Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 07:01 Biles á Ólympíutitil að verja. Laurence Griffiths/Getty Images Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. Upptaka náðist af Biles að framkvæma stökkið sem á ensku kallast Yurchenko double pike vault. Þar lendir fimleikamaðurinn þreföldu heljarstökki frá brettinu, aftur á bak, og í vinklaðri stöðu. Biles náði því í annarri tilraun á æfingunni í gær, eftir að hafa mistekist í þeirri fyrstu. Biles framkvæmdi stökkið á US Classic mótinu í maí, og er eina konan sem hefur gert slíkt. Þá fékk hún einkunnina 16.100 fyrir stökkið sem er næst hæsta einkunn sögunnar. Vilji Biles að stökkið sé nefnt eftir sér þarf hún að framkvæma það á Ólympíuleikunum. Stökkið yrði þá fimmta hreyfingin sem nefnd er í höfuð á Biles. Upprunalega Yurchenko-stökkið er nefnt eftir hinni rússnesku Nataliu Yurchenko sem framkvæmdi það á ÓL 1980 en Biles hefur bætt heljarstökki við þá hreyfingu, sem gerir stökkið einkar frambærilegt, en einnig hættulegt. Þarf að grátbiðja þjálfarann Biles æfði stökkið fyrir bandaríska meistaramótið en sagði þá að hún stífnaði upp í ökklunum við það. Nokkrum vikum síðar sagði Laurent Landi, þjálfari bandaríska fimleikaliðsins, að hann vildi ekki að hún hætti á að meiða sig frekar í ökklunum með því að framkvæma stökkið. Það ber við sama tón nú, þar sem Landis segir stökkið ekki vera áhættunnar virði. NBC hefur eftir Landis: „Ef hún virkilega vill gera það, þarf hún að grátbiðja mig,“ „Fólk virðist gleyma því að þetta er mjög, mjög hættulegt stökk. Að framkvæma það einungis fyrir dýrðarljóma og stig, er hreinlega ekki nóg,“ sagði Landis enn fremur. Landis hefur í það minnsta útilokað að Biles framkvæmi stökkið í undanúrslitum á leikunum þar sem það gæti haft áhrif þegar í úrslitin er komið. Biles neitaði fjölmiðlum um viðtöl eftir æfingu gærdagsins en áhugavert verður að sjá hvað verður á komandi leikum. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira
Upptaka náðist af Biles að framkvæma stökkið sem á ensku kallast Yurchenko double pike vault. Þar lendir fimleikamaðurinn þreföldu heljarstökki frá brettinu, aftur á bak, og í vinklaðri stöðu. Biles náði því í annarri tilraun á æfingunni í gær, eftir að hafa mistekist í þeirri fyrstu. Biles framkvæmdi stökkið á US Classic mótinu í maí, og er eina konan sem hefur gert slíkt. Þá fékk hún einkunnina 16.100 fyrir stökkið sem er næst hæsta einkunn sögunnar. Vilji Biles að stökkið sé nefnt eftir sér þarf hún að framkvæma það á Ólympíuleikunum. Stökkið yrði þá fimmta hreyfingin sem nefnd er í höfuð á Biles. Upprunalega Yurchenko-stökkið er nefnt eftir hinni rússnesku Nataliu Yurchenko sem framkvæmdi það á ÓL 1980 en Biles hefur bætt heljarstökki við þá hreyfingu, sem gerir stökkið einkar frambærilegt, en einnig hættulegt. Þarf að grátbiðja þjálfarann Biles æfði stökkið fyrir bandaríska meistaramótið en sagði þá að hún stífnaði upp í ökklunum við það. Nokkrum vikum síðar sagði Laurent Landi, þjálfari bandaríska fimleikaliðsins, að hann vildi ekki að hún hætti á að meiða sig frekar í ökklunum með því að framkvæma stökkið. Það ber við sama tón nú, þar sem Landis segir stökkið ekki vera áhættunnar virði. NBC hefur eftir Landis: „Ef hún virkilega vill gera það, þarf hún að grátbiðja mig,“ „Fólk virðist gleyma því að þetta er mjög, mjög hættulegt stökk. Að framkvæma það einungis fyrir dýrðarljóma og stig, er hreinlega ekki nóg,“ sagði Landis enn fremur. Landis hefur í það minnsta útilokað að Biles framkvæmi stökkið í undanúrslitum á leikunum þar sem það gæti haft áhrif þegar í úrslitin er komið. Biles neitaði fjölmiðlum um viðtöl eftir æfingu gærdagsins en áhugavert verður að sjá hvað verður á komandi leikum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira