Sá fyrsti í NHL til að koma út úr skápnum Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2021 07:02 Luke Prokop er fyrsti NHL-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum. Hvorki hefur núspilandi, né fyrrum leikmaður í deildinni gert slíkt. Marissa Baecker/Getty Images Luke Prokop, 19 ára gamall íshokkíleikmaður Nashville Predators í bandarísku NHL-deildinni, varð í gær sá fyrsti í sögu deildarinnar til að koma út úr skápnum. Prokop greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sagði meðal annars: „Þetta hefur verið mikið ferðalag að komast á þennan stað í lífinu, en ég gæti ekki verið ánægðari með þá ákvörðun að koma út,“ „Frá unga aldri hefur mig dreymt um að vera NHL-leikmaður, og ég trúi því að með því að vera ekki í felum og mæta með óbrotið sjálf á svellið muni bæta líkur mínar á að sækjast eftir draumum mínum.“ segir enn fremur í færslu Prokops á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Luke Prokop (@lukeprokop_) Enginn NHL-leikmaður, hvorki á meðal fyrrum leikmanna, né þeirra sem nú eru í deildinni, hefur komið út úr skápnum. Prokop sagði í viðtali við ESPN að hann hafi átt í vandræðum á síðustu leiktíð og þessi ákvörðun muni hjálpa honum í íþróttinni. Hann hafi tekið ákvörðunina um að koma út í apríl síðastliðnum. „Ég lá í rúminu eina nóttina, og hafði eytt stefnumótaappi úr símanum mínum í fjórða eða fimmta sinn, og fann til gríðarlegrar gremju því ég gat ekki verið ég sjálfur,“ „Á því augnabliki sagði ég, „nóg er nóg. Ég samþykki sjálfan mig eins og ég er. Ég vil lifa eftir mínu eigin höfði, og taka sjálfan mig í sátt sem samkynhneigðan mann,“.“ Líkt og fram hefur komið er Prokop fyrsti leikmaðurinn í NHL sem kemur út úr skápnum. Hann fetar í fótspor ruðningsmannsins Carls Nassib sem varð fyrr í sumar fyrsti NFL-leikmaðurinn til að taka það skref. Prokop var valinn af Nashville -liðinu í þriðju umferð nýliðavalsins á síðasta ári. Bandaríkin Íshokkí Hinsegin Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Prokop greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sagði meðal annars: „Þetta hefur verið mikið ferðalag að komast á þennan stað í lífinu, en ég gæti ekki verið ánægðari með þá ákvörðun að koma út,“ „Frá unga aldri hefur mig dreymt um að vera NHL-leikmaður, og ég trúi því að með því að vera ekki í felum og mæta með óbrotið sjálf á svellið muni bæta líkur mínar á að sækjast eftir draumum mínum.“ segir enn fremur í færslu Prokops á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Luke Prokop (@lukeprokop_) Enginn NHL-leikmaður, hvorki á meðal fyrrum leikmanna, né þeirra sem nú eru í deildinni, hefur komið út úr skápnum. Prokop sagði í viðtali við ESPN að hann hafi átt í vandræðum á síðustu leiktíð og þessi ákvörðun muni hjálpa honum í íþróttinni. Hann hafi tekið ákvörðunina um að koma út í apríl síðastliðnum. „Ég lá í rúminu eina nóttina, og hafði eytt stefnumótaappi úr símanum mínum í fjórða eða fimmta sinn, og fann til gríðarlegrar gremju því ég gat ekki verið ég sjálfur,“ „Á því augnabliki sagði ég, „nóg er nóg. Ég samþykki sjálfan mig eins og ég er. Ég vil lifa eftir mínu eigin höfði, og taka sjálfan mig í sátt sem samkynhneigðan mann,“.“ Líkt og fram hefur komið er Prokop fyrsti leikmaðurinn í NHL sem kemur út úr skápnum. Hann fetar í fótspor ruðningsmannsins Carls Nassib sem varð fyrr í sumar fyrsti NFL-leikmaðurinn til að taka það skref. Prokop var valinn af Nashville -liðinu í þriðju umferð nýliðavalsins á síðasta ári.
Bandaríkin Íshokkí Hinsegin Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira