Kraftaverk að skaðbrenndur hvolpur sé á lífi eftir tíu aðgerðir á þremur vikum Snorri Másson skrifar 26. júlí 2021 19:26 Hundblautur eftir sundsprett í Elliðaánum. Stöð 2 Jökull er tíu mánaða hvolpur sem hefur marga fjöruna sopið, væntanlega töluvert meiri en flestir jafnaldrar hans á veraldarvísu. Hann stakk sér út í sjóðandi hver í Útey við Laugarvatn fyrir fimm vikum og var vart hugað líf vegna brunasáranna sem af hlutust. En þökk sé læknisfræðilegum kraftaverkum er hann heill heilsu í dag, og elskar að synda í köldu vatni. „Þetta er bara 100% bati,“ segir eigandi Jökuls, Baldur Öxdal Halldórsson veitingamaður á Laugarvatni. Það eru erfiðar vikur að baki, þar sem tvísýnt var með öllu hvort Jökull ætti sér lífsvon. Hann var skaðbrunninn, þótt það sæist ekki um leið vegna þykks feldarins. „Hann gat ekki sofið í heila viku og gat ekki setið og ekki legið eða neitt. Eini staðurinn sem hann gat eitthvað smá hvílt sig var úti í bíl, þannig að maður var bara með hann úti í bíl. Hann auðvitað bara hljóðaði af sársauka á hverjum einasta degi. Það var bara skelfilegt. Það liggur við að maður vökni bara við að tala um þetta," segir Baldur í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Jökull var tíu sinnum svæfður í jafnmörgum aðgerðum á aðeins þriggja vikna tímabili. Húð hans undir feldinum var hreinsuð og sums staðar bætt með rækjuhúð og leysigeislum. Aðsend mynd „Kannski í flestum tilvikum eru svona dýr bara svæfð. Þetta verður kannski fordæmi upp á framtíðina að gera, ef eitthvað svona kemur upp á,“ segir Baldur. „Þetta er bara kraftaverk, að hann skuli vera á lífi,“ segir Baldur sem kann dýralæknunum á Stuðlum á Selfossi allra bestu þakkir fyrir þeirra afrek. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Þetta er bara 100% bati,“ segir eigandi Jökuls, Baldur Öxdal Halldórsson veitingamaður á Laugarvatni. Það eru erfiðar vikur að baki, þar sem tvísýnt var með öllu hvort Jökull ætti sér lífsvon. Hann var skaðbrunninn, þótt það sæist ekki um leið vegna þykks feldarins. „Hann gat ekki sofið í heila viku og gat ekki setið og ekki legið eða neitt. Eini staðurinn sem hann gat eitthvað smá hvílt sig var úti í bíl, þannig að maður var bara með hann úti í bíl. Hann auðvitað bara hljóðaði af sársauka á hverjum einasta degi. Það var bara skelfilegt. Það liggur við að maður vökni bara við að tala um þetta," segir Baldur í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Jökull var tíu sinnum svæfður í jafnmörgum aðgerðum á aðeins þriggja vikna tímabili. Húð hans undir feldinum var hreinsuð og sums staðar bætt með rækjuhúð og leysigeislum. Aðsend mynd „Kannski í flestum tilvikum eru svona dýr bara svæfð. Þetta verður kannski fordæmi upp á framtíðina að gera, ef eitthvað svona kemur upp á,“ segir Baldur. „Þetta er bara kraftaverk, að hann skuli vera á lífi,“ segir Baldur sem kann dýralæknunum á Stuðlum á Selfossi allra bestu þakkir fyrir þeirra afrek.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent