Góðir landsmenn, ég er femínisti! Bjarki Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 09:01 Ekkert „en…”, ekki neitt „nema…”, engir fyrirvarar eða skilyrðingar. Ég. Er. Femínisti. Í mörg ár ráfaði ég um í gegn um lífið haldandi því fram að ég væri jafnréttissinni en alls ekki femínisti. Svokallaðir „öfgafemínistar” fóru óheyrilega í taugarnar á mér og ég var alltaf tilbúinn í rifrildið við femínista um á hvaða ömurlegu villuráfandi, karlmannahatandi vegferð þær væru á. Já ég sagði ÞÆR því auðvitað gæti ekki einn einasti karlmaður með sjálfsvirðingu talið sig vera femínista. Ó hve lítið sem ég vissi. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir konum og viljað veg þeirra sem mestan og bestan. Ég hef reitt hár mitt yfir kynbundnum launamun, hrútskýringum, kynferðisáreiti karla gegn konum og bara almennu misrétti kynjanna. Samt var ég ekki femínisti. Það var bara allt annar og verri málstaður, fullur annarlegra hvata, en sá að vilja jafnrétti kynjanna raungerast. Umhverfi mitt, t.d. vinnustaðir og fólk í kring um mig, eiga þátt í að hafa málað skoðanir mínar með litum eitraðrar karlmennsku og fáfræði. Þrátt fyrir að hafa ætíð aðhyllst gagnrýna hugsun þá holar dropinn steininn og ég trúði því statt og stöðugt að femínistabeljur vildu ekki jafnrétti, þær vildu sérréttindi, drottna yfir okkur karlpungunum sem þær hötuðu samt frá sínum innstu hjartarótum. Eftir því sem árunum mínum hér á jörðinni fjölgar hefur mér blessunarlega borið gæfa til að þroskast aðeins í leiðinni og nú, eftir rétt rúma þrjátíuogsjö hringi í kring um sólina, hef ég loksins öðlast bæði þroska og kjark til þess að segja það fullum fetum að ég er femínisti og þann titil mun ég stoltur bera ævi mína á enda… og vonandi látið eitthvað gott af mér leiða sem slíkur. Að halda því fram að vera jafnréttissinni en ekki femínisti er álíka gáfuleg fullyrðing og að segjast ekki vera rasisti en vera engu að síður ekkert vel við fólk af öðrum kynþætti en sínum eigin. Þetta skil ég í dag og allt tal um “öfgafemínista” finnst mér í besta falli hlægileg umræða því hvernig í ósköpunum getur jafnrétti farið út í öfgar? Í umræðu síðustu vikna um mál nokkurra landsþekktra íslenskra karlmanna þar sem þeir eru sagðir meintir gerendur í kynferðisbrotamálum virðist alltaf umræðan komast niður á svo lágt plan að þetta sé nú allt helvítis femínistunum að kenna. Málið er bara að það er ekki femínistum að kenna heldur þeim, og eingöngu þeim, sem brotin fremja. Femínistar eru einungis barnið sem bendir á að keisarinn gangi um nakinn, hafa hugrekki til að láta í sér heyra og benda á það óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota, sem í flestum tilfellum eru konur, upplifa ásamt því að hafa verið brotið á; að vera af samfélaginu úthrópaðar athyglissjúkar mellur og hórur fyrir það eitt að stíga fram og segja frá að þær hafi verið beittar ofbeldi. Þess vegna er ég femínisti, ég vil berjast með konum gegn óréttlæti, ég vil vera partur af lausninni en ekki vandamálinu. Ég vil fylkja liði í baráttu fyrir jafnrétti allra kynja og skapa samfélag sem einkennist af víðsýni, réttsýni og kærleik. Við þá karla sem nú þegar hafa ranghvolft augunum nokkra hringi við þennan lestur vil ég segja: Koma svo strákar! Uppfærum hugsunarháttinn eins og við uppfærum stýrikerfið í tölvunum okkar. Breytum staðalímyndum, bætum samfélagið. Verum femínistar. Hverju hafið þið eiginlega að tapa? Höfundur er fyrrverandi karlremba í bataferli og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Jafnréttismál Suðurkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert „en…”, ekki neitt „nema…”, engir fyrirvarar eða skilyrðingar. Ég. Er. Femínisti. Í mörg ár ráfaði ég um í gegn um lífið haldandi því fram að ég væri jafnréttissinni en alls ekki femínisti. Svokallaðir „öfgafemínistar” fóru óheyrilega í taugarnar á mér og ég var alltaf tilbúinn í rifrildið við femínista um á hvaða ömurlegu villuráfandi, karlmannahatandi vegferð þær væru á. Já ég sagði ÞÆR því auðvitað gæti ekki einn einasti karlmaður með sjálfsvirðingu talið sig vera femínista. Ó hve lítið sem ég vissi. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir konum og viljað veg þeirra sem mestan og bestan. Ég hef reitt hár mitt yfir kynbundnum launamun, hrútskýringum, kynferðisáreiti karla gegn konum og bara almennu misrétti kynjanna. Samt var ég ekki femínisti. Það var bara allt annar og verri málstaður, fullur annarlegra hvata, en sá að vilja jafnrétti kynjanna raungerast. Umhverfi mitt, t.d. vinnustaðir og fólk í kring um mig, eiga þátt í að hafa málað skoðanir mínar með litum eitraðrar karlmennsku og fáfræði. Þrátt fyrir að hafa ætíð aðhyllst gagnrýna hugsun þá holar dropinn steininn og ég trúði því statt og stöðugt að femínistabeljur vildu ekki jafnrétti, þær vildu sérréttindi, drottna yfir okkur karlpungunum sem þær hötuðu samt frá sínum innstu hjartarótum. Eftir því sem árunum mínum hér á jörðinni fjölgar hefur mér blessunarlega borið gæfa til að þroskast aðeins í leiðinni og nú, eftir rétt rúma þrjátíuogsjö hringi í kring um sólina, hef ég loksins öðlast bæði þroska og kjark til þess að segja það fullum fetum að ég er femínisti og þann titil mun ég stoltur bera ævi mína á enda… og vonandi látið eitthvað gott af mér leiða sem slíkur. Að halda því fram að vera jafnréttissinni en ekki femínisti er álíka gáfuleg fullyrðing og að segjast ekki vera rasisti en vera engu að síður ekkert vel við fólk af öðrum kynþætti en sínum eigin. Þetta skil ég í dag og allt tal um “öfgafemínista” finnst mér í besta falli hlægileg umræða því hvernig í ósköpunum getur jafnrétti farið út í öfgar? Í umræðu síðustu vikna um mál nokkurra landsþekktra íslenskra karlmanna þar sem þeir eru sagðir meintir gerendur í kynferðisbrotamálum virðist alltaf umræðan komast niður á svo lágt plan að þetta sé nú allt helvítis femínistunum að kenna. Málið er bara að það er ekki femínistum að kenna heldur þeim, og eingöngu þeim, sem brotin fremja. Femínistar eru einungis barnið sem bendir á að keisarinn gangi um nakinn, hafa hugrekki til að láta í sér heyra og benda á það óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota, sem í flestum tilfellum eru konur, upplifa ásamt því að hafa verið brotið á; að vera af samfélaginu úthrópaðar athyglissjúkar mellur og hórur fyrir það eitt að stíga fram og segja frá að þær hafi verið beittar ofbeldi. Þess vegna er ég femínisti, ég vil berjast með konum gegn óréttlæti, ég vil vera partur af lausninni en ekki vandamálinu. Ég vil fylkja liði í baráttu fyrir jafnrétti allra kynja og skapa samfélag sem einkennist af víðsýni, réttsýni og kærleik. Við þá karla sem nú þegar hafa ranghvolft augunum nokkra hringi við þennan lestur vil ég segja: Koma svo strákar! Uppfærum hugsunarháttinn eins og við uppfærum stýrikerfið í tölvunum okkar. Breytum staðalímyndum, bætum samfélagið. Verum femínistar. Hverju hafið þið eiginlega að tapa? Höfundur er fyrrverandi karlremba í bataferli og femínisti.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun