í landi. Teymi söngkonunnar hefur lengi reynt að koma í veg fyrir að málið fari fyrir dómara. Í tilkynningu til CNN segir talsmaður hennar að búist hafi verið við þessar niðurstöðu. Annars myndu þau ekki tjá sig að svo stöddu. Lögmannateymi Shakiru hefur nokkra daga til að bregðast við úrskurðinum. Þá eiga saksóknarar að skila inn skýrslu þar sem þeir útskýra hvaða refsingu þeir vilja ná fram. El País segir mögulegt að Shakira geti gert samkomulag við saksóknara til að komast hjá réttarhöldum.
Spánn Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira