„Vekur marga til umhugsunar um það álag sem er á herðum þessara keppenda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 13:01 Um fátt hefur verið meira rætt undanfarin sólarhring en þá ákvörðun Simone Biles að draga sig úr keppni á Ólympíuleikanna í Tókýó. getty/Laurence Griffiths Sú ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum til að huga að andlegri heilsu sinni gæti haft mikil áhrif til frambúðar og skapað aukna umræðu um það umhverfi sem stærstu íþróttastjörnur heims lifa og hrærast í. Þetta segir Haukur Ingi Guðnason, fyrrverandi fótboltamaður sem hefur starfað við og kennt íþróttasálfræði. „Þetta er auðvitað mjög stórt og vekur marga til umhugsunar um það álag sem er á herðum þessara keppenda,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að veruleiki íþróttafólks sé að mörgu leyti flóknari nú en áður, meðal annars vegna tilkomu samfélagsmiðla, og segir að það sé enn að læra að fóta sig í honum. „Þetta er alltaf að verða stærra og stærra og flóknara og flóknara því það má segja að þessar stærstu íþróttastjörnur séu farnar að verða sinn eigin fjölmiðill í gegnum samfélagsmiðla. Í einhverjum tilfellum getur það komið í bakið á þeim. Pressan að vera alltaf í beinu sambandi við aðdáendur getur verið íþyngjandi,“ sagði Haukur. Haukur Ingi Guðnason lék 172 leiki í efstu deild og skoraði 36 mörk.STÖÐ 2 SPORT „Maður hefur tilhneigingu til að gleyma því hversu stutt er síðan samfélagsmiðlar urðu ráðandi í lífi fólks. Við erum enn að læra á þetta og erum í eins konar tilraun á líðandi stundu. Margt íþróttafólk sem ég þekki og er hætt hefur talað um að það sé fegið að vera ekki uppi í dag með allt þetta áreiti. Allir geta haft skoðun á þér og það er auðvelt að varpa henni fram og fá mikla athygli. Ég held að þetta útspil Biles muni vonandi fá fólk til að hugsa sig um hvernig það vill nálgast hlutina, hvaða áhrif þetta getur haft á íþróttafólk, þetta sífellda áreiti.“ Biles keppti í fyrstu greininni, stökki, í liðakeppninni í gær áður en hún dró sig úr keppni. Brotthvarf hennar hafði greinileg áhrif á bandaríska liðið í síðustu þremur greinunum. „Mér fannst þessi ákvörðun hennar gera það að verkum að spennustig annarra keppenda var of hátt. Það var mín upplifun. Þær gerðu mjög sjaldséð mistök eins og að detta og gleyma rútínu,“ sagði Haukur. Bandaríska liðið með silfrið.getty/Tim Clayton Hann segir mikilvægt að íþróttafólk fái leiðbeiningar hvernig það eigi að bera sig að í stafrænum heimi. „Burtséð frá því hvað við lesum í þetta held ég að aðalatriðið sé að draga inn andann og átta sig á við hvaða aðstæður íþróttafólk nú til dags þarf að takast á við með tilkomu samfélagsmiðla og alls þessa áreitis sem er fyrir utan íþróttina sjálfa,“ sagði Haukur. „Samfélagsmiðlarnir eru ekkert að fara þannig að mögulega verður þetta til þess að það verði meira hugað að því hvernig við getum hjálpað íþróttafólki að takast á við þetta og þetta verði jafnvel hluti af einhvers konar þjálfun.“ Biles hætti keppni í liðakeppninni og mun ekki keppa í fjölþraut á morgun. Ekki er loku fyrir það skotið að hún keppi á einstökum áhöldum.getty/Mustafa Yalcin Ekki er langt síðan tennisstjarnan Naomi Osaka dró sig úr keppni á Wimbledon mótinu eftir að hún neitaði að mæta á blaðamannafundi til að vernda andlega heilsu sína. Jafnöldurnar Osaka og Biles hafa því staðið í stafni aukinnar umræðu um andlega heilsu íþróttafólks, umræðu sem verður sífellt háværari. „Íþróttafólk, eins og almenningur, getur átt við alls konar andlega örðugleika að etja og þurft að tækla þá með viðeigandi hætti. Í íþróttunum og því umhverfi þarftu alltaf að sýna styrkleika og mátt ekki sýna neina veikleika. Og stundum getur það verið erfitt,“ sagði Haukur. „Þegar fólk þarf á aðstoð að halda getur það vonandi verið opinskátt með það og þarf ekki að líta á það sem eitthvað tabú. Ég vonast til þessir atburðir muni leiða til þess að fólk verði enn tilbúnara til að huga að sínum vanda.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Geðheilbrigði Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög stórt og vekur marga til umhugsunar um það álag sem er á herðum þessara keppenda,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að veruleiki íþróttafólks sé að mörgu leyti flóknari nú en áður, meðal annars vegna tilkomu samfélagsmiðla, og segir að það sé enn að læra að fóta sig í honum. „Þetta er alltaf að verða stærra og stærra og flóknara og flóknara því það má segja að þessar stærstu íþróttastjörnur séu farnar að verða sinn eigin fjölmiðill í gegnum samfélagsmiðla. Í einhverjum tilfellum getur það komið í bakið á þeim. Pressan að vera alltaf í beinu sambandi við aðdáendur getur verið íþyngjandi,“ sagði Haukur. Haukur Ingi Guðnason lék 172 leiki í efstu deild og skoraði 36 mörk.STÖÐ 2 SPORT „Maður hefur tilhneigingu til að gleyma því hversu stutt er síðan samfélagsmiðlar urðu ráðandi í lífi fólks. Við erum enn að læra á þetta og erum í eins konar tilraun á líðandi stundu. Margt íþróttafólk sem ég þekki og er hætt hefur talað um að það sé fegið að vera ekki uppi í dag með allt þetta áreiti. Allir geta haft skoðun á þér og það er auðvelt að varpa henni fram og fá mikla athygli. Ég held að þetta útspil Biles muni vonandi fá fólk til að hugsa sig um hvernig það vill nálgast hlutina, hvaða áhrif þetta getur haft á íþróttafólk, þetta sífellda áreiti.“ Biles keppti í fyrstu greininni, stökki, í liðakeppninni í gær áður en hún dró sig úr keppni. Brotthvarf hennar hafði greinileg áhrif á bandaríska liðið í síðustu þremur greinunum. „Mér fannst þessi ákvörðun hennar gera það að verkum að spennustig annarra keppenda var of hátt. Það var mín upplifun. Þær gerðu mjög sjaldséð mistök eins og að detta og gleyma rútínu,“ sagði Haukur. Bandaríska liðið með silfrið.getty/Tim Clayton Hann segir mikilvægt að íþróttafólk fái leiðbeiningar hvernig það eigi að bera sig að í stafrænum heimi. „Burtséð frá því hvað við lesum í þetta held ég að aðalatriðið sé að draga inn andann og átta sig á við hvaða aðstæður íþróttafólk nú til dags þarf að takast á við með tilkomu samfélagsmiðla og alls þessa áreitis sem er fyrir utan íþróttina sjálfa,“ sagði Haukur. „Samfélagsmiðlarnir eru ekkert að fara þannig að mögulega verður þetta til þess að það verði meira hugað að því hvernig við getum hjálpað íþróttafólki að takast á við þetta og þetta verði jafnvel hluti af einhvers konar þjálfun.“ Biles hætti keppni í liðakeppninni og mun ekki keppa í fjölþraut á morgun. Ekki er loku fyrir það skotið að hún keppi á einstökum áhöldum.getty/Mustafa Yalcin Ekki er langt síðan tennisstjarnan Naomi Osaka dró sig úr keppni á Wimbledon mótinu eftir að hún neitaði að mæta á blaðamannafundi til að vernda andlega heilsu sína. Jafnöldurnar Osaka og Biles hafa því staðið í stafni aukinnar umræðu um andlega heilsu íþróttafólks, umræðu sem verður sífellt háværari. „Íþróttafólk, eins og almenningur, getur átt við alls konar andlega örðugleika að etja og þurft að tækla þá með viðeigandi hætti. Í íþróttunum og því umhverfi þarftu alltaf að sýna styrkleika og mátt ekki sýna neina veikleika. Og stundum getur það verið erfitt,“ sagði Haukur. „Þegar fólk þarf á aðstoð að halda getur það vonandi verið opinskátt með það og þarf ekki að líta á það sem eitthvað tabú. Ég vonast til þessir atburðir muni leiða til þess að fólk verði enn tilbúnara til að huga að sínum vanda.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Geðheilbrigði Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira