Gleðilegan þolmarkadag! Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 29. júlí 2021 07:01 Í dag er hinn árlegi þolmarkadagur jarðar (Earth Overshoot Day) sem þýðir að nú hefur mannkynið þurrausið þær auðlindir sem jörðin nær að endurnýja á þessu ári. Á slíkum degi er vel við hæfi að benda á þrennt: Við Íslendingar erum í öðru sæti yfir þær Evrópuþjóðir sem losa mestar gróðurhúsalofttegundir miðað við höfðatölu og með eitt stærsta neysludrifna kolefnisfótspor heims. Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda í loftslagsmálum, ríkisstjórn Íslands styðst við þokukennd loftslagsmarkmið, undanskilur stór svið samfélagsins frá kröfum um alvöru samdrátt í losun, hefur ekki lagt fram trúverðuga áætlun um hvernig Ísland geti orðið kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti á næstu tveimur áratugum og treystir sér ekki einu sinni til að banna olíuleit í íslenskri lögsögu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við erum rík þjóð, búum að gnótt endurnýjanlegra auðlinda og tækifærin til sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar eru gríðarleg. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um loftslagsvandann og vilja gjarnan taka þátt í að sporna gegn honum, ganga betur um gjafir jarðar og seinka þannig þolmarkadeginum. Það sem helst vantar er pólitísk forysta á landsvísu um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Lykillinn að því er að mynduð verði ný og framsækin ríkisstjórn í haust skipuð stjórnmálafólki sem þorir og vill. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Loftslagsmál Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er hinn árlegi þolmarkadagur jarðar (Earth Overshoot Day) sem þýðir að nú hefur mannkynið þurrausið þær auðlindir sem jörðin nær að endurnýja á þessu ári. Á slíkum degi er vel við hæfi að benda á þrennt: Við Íslendingar erum í öðru sæti yfir þær Evrópuþjóðir sem losa mestar gróðurhúsalofttegundir miðað við höfðatölu og með eitt stærsta neysludrifna kolefnisfótspor heims. Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda í loftslagsmálum, ríkisstjórn Íslands styðst við þokukennd loftslagsmarkmið, undanskilur stór svið samfélagsins frá kröfum um alvöru samdrátt í losun, hefur ekki lagt fram trúverðuga áætlun um hvernig Ísland geti orðið kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti á næstu tveimur áratugum og treystir sér ekki einu sinni til að banna olíuleit í íslenskri lögsögu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við erum rík þjóð, búum að gnótt endurnýjanlegra auðlinda og tækifærin til sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar eru gríðarleg. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um loftslagsvandann og vilja gjarnan taka þátt í að sporna gegn honum, ganga betur um gjafir jarðar og seinka þannig þolmarkadeginum. Það sem helst vantar er pólitísk forysta á landsvísu um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Lykillinn að því er að mynduð verði ný og framsækin ríkisstjórn í haust skipuð stjórnmálafólki sem þorir og vill. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar