Shakira mögulega á leið fyrir dómara fyrir skattsvik Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 17:51 Shakira á Superbowl í fyrra. Getty/Jeff Kravitz Shakira, tónlistarkonan heimsfræga frá Kólumbíu, er í basli á Spáni, þar sem hún býr. Dómari í Barcelona komst að þeirri niðurstöðu eftir þriggja ára rannsókn að nægar vísbendingar séu fyrir því rétta yfir Shakiru fyrir að hafa komið 14,5 milljónum evra undan skatti. Saksóknara hafa sakað Shakiru um sex mismunandi brot á skattlögum sem snúa að því að hún hafi falið mikið fé í skúffufélögum og svokölluðum skattaparadísum. Í frétt El País segir að verði Shakira dæmd sek gæti hún verið dæmd í fangelsi. Fullt nafn söngkonunnar er Shakira Isabel Mebarak Ripoll. El País vísar í úrskurð dómarans þar sem hann segir Shakiru hafa hætt að greiða skatta á Spáni árin 2012, 2013 og 2014 jafnvel þó henni hefði borið skylda til að greiða skatta á Spáni þessi ár. Sjálf hefur Shakira haldið því fram að hún hafi búið á Bahamaeyjum þessi ár og bara kíkt til Barcelona af og til, þar sem eiginmaður hennar býr. Fótboltamaðurinn Gerard Piqué. Rannsakendur hafa kafað djúpt í líf söngkonunnar og segja það ekki rétt. Hún hafi búið í Barcelona og á þessum árum hefði hún átt að greiða tekjuskatt af 14,5 milljón evra. Í úrskurði dómarans segir að Shakira hafi búið í Barcelona minnst 200 daga á hverju ári, af þeim þremur sem um ræðir. Samkvæmt spænskum lögum er fólk skilgreint sem skattgreiðandi á Spáni ef það ver minnst 183 dögum á ári þar í landi. Teymi söngkonunnar hefur lengi reynt að koma í veg fyrir að málið fari fyrir dómara. Í tilkynningu til CNN segir talsmaður hennar að búist hafi verið við þessar niðurstöðu. Annars myndu þau ekki tjá sig að svo stöddu. Lögmannateymi Shakiru hefur nokkra daga til að bregðast við úrskurðinum. Þá eiga saksóknarar að skila inn skýrslu þar sem þeir útskýra hvaða refsingu þeir vilja ná fram. El País segir mögulegt að Shakira geti gert samkomulag við saksóknara til að komast hjá réttarhöldum. Spánn Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Saksóknara hafa sakað Shakiru um sex mismunandi brot á skattlögum sem snúa að því að hún hafi falið mikið fé í skúffufélögum og svokölluðum skattaparadísum. Í frétt El País segir að verði Shakira dæmd sek gæti hún verið dæmd í fangelsi. Fullt nafn söngkonunnar er Shakira Isabel Mebarak Ripoll. El País vísar í úrskurð dómarans þar sem hann segir Shakiru hafa hætt að greiða skatta á Spáni árin 2012, 2013 og 2014 jafnvel þó henni hefði borið skylda til að greiða skatta á Spáni þessi ár. Sjálf hefur Shakira haldið því fram að hún hafi búið á Bahamaeyjum þessi ár og bara kíkt til Barcelona af og til, þar sem eiginmaður hennar býr. Fótboltamaðurinn Gerard Piqué. Rannsakendur hafa kafað djúpt í líf söngkonunnar og segja það ekki rétt. Hún hafi búið í Barcelona og á þessum árum hefði hún átt að greiða tekjuskatt af 14,5 milljón evra. Í úrskurði dómarans segir að Shakira hafi búið í Barcelona minnst 200 daga á hverju ári, af þeim þremur sem um ræðir. Samkvæmt spænskum lögum er fólk skilgreint sem skattgreiðandi á Spáni ef það ver minnst 183 dögum á ári þar í landi. Teymi söngkonunnar hefur lengi reynt að koma í veg fyrir að málið fari fyrir dómara. Í tilkynningu til CNN segir talsmaður hennar að búist hafi verið við þessar niðurstöðu. Annars myndu þau ekki tjá sig að svo stöddu. Lögmannateymi Shakiru hefur nokkra daga til að bregðast við úrskurðinum. Þá eiga saksóknarar að skila inn skýrslu þar sem þeir útskýra hvaða refsingu þeir vilja ná fram. El País segir mögulegt að Shakira geti gert samkomulag við saksóknara til að komast hjá réttarhöldum.
Spánn Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira