„Fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2021 13:30 Tonje Lerstad er markvörður norska strandhandboltaliðsins. instagram síða Tonje Lerstad Tonje Lerstad, markvörður norska strandhandboltaliðsins, er þakklát fyrir stuðninginn sem liðinu hefur borist síðustu daga, meðal annars frá söngkonunni Pink. Norska liðið fékk sekt frá Evrópska handknattleikssambandinu, EHF, fyrir að spila í stuttbuxum en ekki bikiníbuxum í lokaleik sínum á EM í Búlgaríu um þarsíðustu helgi. Málið hefur vakið mikla athygli og Lersted ræddi deilu norska liðsins og EHF við BBC. „Það er fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum,“ sagði Lersted. Sektin frá EHF var 1.500 evrur, eða 220 þúsund íslenskar krónur. Bandaríska söngkonan lýsti yfir stuðningi við norska liðið á Twitter og bauðst til að borga sektina sem það fékk frá EHF. I m VERY proud of the Norwegian female beach handball team FOR PROTESTING THE VERY SEXIST RULES ABOUT THEIR uniform . The European handball federation SHOULD BE FINED FOR SEXISM. Good on ya, ladies. I ll be happy to pay your fines for you. Keep it up.— P!nk (@Pink) July 25, 2021 „Þetta er brjálað. Okkur var brugðið en þetta eru svo mikilvæg skilaboð og okkur þykir vænt um þetta,“ sagði Lerstad. Pink þarf reyndar ekki að borga sekt norska liðsins því norska handknattleikssambandið ætlar að gera það. Lerstad og stöllur hennar eru samt þakklátar söngkonunni vinsælu. „Hún þarf ekki að borga sektina en hún má gefa okkur miða á tónleika og við getum þá hist í stuttbuxunum okkar,“ sagði Lerstad í léttum dúr. „Það hafa svo margir boðist til að borga sektina að kannski ættum við að opna stóran bankareikning,“ bætti markvörðurinn við. Lerstad segir að norska liðið hafi fengið stuðning frá öðrum liðum og hún trúir ekki öðru en að reglunum um klæðaburð á mótum í strandhandbolta verði breytt. EHF hefur sagst ætla að taka málið fyrir. Norðmenn fagna þó ekki strax enda hefur norska handknattleikssambandið lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að því að breyta reglunum umdeildu. Í viðtalinu við BBC var Lerstad loks spurð hvort norska liðið myndi spila í stuttbuxum á HM í strandhandbolta. „Já, klárlega,“ sagði markvörðurinn ákveðinn. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Norska liðið fékk sekt frá Evrópska handknattleikssambandinu, EHF, fyrir að spila í stuttbuxum en ekki bikiníbuxum í lokaleik sínum á EM í Búlgaríu um þarsíðustu helgi. Málið hefur vakið mikla athygli og Lersted ræddi deilu norska liðsins og EHF við BBC. „Það er fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum,“ sagði Lersted. Sektin frá EHF var 1.500 evrur, eða 220 þúsund íslenskar krónur. Bandaríska söngkonan lýsti yfir stuðningi við norska liðið á Twitter og bauðst til að borga sektina sem það fékk frá EHF. I m VERY proud of the Norwegian female beach handball team FOR PROTESTING THE VERY SEXIST RULES ABOUT THEIR uniform . The European handball federation SHOULD BE FINED FOR SEXISM. Good on ya, ladies. I ll be happy to pay your fines for you. Keep it up.— P!nk (@Pink) July 25, 2021 „Þetta er brjálað. Okkur var brugðið en þetta eru svo mikilvæg skilaboð og okkur þykir vænt um þetta,“ sagði Lerstad. Pink þarf reyndar ekki að borga sekt norska liðsins því norska handknattleikssambandið ætlar að gera það. Lerstad og stöllur hennar eru samt þakklátar söngkonunni vinsælu. „Hún þarf ekki að borga sektina en hún má gefa okkur miða á tónleika og við getum þá hist í stuttbuxunum okkar,“ sagði Lerstad í léttum dúr. „Það hafa svo margir boðist til að borga sektina að kannski ættum við að opna stóran bankareikning,“ bætti markvörðurinn við. Lerstad segir að norska liðið hafi fengið stuðning frá öðrum liðum og hún trúir ekki öðru en að reglunum um klæðaburð á mótum í strandhandbolta verði breytt. EHF hefur sagst ætla að taka málið fyrir. Norðmenn fagna þó ekki strax enda hefur norska handknattleikssambandið lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að því að breyta reglunum umdeildu. Í viðtalinu við BBC var Lerstad loks spurð hvort norska liðið myndi spila í stuttbuxum á HM í strandhandbolta. „Já, klárlega,“ sagði markvörðurinn ákveðinn.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti