Mikil aukning í innbrotum og eignaspjöllum milli mánaða Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2021 11:04 Hegningarlagabrot voru fleiri í júní en í maí. VÍSIR/EGILL Hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu voru 955 í júní samkvæmt mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það er fjölgun frá síðasta mánuði. Tilkynningum um innbrot og eignaspjöll hefur fjölgað mikið en ofbeldisbrotum hefur fækkað. Tilkynningum um innbrot fjölgaði á milli mánaða og fjölgaði innbrotum á heimili mest. Alls var tilkynnt um 59 innbrot á heimili í júní en ekki hafa borist jafn margar tilkynningar í einum mánuði frá desember 2018. Heildarfjöldi innbrota það sem af er ári er þó svipaður og síðustu tvö ár á undan. Flest innbrot á heimili áttu sér stað á svæði lögreglustöðvar 1, sem nær yfir Miðborg, Vesturbæ, Seltjarnarnes, Háaleiti, Hlíðar og Laugardal. Töluverð fjölgun hefur verið á tilkynningum um eignarspjöll á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru 177 tilkynningar skráðar í júní sem eru umtalsvert fleiri tilkynningar en síðustu mánuði á undan. Líta þarf aftur til október 2010 til þess að finna álíka margar tilkynningar um eignarspjöll líkt og bárust í júní. Ekki bara neikvæðar fréttir Tilkynnt var um 116 ofbeldisbrot í júní. Það eru færri tilkynningar en í maí. Það sem af er ári hafa borist álíka margar tilkynningar um ofbeldisbrot líkt og bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan. Tilvikum þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi fjölgaði nokkuð á milli mánaða. Alls voru átta slík brot skráð í júní. Tilkynningum um heimilisofbeldi fækkaði nokkuð á milli mánaða. Alls voru skráðar 57 tilkynningar í júní. Það sem af er ári hafa hins vegar borist um 18 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði á milli mánaða. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fækkaði einnig á milli mánaða líkt og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Í júní voru skráð 708 umferðarlagabrot, að hraðamyndavélum undanskildum. Það sem af er ári hafa verið skráð um 24 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Tilkynningum um innbrot fjölgaði á milli mánaða og fjölgaði innbrotum á heimili mest. Alls var tilkynnt um 59 innbrot á heimili í júní en ekki hafa borist jafn margar tilkynningar í einum mánuði frá desember 2018. Heildarfjöldi innbrota það sem af er ári er þó svipaður og síðustu tvö ár á undan. Flest innbrot á heimili áttu sér stað á svæði lögreglustöðvar 1, sem nær yfir Miðborg, Vesturbæ, Seltjarnarnes, Háaleiti, Hlíðar og Laugardal. Töluverð fjölgun hefur verið á tilkynningum um eignarspjöll á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru 177 tilkynningar skráðar í júní sem eru umtalsvert fleiri tilkynningar en síðustu mánuði á undan. Líta þarf aftur til október 2010 til þess að finna álíka margar tilkynningar um eignarspjöll líkt og bárust í júní. Ekki bara neikvæðar fréttir Tilkynnt var um 116 ofbeldisbrot í júní. Það eru færri tilkynningar en í maí. Það sem af er ári hafa borist álíka margar tilkynningar um ofbeldisbrot líkt og bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan. Tilvikum þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi fjölgaði nokkuð á milli mánaða. Alls voru átta slík brot skráð í júní. Tilkynningum um heimilisofbeldi fækkaði nokkuð á milli mánaða. Alls voru skráðar 57 tilkynningar í júní. Það sem af er ári hafa hins vegar borist um 18 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði á milli mánaða. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fækkaði einnig á milli mánaða líkt og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Í júní voru skráð 708 umferðarlagabrot, að hraðamyndavélum undanskildum. Það sem af er ári hafa verið skráð um 24 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira