„Ég hefði getað farið í ofurlið og orðið meistari en ég vildi gera það hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 09:06 NBA-meistarinn og verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins 2021, Giannis Antetokounmpo. Justin Casterline/Getty Images Giannis Antetokounmpo var eðlilega hátt uppi er hann ræddi við blaðamenn að loknum stórbrotnum leik sínum sem tryggði Milwaukee Bucks sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár. Milwaukee Bucks varð í nótt NBA-meistari í annað skipti í sögu félagsins. Liðið vann 105-98 sigur á Phoenix Suns og vann þar með einvígi liðanna 4-2 eftir að lenda 0-2 undir. Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, átti stórkostlegan leik í nótt. Hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og hindraði fimm skot. The @Bucks celebrate! #ThatsGame pic.twitter.com/e7fC7XWmRl— NBA (@NBA) July 21, 2021 Hann var á endanum valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins svo eðlilega var hann mjög hátt uppi er hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. „Ég vil þakka Milwaukee fyrir að trúa á mig. Ég vil þakka liðsfélögunum, þeir spiluðu hart í hverjum einasta leik. Ég treysti þessu liði. Ég vildi ná þessu hér, í Milwaukee. Ég vildi gera það með þessum gaurum, ég er svo ánægður. Ég er ánægður með að við náðum að vinna.“ "There was a job that had to be finished...This is my city. They trust me. They believe in me. They believe in us." @MotorolaUS | #FearTheDeer pic.twitter.com/joAsLKqgO7— Milwaukee Bucks (@Bucks) July 21, 2021 Khris Middleton og Giannis hafa verið samherjar hjá Bucks undanfarin átta ár. Þeir komu þangað sem óharðnaðir ungir menn en eru í dag NBA-meistarar. „Khris, við gerðum það maður. Ég er glaður glaður maður. Þessi gaur veit ekki hversu mikið hann ýtti mér áfram. Hann ýtti mér hvern dag áfram. Ég er glaður að geta stigið út á völl og spilað hverja einustu mínútu með þessum gaur og liðinu sjálfu en sérstaklega Khris.“ Vonbrigði síðasta tímabils hvöttu liðið áfram Milwaukee steinlá gegn Miami Heat í undanúrslitum Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð er keppt var í hinni frægu „sóttvarnarbúbblu“ í Disney World. Þau vonbrigði kveiktu neista hjá Giannis sem rak hann áfram á þessari leiktíð. „Þegar við komum til baka hugsaði ég með mér að þetta væri mín borg. Þau treysta á mig, þau hafa trú á mér og okkur. Meira að segja þegar við töpuðum í fyrra. Ég vildi klára verkefnið hér og vinna meistaratitil. Það er þrjóska hliðin á mér, það er auðvelt að fara annað og vinna titil með einhverjum öðrum. Ég hefði getað farið í ofurlið, gert það sem ég geri og unnið titil en þetta er erfiða leiðin og leiðin sem ég ákvað að fara,“ sagði Giannis um ákvörðun sína að vera áfram í Milwaukee og að vinna loks titil með liðinu. „Trúðu bara á það sem þú ert að gera. Haltu áfram að vinna að markmiðum þínum. Ekki láta neinn segja þér hvað þú getur og getur ekki. Fólk sagði að ég gæti ekki hitt úr vítaskotum, ég hitti úr vítaskotunum í kvöld og er meistari,“ sagði Giannis við mikla gleði viðstaddra en hann hefur verið gagnrýndur fyrir lélega nýtingu á vítalínunni. "People told me I can't make free throws. I made my free throws tonight & I'm a freakin' Champion!" @MotorolaUS | #FearTheDeer pic.twitter.com/q8oOpvm6Xf— Milwaukee Bucks (@Bucks) July 21, 2021 „Ég hitti úr þeim þegar ég átti að hitta úr þeim. Ég er að djóka, en samt ekki. Bara almenn trú og von. Ég vona að ég gefi fólki frá Afríku og Evrópu von, von um að það sé hægt.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Milwaukee Bucks NBA-meistari í fyrsta sinn í 50 ár Milwaukee Bucks er NBA-meistari í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Phoenix Suns í nótt, lokatölur 105-98. 21. júlí 2021 07:31 Söguleg frammistaða Giannis sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins Giannis Antetokounmpo skoraði 50 stig er Milwaukee Bucks tryggði sér meistaratitilinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis var valinn verðmætasti leikmaður einvígisins að leik loknum. 21. júlí 2021 08:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Milwaukee Bucks varð í nótt NBA-meistari í annað skipti í sögu félagsins. Liðið vann 105-98 sigur á Phoenix Suns og vann þar með einvígi liðanna 4-2 eftir að lenda 0-2 undir. Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, átti stórkostlegan leik í nótt. Hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og hindraði fimm skot. The @Bucks celebrate! #ThatsGame pic.twitter.com/e7fC7XWmRl— NBA (@NBA) July 21, 2021 Hann var á endanum valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins svo eðlilega var hann mjög hátt uppi er hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. „Ég vil þakka Milwaukee fyrir að trúa á mig. Ég vil þakka liðsfélögunum, þeir spiluðu hart í hverjum einasta leik. Ég treysti þessu liði. Ég vildi ná þessu hér, í Milwaukee. Ég vildi gera það með þessum gaurum, ég er svo ánægður. Ég er ánægður með að við náðum að vinna.“ "There was a job that had to be finished...This is my city. They trust me. They believe in me. They believe in us." @MotorolaUS | #FearTheDeer pic.twitter.com/joAsLKqgO7— Milwaukee Bucks (@Bucks) July 21, 2021 Khris Middleton og Giannis hafa verið samherjar hjá Bucks undanfarin átta ár. Þeir komu þangað sem óharðnaðir ungir menn en eru í dag NBA-meistarar. „Khris, við gerðum það maður. Ég er glaður glaður maður. Þessi gaur veit ekki hversu mikið hann ýtti mér áfram. Hann ýtti mér hvern dag áfram. Ég er glaður að geta stigið út á völl og spilað hverja einustu mínútu með þessum gaur og liðinu sjálfu en sérstaklega Khris.“ Vonbrigði síðasta tímabils hvöttu liðið áfram Milwaukee steinlá gegn Miami Heat í undanúrslitum Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð er keppt var í hinni frægu „sóttvarnarbúbblu“ í Disney World. Þau vonbrigði kveiktu neista hjá Giannis sem rak hann áfram á þessari leiktíð. „Þegar við komum til baka hugsaði ég með mér að þetta væri mín borg. Þau treysta á mig, þau hafa trú á mér og okkur. Meira að segja þegar við töpuðum í fyrra. Ég vildi klára verkefnið hér og vinna meistaratitil. Það er þrjóska hliðin á mér, það er auðvelt að fara annað og vinna titil með einhverjum öðrum. Ég hefði getað farið í ofurlið, gert það sem ég geri og unnið titil en þetta er erfiða leiðin og leiðin sem ég ákvað að fara,“ sagði Giannis um ákvörðun sína að vera áfram í Milwaukee og að vinna loks titil með liðinu. „Trúðu bara á það sem þú ert að gera. Haltu áfram að vinna að markmiðum þínum. Ekki láta neinn segja þér hvað þú getur og getur ekki. Fólk sagði að ég gæti ekki hitt úr vítaskotum, ég hitti úr vítaskotunum í kvöld og er meistari,“ sagði Giannis við mikla gleði viðstaddra en hann hefur verið gagnrýndur fyrir lélega nýtingu á vítalínunni. "People told me I can't make free throws. I made my free throws tonight & I'm a freakin' Champion!" @MotorolaUS | #FearTheDeer pic.twitter.com/q8oOpvm6Xf— Milwaukee Bucks (@Bucks) July 21, 2021 „Ég hitti úr þeim þegar ég átti að hitta úr þeim. Ég er að djóka, en samt ekki. Bara almenn trú og von. Ég vona að ég gefi fólki frá Afríku og Evrópu von, von um að það sé hægt.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Milwaukee Bucks NBA-meistari í fyrsta sinn í 50 ár Milwaukee Bucks er NBA-meistari í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Phoenix Suns í nótt, lokatölur 105-98. 21. júlí 2021 07:31 Söguleg frammistaða Giannis sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins Giannis Antetokounmpo skoraði 50 stig er Milwaukee Bucks tryggði sér meistaratitilinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis var valinn verðmætasti leikmaður einvígisins að leik loknum. 21. júlí 2021 08:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Milwaukee Bucks NBA-meistari í fyrsta sinn í 50 ár Milwaukee Bucks er NBA-meistari í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Phoenix Suns í nótt, lokatölur 105-98. 21. júlí 2021 07:31
Söguleg frammistaða Giannis sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins Giannis Antetokounmpo skoraði 50 stig er Milwaukee Bucks tryggði sér meistaratitilinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis var valinn verðmætasti leikmaður einvígisins að leik loknum. 21. júlí 2021 08:00