Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Samúel Karl Ólason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 27. júlí 2021 23:00 Lögregluþjónarnir fjórir í myndatöku eftir nefndarfundinn í dag. Frá vinstri: Aquilino Gonell, Michael Fanone, Harry Dunn og Daniel Hodges. AP/Bill O'Leary Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. Þá brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra, sem Trump tapaði. Áhlaupinu hefur verið lýst sem fordæmalausri árás á lýðræðið og hófust yfirheyrslur fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. „Sumir reyna að afneita því sem gerðist, hvítþvo það, breyta uppreisnarmönnum í píslarvotta, en allur heimurinn sá raunveruleika þess sem gerðist 6. janúar, gálgana standa þarna fyrir utan þinghúsið, “ sagði Bennie Thompson, formaður rannsóknarnefndarinnar, í dag. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að komast til botns í málinu og vinna gegn skipulegum lygum um atburðarásina sem enn eigi sér stað. „Við þurfum að vita, mínútu fyrir mínútu, hvað gerðist 6. janúar. Við þurfum að skilja hvernig hin herfilega lygi um 6.janúar hefur haldið áfram að dreifast og næra þau öfl sem vilja grafa undan bandarísku lýðræði. Og við þurfum að finna leið til að bæta skaðann,“ sagði Thompson. Lýstu ofbeldi og fordómum Fjórir lögregluþjónar mættu á fund nefndarinnar í dag og voru þeir mjög harðorðir í garð óeirðaseggja sem réðust á þá og Repúblikana sem hafa ítrekað gert lítið úr árásinni og jafnvel neitað því að ofbeldi hafi átt sér stað. Þá lýstu þeir alvarlegu ofbeldi og kynþáttafordómum sem þeir urðu fyrir. Meðal lögregluþjónanna var Michael Fanone, sem sagði frá því að hann hefði verið barinn, gefið raflost og kallaður svikari. Læknar sögðu honum eftir á að hann hefði fengið vægt hjartaáfall í átökunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði að þegar hann var dreginn úr varnarlínu lögregluþjóna af óeirðaseggjum hefði hann verið meðvitundarlaus í um það bil fjórar mínútur. Nokkrir hefðu reynt að ná byssunni af honum og jafnvel lagt til að skjóta hann með byssunni. Officer Fanone on getting pulled off the line of law enforcement officers by insurrectionists on January 6: "I knew that I was in -- I was up shit creek without a paddle ... based off the body-worn camera footage, it's believed that I was unconscious for approximately 4 minutes" pic.twitter.com/6R0OPYnKyR— Aaron Rupar (@atrupar) July 27, 2021 Daniel Hodges sagði óeirðaseggina hafa froðufellt af reiði á meðan þeir krömdu hann milli tveggja hurða og börðu hann í höfuðið með hans eigin kylfu. Hann sagði mann hafa öskrað á sig að hann myndi deyja á hnjánum. Harry Dunn sagðist ítrekað hafa verið kallaður n-orðinu af óeirðaseggjum þegar hann var að verja inngang þingsals fulltrúadeildarinnar. Aquilino Gonell sagðist hafa verið fullviss um að hann yrði drepinn af fólkinu sem réðst á þinghúsið og sagði meðal annars frá því að hann hefði næstum því kafnað þegar hópurinn kramdi hann. Hér má sjá hluta af ræðu Gonell. Þar á meðal þegar hann segist hafa verið nærri því að kafna. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt frumvarp um að stofna óháða rannsóknarnefnd til að fara í saumana á árásinni á þinghúsið. Það frumvarp var fellt af Repúblikönum í öldungadeildinni. Forsvarsmenn Demókrata í fulltrúadeildinni, sem eru með meirihluta þar, stofnuðu þá rannsóknarnefnd sem átti að vera skipuð fulltrúum beggja flokka. Sjá einnig: Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, tilnefndi fimm þingmenn flokksins til nefndarinnar en dró tilnefningarnar til baka þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, neitaði að veita þeim Jim Jordan og Jim Banks sæti í nefndinni. Það gerði hún á grundvelli þess að þeir hafa báðir tekið virkan þátt í viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í fyrra og tekið undir innihaldslausar ásakanir forsetans fyrrverandi um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. McCarthy og Repúblikanar brugðust reiðir við og dró hann allar tilnefningarnar til baka. Þá hótaði hann því að svipta alla þingmenn flokksins sem sætu í nefndinni öðrum nefndarsætum. Þrátt fyrir mótmæli forsvarsmanna Repúblikana þáðu þau Liz Chaney og Adam Kinzinger, sem bæði eru Repúblikanar, sæti í nefndinni. Þau hafa bæði verið harðorð í garð Repúblikana vegna stuðnings þeirra við Trump og það að þeir vilji ekki rannsaka árásina, svo eitthvað sé nefnt. Cheny dró ekkert undan í málfutningi sínum. „Ef þeir sem bera ábyrgðina eru ekki látnir sæta ábyrgð og ef þingið bregst ekki við með ábyrgð verður þetta áfram krabbamein í okkar þingbundna lýðveldi. Það grefur undan friðsamlegum valdaskiptum sem eru kjarninn í lýðræðiskerfi okkar. Við munum takast á við ógnina af meira ofbeldi á komandi mánuðum og öðrum 6. janúar á fjögurra ára fresti,“ sagði Cheney. Sagði fyrst að Trump bæri ábyrgð McCarthy sagði upprunalega að Trump ætti sök á árásinni á þinghúsið en snerist svo fljótt hugur. Síðan þá hefur hann gert lítið úr árásinni. Í dag gagnrýndi hann rannsóknina og kallaði hanna sjónarspil. Pelosi vildi bara spyrja eigin spurninga. Sjá einnig: Repúblikanar leita á náðir Trumps Hér má sjá Kinzinger ræða við lögregluþjónana sem mættu á nefndarfundinn í dag. Hann hrósaði þeim í hástert og sagði fundinn hafa tekið meira á tilfinningar hans en hann hafi átt von á. Í samtali við blaðamenn í dag sagði McCarthy að rannsaka ætti Pelosi sjálfa vegna þess hve illa undirbúnir lögregluþjónar hefðu verið fyrir árásina. Þegar hann var spurður um Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni, sem fer með sama vald og Pelosi yfir lögreglu þingsins, hunsaði McCarthy þær spurningar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögregluþjónarnir gagnrýndu Repúblikana harðlega á fundinum í dag. Fanone sagði hafa lagt mikið á sig til að verja þingmenn og aðra í þinghúsinu. „Mér finnst eins og ég hafi farið til helvítis og til baka fyrir þá og fólkið í þessu herbergi,“ sagði Fanone. Hann barði svo í borðið og hélt áfram: „Of margir eru nú að segja mér að helvíti sé ekki til eða þá að helvítið hafi ekki verið svo slæmt í alvörunni.“ Þetta sagði hann vera mikið skeytingarleysi í garð hans og annarra lögregluþjóna. Ný yfirmaður þinglögreglunnar sendi frá sér tilkynningu undir kvöld þar sem hann lofaði lögregluþjónana fjóra og aðra sem hefðu barist til að „verja lýðræði“ Bandaríkjanna. pic.twitter.com/LeT7KhBDdj— U.S. Capitol Police (@CapitolPolice) July 27, 2021 Til stendur að halda anna nefndarfund í næsta mánuði. Thompson sagði í dag að vitnum yrði stefnt von bráðar, samkvæmt Washington Post. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Höfðu spurnir af áformum stuðningsmanna Trump vikum fyrir árásina Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni. 8. júní 2021 15:20 Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Þá brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra, sem Trump tapaði. Áhlaupinu hefur verið lýst sem fordæmalausri árás á lýðræðið og hófust yfirheyrslur fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. „Sumir reyna að afneita því sem gerðist, hvítþvo það, breyta uppreisnarmönnum í píslarvotta, en allur heimurinn sá raunveruleika þess sem gerðist 6. janúar, gálgana standa þarna fyrir utan þinghúsið, “ sagði Bennie Thompson, formaður rannsóknarnefndarinnar, í dag. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að komast til botns í málinu og vinna gegn skipulegum lygum um atburðarásina sem enn eigi sér stað. „Við þurfum að vita, mínútu fyrir mínútu, hvað gerðist 6. janúar. Við þurfum að skilja hvernig hin herfilega lygi um 6.janúar hefur haldið áfram að dreifast og næra þau öfl sem vilja grafa undan bandarísku lýðræði. Og við þurfum að finna leið til að bæta skaðann,“ sagði Thompson. Lýstu ofbeldi og fordómum Fjórir lögregluþjónar mættu á fund nefndarinnar í dag og voru þeir mjög harðorðir í garð óeirðaseggja sem réðust á þá og Repúblikana sem hafa ítrekað gert lítið úr árásinni og jafnvel neitað því að ofbeldi hafi átt sér stað. Þá lýstu þeir alvarlegu ofbeldi og kynþáttafordómum sem þeir urðu fyrir. Meðal lögregluþjónanna var Michael Fanone, sem sagði frá því að hann hefði verið barinn, gefið raflost og kallaður svikari. Læknar sögðu honum eftir á að hann hefði fengið vægt hjartaáfall í átökunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði að þegar hann var dreginn úr varnarlínu lögregluþjóna af óeirðaseggjum hefði hann verið meðvitundarlaus í um það bil fjórar mínútur. Nokkrir hefðu reynt að ná byssunni af honum og jafnvel lagt til að skjóta hann með byssunni. Officer Fanone on getting pulled off the line of law enforcement officers by insurrectionists on January 6: "I knew that I was in -- I was up shit creek without a paddle ... based off the body-worn camera footage, it's believed that I was unconscious for approximately 4 minutes" pic.twitter.com/6R0OPYnKyR— Aaron Rupar (@atrupar) July 27, 2021 Daniel Hodges sagði óeirðaseggina hafa froðufellt af reiði á meðan þeir krömdu hann milli tveggja hurða og börðu hann í höfuðið með hans eigin kylfu. Hann sagði mann hafa öskrað á sig að hann myndi deyja á hnjánum. Harry Dunn sagðist ítrekað hafa verið kallaður n-orðinu af óeirðaseggjum þegar hann var að verja inngang þingsals fulltrúadeildarinnar. Aquilino Gonell sagðist hafa verið fullviss um að hann yrði drepinn af fólkinu sem réðst á þinghúsið og sagði meðal annars frá því að hann hefði næstum því kafnað þegar hópurinn kramdi hann. Hér má sjá hluta af ræðu Gonell. Þar á meðal þegar hann segist hafa verið nærri því að kafna. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt frumvarp um að stofna óháða rannsóknarnefnd til að fara í saumana á árásinni á þinghúsið. Það frumvarp var fellt af Repúblikönum í öldungadeildinni. Forsvarsmenn Demókrata í fulltrúadeildinni, sem eru með meirihluta þar, stofnuðu þá rannsóknarnefnd sem átti að vera skipuð fulltrúum beggja flokka. Sjá einnig: Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, tilnefndi fimm þingmenn flokksins til nefndarinnar en dró tilnefningarnar til baka þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, neitaði að veita þeim Jim Jordan og Jim Banks sæti í nefndinni. Það gerði hún á grundvelli þess að þeir hafa báðir tekið virkan þátt í viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í fyrra og tekið undir innihaldslausar ásakanir forsetans fyrrverandi um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. McCarthy og Repúblikanar brugðust reiðir við og dró hann allar tilnefningarnar til baka. Þá hótaði hann því að svipta alla þingmenn flokksins sem sætu í nefndinni öðrum nefndarsætum. Þrátt fyrir mótmæli forsvarsmanna Repúblikana þáðu þau Liz Chaney og Adam Kinzinger, sem bæði eru Repúblikanar, sæti í nefndinni. Þau hafa bæði verið harðorð í garð Repúblikana vegna stuðnings þeirra við Trump og það að þeir vilji ekki rannsaka árásina, svo eitthvað sé nefnt. Cheny dró ekkert undan í málfutningi sínum. „Ef þeir sem bera ábyrgðina eru ekki látnir sæta ábyrgð og ef þingið bregst ekki við með ábyrgð verður þetta áfram krabbamein í okkar þingbundna lýðveldi. Það grefur undan friðsamlegum valdaskiptum sem eru kjarninn í lýðræðiskerfi okkar. Við munum takast á við ógnina af meira ofbeldi á komandi mánuðum og öðrum 6. janúar á fjögurra ára fresti,“ sagði Cheney. Sagði fyrst að Trump bæri ábyrgð McCarthy sagði upprunalega að Trump ætti sök á árásinni á þinghúsið en snerist svo fljótt hugur. Síðan þá hefur hann gert lítið úr árásinni. Í dag gagnrýndi hann rannsóknina og kallaði hanna sjónarspil. Pelosi vildi bara spyrja eigin spurninga. Sjá einnig: Repúblikanar leita á náðir Trumps Hér má sjá Kinzinger ræða við lögregluþjónana sem mættu á nefndarfundinn í dag. Hann hrósaði þeim í hástert og sagði fundinn hafa tekið meira á tilfinningar hans en hann hafi átt von á. Í samtali við blaðamenn í dag sagði McCarthy að rannsaka ætti Pelosi sjálfa vegna þess hve illa undirbúnir lögregluþjónar hefðu verið fyrir árásina. Þegar hann var spurður um Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni, sem fer með sama vald og Pelosi yfir lögreglu þingsins, hunsaði McCarthy þær spurningar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögregluþjónarnir gagnrýndu Repúblikana harðlega á fundinum í dag. Fanone sagði hafa lagt mikið á sig til að verja þingmenn og aðra í þinghúsinu. „Mér finnst eins og ég hafi farið til helvítis og til baka fyrir þá og fólkið í þessu herbergi,“ sagði Fanone. Hann barði svo í borðið og hélt áfram: „Of margir eru nú að segja mér að helvíti sé ekki til eða þá að helvítið hafi ekki verið svo slæmt í alvörunni.“ Þetta sagði hann vera mikið skeytingarleysi í garð hans og annarra lögregluþjóna. Ný yfirmaður þinglögreglunnar sendi frá sér tilkynningu undir kvöld þar sem hann lofaði lögregluþjónana fjóra og aðra sem hefðu barist til að „verja lýðræði“ Bandaríkjanna. pic.twitter.com/LeT7KhBDdj— U.S. Capitol Police (@CapitolPolice) July 27, 2021 Til stendur að halda anna nefndarfund í næsta mánuði. Thompson sagði í dag að vitnum yrði stefnt von bráðar, samkvæmt Washington Post.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Höfðu spurnir af áformum stuðningsmanna Trump vikum fyrir árásina Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni. 8. júní 2021 15:20 Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51
Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32
Höfðu spurnir af áformum stuðningsmanna Trump vikum fyrir árásina Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni. 8. júní 2021 15:20
Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40
Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59
Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53