Vopnað rán og hópárás í miðbænum Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 06:32 Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum útköllum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Upp úr klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um vopnað rán í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Maður hafði ógnað starfsmanni með brotinni glerflösku og rænt peningum. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að en fannst seinna um kvöldið. Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var nokkur erill í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum um sexleytið. Þrír menn höfðu ráðist á einn. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglumenn komu en vitað er hverjir þeir eru. Brotaþoli hlaut ekki alvarlega áverka af árásinni og leitaði sjálfur á slysadeild. Nokkuð um útköll vegna ölvunar Upp úr ellefu óskuðu dyraverðir á skemmtistað í miðbænum eftir aðstoð lögreglu við að vísa tveimur gestum út af staðnum, þeir höfðu verið að ögra dyravörðum og neituðu að yfirgefa staðinn. Eftir tiltal lögreglumanna samþykktu gestirnir að yfirgefa staðinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mjög ölvaðan mann vera að angra gangandi vegfarendur. Eftir viðræður við lögreglumenn fór maðurinn til síns heima. Klukkutíma síðar var tilkynnt um mann sem svaf ölvunarsvefni á veitingastað. Sá treysti sér til að labba heim eftir að hafa verið vakinn af lögreglu. Rétt fyrir lokun skemmtistaða klukkan eitt var óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í Laugardal þar sem maður var til vandræða. Lögreglumenn ræddu við manninn og vísuðu honum á brott. Eftirlýstur maður reyndi að fara huldu höfði Klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Árbæ en engin slys urðu á fólki. Annar ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera ekki með gild ökuréttindi, hann var handtekinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mann, með klút fyrir andlitinu, vera að reyna að komast inn í bifreiðar í Árbæ. Lögreglumenn fundu manninn sem reyndist einnig vera eftirlýstur og í annarlegu ástandi. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um ölvunarakstur. Þeir voru báðir færðir á lögreglustöð en látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var nokkur erill í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum um sexleytið. Þrír menn höfðu ráðist á einn. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglumenn komu en vitað er hverjir þeir eru. Brotaþoli hlaut ekki alvarlega áverka af árásinni og leitaði sjálfur á slysadeild. Nokkuð um útköll vegna ölvunar Upp úr ellefu óskuðu dyraverðir á skemmtistað í miðbænum eftir aðstoð lögreglu við að vísa tveimur gestum út af staðnum, þeir höfðu verið að ögra dyravörðum og neituðu að yfirgefa staðinn. Eftir tiltal lögreglumanna samþykktu gestirnir að yfirgefa staðinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mjög ölvaðan mann vera að angra gangandi vegfarendur. Eftir viðræður við lögreglumenn fór maðurinn til síns heima. Klukkutíma síðar var tilkynnt um mann sem svaf ölvunarsvefni á veitingastað. Sá treysti sér til að labba heim eftir að hafa verið vakinn af lögreglu. Rétt fyrir lokun skemmtistaða klukkan eitt var óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í Laugardal þar sem maður var til vandræða. Lögreglumenn ræddu við manninn og vísuðu honum á brott. Eftirlýstur maður reyndi að fara huldu höfði Klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Árbæ en engin slys urðu á fólki. Annar ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera ekki með gild ökuréttindi, hann var handtekinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mann, með klút fyrir andlitinu, vera að reyna að komast inn í bifreiðar í Árbæ. Lögreglumenn fundu manninn sem reyndist einnig vera eftirlýstur og í annarlegu ástandi. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um ölvunarakstur. Þeir voru báðir færðir á lögreglustöð en látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira