„Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2021 13:30 Arnar Þór Gíslason er allt annað en ánægður með nýjar sóttvarnareglur sem kynntar voru í gær og gilda til 13. ágúst næstkomandi. Vísir Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. „Við skulum nú sjá hvað gerist í efnahagsmálunum, það er kannski ótímabært að segja að við séum í einhverju bakslagi sem muni hafa þar áhrif.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Hljóðið er þungt í veitingamönnum og kráareigendum en Bjarni minnir á að stuðningsaðgerðir við rekstraraðila séu enn í gildi. „Ég held að það sé bara mikilvægt að muna að við erum með í gildi ráðstafanir. Þær eru enn í gildi og grípa þessi tilvik að mínu mati,“ sagði Bjarni. Aðgerðirnar komi bar- og kráareigendum aftur á byrjunarreit Arnar Þór Gíslason, eigandi skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur, segir aðgerðirnar mikið högg fyrir reksturinn. „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur bar- og kráareigendur þar sem þetta kemur okkur næstum á aftur á byrjunarreit frá því áður en lokaði,“ segir Arnar. Hundrað manna samkomutakmark er í gildi á veitinga- og skemmtistöðum og opnunartími hefur verið styttur til klukkan ellefu en allir gestir þurfa að vera komnir út fyrir miðnætti. Þá þarf að þjóna öllum gestum til borðs og einn metri að vera á milli geta. „Þetta setur okkur í rosalega vonda stöðu, það er bara eins og við höfum ekki farið í gegn um neinar bólusetningar eða neitt. Þetta kemur mjög flatt upp á okkur. Við erum mjög ósáttir,“ segir Arnar. „Það var mjög dapurt hjá okkur í gær“ Hann segir stöðuna eins og í miðjum faraldrinum, áður en bólusetningar hófust. „Maður hefur heyrt það meira að segja frá heilbrigðisstarfsfólki að það er mjög hissa á þessu þar sem það var búist við að fólk myndi sýkjast eftir bólusetningu en engin alvarleg veikindi myndu koma. Þess vegna skiljum við ekki þessar hörðu aðgerðir á okkur. Engan vegin.“ Hann segir stöðuna mikil vonbrigði. „Mjög mikil vonbrigði en við vonum bara að þau átti sig fljótlega á því að smitum fari fækkandi og það verði engin alvarleg veikindi. En þau vissu það alveg þegar bólusetningar fóru af stað að fólk myndi sýkjast af þessu, það myndi bara ekki sýna alvarleg einkenni,“ segir Arnar. Hann segist þegar farinn að finna fyrir takmörkunum. Stemningin í miðbænum í gærkvöld og í nótt hafi verið mjög þung. „Stemningin var þannig að það dró verulega úr öllu upp úr miðnætti þar sem ég held að meginþorri þjóðarinnar hafi haldið að reglurnar ættu að taka gildi í gær, á miðnætti. Þannig að þetta var bara mjög dapurt hjá okkur í gær. Ég vona bara að fólk taki aðeins við sér, mæti aðeins fyrr og hafi gaman og styðji okkur bar- og kráareigendur,“ segir Arnar Þór. Veitingastaðir Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 „Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“ Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn. 22. júlí 2021 21:37 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
„Við skulum nú sjá hvað gerist í efnahagsmálunum, það er kannski ótímabært að segja að við séum í einhverju bakslagi sem muni hafa þar áhrif.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Hljóðið er þungt í veitingamönnum og kráareigendum en Bjarni minnir á að stuðningsaðgerðir við rekstraraðila séu enn í gildi. „Ég held að það sé bara mikilvægt að muna að við erum með í gildi ráðstafanir. Þær eru enn í gildi og grípa þessi tilvik að mínu mati,“ sagði Bjarni. Aðgerðirnar komi bar- og kráareigendum aftur á byrjunarreit Arnar Þór Gíslason, eigandi skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur, segir aðgerðirnar mikið högg fyrir reksturinn. „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur bar- og kráareigendur þar sem þetta kemur okkur næstum á aftur á byrjunarreit frá því áður en lokaði,“ segir Arnar. Hundrað manna samkomutakmark er í gildi á veitinga- og skemmtistöðum og opnunartími hefur verið styttur til klukkan ellefu en allir gestir þurfa að vera komnir út fyrir miðnætti. Þá þarf að þjóna öllum gestum til borðs og einn metri að vera á milli geta. „Þetta setur okkur í rosalega vonda stöðu, það er bara eins og við höfum ekki farið í gegn um neinar bólusetningar eða neitt. Þetta kemur mjög flatt upp á okkur. Við erum mjög ósáttir,“ segir Arnar. „Það var mjög dapurt hjá okkur í gær“ Hann segir stöðuna eins og í miðjum faraldrinum, áður en bólusetningar hófust. „Maður hefur heyrt það meira að segja frá heilbrigðisstarfsfólki að það er mjög hissa á þessu þar sem það var búist við að fólk myndi sýkjast eftir bólusetningu en engin alvarleg veikindi myndu koma. Þess vegna skiljum við ekki þessar hörðu aðgerðir á okkur. Engan vegin.“ Hann segir stöðuna mikil vonbrigði. „Mjög mikil vonbrigði en við vonum bara að þau átti sig fljótlega á því að smitum fari fækkandi og það verði engin alvarleg veikindi. En þau vissu það alveg þegar bólusetningar fóru af stað að fólk myndi sýkjast af þessu, það myndi bara ekki sýna alvarleg einkenni,“ segir Arnar. Hann segist þegar farinn að finna fyrir takmörkunum. Stemningin í miðbænum í gærkvöld og í nótt hafi verið mjög þung. „Stemningin var þannig að það dró verulega úr öllu upp úr miðnætti þar sem ég held að meginþorri þjóðarinnar hafi haldið að reglurnar ættu að taka gildi í gær, á miðnætti. Þannig að þetta var bara mjög dapurt hjá okkur í gær. Ég vona bara að fólk taki aðeins við sér, mæti aðeins fyrr og hafi gaman og styðji okkur bar- og kráareigendur,“ segir Arnar Þór.
Veitingastaðir Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 „Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“ Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn. 22. júlí 2021 21:37 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05
„Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“ Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn. 22. júlí 2021 21:37