Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2021 22:49 Martin Shkreli á leið á fund þingnefndar árið 2016. AP/Susan Walsh Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. Aðeins eitt eintak er til af plötunni Martin Shkreli keypti plötuna „Once Upon a Time in Shaolin” á uppboði árið 2015. Talið er að fyrir hana hafi hann greitt um tvær milljónir dala og var eina skilyrði kaupanna að hann mætti ekki selja hana næstu 88 árin. Platan sjálf er ansi vegleg, 31 lag í einstaklega fallegum kassa í fylgd 174 blaðsíðna bók með textum og öðru góðgæti og komu allir núlifandi meðlimir Wu-Tang Clan að gerð plötunnar. Shkreli vann sér inn gælunafnið „hataðasti maður internetsins“ árið 2015 þegar hann hækkaði verð á nauðsynlegum alnæmislyfjum um rúmlega fimm þúsund prósent. Hann var þá framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals. Árið 2018 var hann þó dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fjársvik. Hann hafði svikið fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. Þá lagði ríkið hald á plötuna einstöku. Sjá einnig: „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Robert Fitzgerald Diggs, eða RZA, og Clifford Smith, eða Method Man, úr Wu-Tang Clan á sviðið á Coachella árið 2013.AP/John Shearer Shkreli er enn í fangelsi en samkvæmt frétt Washington Post hafnaði dómari í fyrra beiðni hans um að honum yrði sleppt úr fangelsi svo hann gæti rannsakað meðferð gegn Covid-19. Dómarinn sagði þá beiðni byggja á hugarórum og mikilmennskubrjálæði. Í áðurnefndri tilkynningu segir að hagnaðurinn af sölu plötunnar verði notaður til að greiða sektir Shkreli og að hann hafi nú lokið því. Kaupandinn komst að samkomulagi við saksóknara um að hann nyti nafnleyndar. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Aðeins eitt eintak er til af plötunni Martin Shkreli keypti plötuna „Once Upon a Time in Shaolin” á uppboði árið 2015. Talið er að fyrir hana hafi hann greitt um tvær milljónir dala og var eina skilyrði kaupanna að hann mætti ekki selja hana næstu 88 árin. Platan sjálf er ansi vegleg, 31 lag í einstaklega fallegum kassa í fylgd 174 blaðsíðna bók með textum og öðru góðgæti og komu allir núlifandi meðlimir Wu-Tang Clan að gerð plötunnar. Shkreli vann sér inn gælunafnið „hataðasti maður internetsins“ árið 2015 þegar hann hækkaði verð á nauðsynlegum alnæmislyfjum um rúmlega fimm þúsund prósent. Hann var þá framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals. Árið 2018 var hann þó dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fjársvik. Hann hafði svikið fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. Þá lagði ríkið hald á plötuna einstöku. Sjá einnig: „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Robert Fitzgerald Diggs, eða RZA, og Clifford Smith, eða Method Man, úr Wu-Tang Clan á sviðið á Coachella árið 2013.AP/John Shearer Shkreli er enn í fangelsi en samkvæmt frétt Washington Post hafnaði dómari í fyrra beiðni hans um að honum yrði sleppt úr fangelsi svo hann gæti rannsakað meðferð gegn Covid-19. Dómarinn sagði þá beiðni byggja á hugarórum og mikilmennskubrjálæði. Í áðurnefndri tilkynningu segir að hagnaðurinn af sölu plötunnar verði notaður til að greiða sektir Shkreli og að hann hafi nú lokið því. Kaupandinn komst að samkomulagi við saksóknara um að hann nyti nafnleyndar.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira