Allsendis óvíst hvernig Íslendingar taka Glerársandi Snorri Másson skrifar 19. júlí 2021 20:45 Akureyringurinn Baldvin Z er með nýja seríu á leiðinni, Svörtusanda. Stöð 2 Íslenskir áhorfendur eru líklegir til að klóra sér í kollinum sem aldrei fyrr yfir skáldaða og margsamsetta bænum Glerársandi, sem er sögusvið einnar metnaðarfyllstu sjónvarpsseríu síðari tíma hér á landi. Leikstjórinn segir að serían verði „ógeðslega spennandi.“ Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan er nú rekið sjúkrahús og lögreglustöð í Víðinesi á Kjalarnesi rétt suðvestur af Esjunni, eða svo virðist alla vega vera við fyrstu sýn. Í raun og veru er þetta allt saman til sýnis; þetta er hluti af sannfærandi leikmynd sem komið hefur verið fyrir í gamla vistheimilinu, þar sem verið er að leggja lokahönd á tökur á einu allra stærsta kvikmyndaverkefni ársins á Íslandi. Það eru sjónvarpsþættirnir Svörtusandar og sjúkrahúsið og lögreglustöðin verða samkvæmt söguheiminum staðsettir í bæ sem er skáldaður frá grunni, Glerársandi. „Þetta er „dark romantic thriller“ sem segir frá ástum og örlögum fólks í litlu smáþorpi úti á landi, sem við köllum Glerársanda. Þannig að við bjuggum til nýtt þorp á Íslandi. Ég veit ekki hvernig það á eftir að leggjast í fólkið, en þetta er afar spennandi sjónvarpssería sem hefur verið í tökum bara núna síðan í byrjun apríl.“ Leikstjórinn segir að í raun sé líklega verið að fremja Íslandsmet í að skálda saman sögusvið. Saga fyrir Íslendinga, en útlenskir áhorfendur fá vissulega að sjá landið Þættirnir verða átta talsins og verða frumsýndir á Stöð 2 - en einnig hefur verið samið við fjölda erlendra sjónvarpsstöðva um sýningarréttinn. Svörtusandar eru stærsta verkefni sem Baldvin Z hefur tekist á við frá upphafi og er hann þó ábyrgur fyrir stórmyndum á borð við Vonarstræti og Lof mér að falla. „Þetta er saga fyrir Íslendinga, og þetta er saga fyrir eiginlega bara alla.” Í Svörtusöndum finnst lík á sekúndu þrettán, þetta eru spennuþættir og útlendingar sem horfa fá að sjá Ísland - en í kvikmyndatökunni og frásagnaraðferðinni kveður að sögn leikstjórans við nýjan tón í íslenskri kvikmyndagerð. „Ég held að við nálgumst það bara á áhugaverðan hátt í þessari seríu. Útlendingar fá alveg að sjá Ísland, það er engin spurning, en það sem við gerðum sem er mjög skemmtilegt í þessari seríu er að við grípum andrúmsloftið í kringum Kirkjubæjarklaustur og Vík. Fyrstu fjórir þættirnir á meðan við erum að byggja undir það sem koma skal dettur umhverfið hægt og rólega út og persónurnar taka við.” Áður en áhorfendur vita af verði þeir búnir að vera djúpt sokknir í sálarlíf aðalpersónanna þáttum saman, en þær eru eru meðal annars leiknar af Aldísi Amah Hamilton, Þór Tulinius og Aroni Má Ólafssyni. “Ég ætla að segja þau stóru orð að við séum að fara í spennuseríu sem er bara ógeðslega spennandi. Þetta fjallar ekki um hver er morðinginn heldur bara hvað kom fyrir þetta fólk.” Ný Netflix-sería Baltasars Kormáks, Katla, er tekin upp á svipuðum slóðum en staðsetningarnar eru ólíkar. Baldvin segir að sú sería hafi ekki gert nema opna sviðið fyrir fleiri seríum í svipuðum anda. Mýrdalshreppur Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Skaftárhreppur Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Sjá meira
Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan er nú rekið sjúkrahús og lögreglustöð í Víðinesi á Kjalarnesi rétt suðvestur af Esjunni, eða svo virðist alla vega vera við fyrstu sýn. Í raun og veru er þetta allt saman til sýnis; þetta er hluti af sannfærandi leikmynd sem komið hefur verið fyrir í gamla vistheimilinu, þar sem verið er að leggja lokahönd á tökur á einu allra stærsta kvikmyndaverkefni ársins á Íslandi. Það eru sjónvarpsþættirnir Svörtusandar og sjúkrahúsið og lögreglustöðin verða samkvæmt söguheiminum staðsettir í bæ sem er skáldaður frá grunni, Glerársandi. „Þetta er „dark romantic thriller“ sem segir frá ástum og örlögum fólks í litlu smáþorpi úti á landi, sem við köllum Glerársanda. Þannig að við bjuggum til nýtt þorp á Íslandi. Ég veit ekki hvernig það á eftir að leggjast í fólkið, en þetta er afar spennandi sjónvarpssería sem hefur verið í tökum bara núna síðan í byrjun apríl.“ Leikstjórinn segir að í raun sé líklega verið að fremja Íslandsmet í að skálda saman sögusvið. Saga fyrir Íslendinga, en útlenskir áhorfendur fá vissulega að sjá landið Þættirnir verða átta talsins og verða frumsýndir á Stöð 2 - en einnig hefur verið samið við fjölda erlendra sjónvarpsstöðva um sýningarréttinn. Svörtusandar eru stærsta verkefni sem Baldvin Z hefur tekist á við frá upphafi og er hann þó ábyrgur fyrir stórmyndum á borð við Vonarstræti og Lof mér að falla. „Þetta er saga fyrir Íslendinga, og þetta er saga fyrir eiginlega bara alla.” Í Svörtusöndum finnst lík á sekúndu þrettán, þetta eru spennuþættir og útlendingar sem horfa fá að sjá Ísland - en í kvikmyndatökunni og frásagnaraðferðinni kveður að sögn leikstjórans við nýjan tón í íslenskri kvikmyndagerð. „Ég held að við nálgumst það bara á áhugaverðan hátt í þessari seríu. Útlendingar fá alveg að sjá Ísland, það er engin spurning, en það sem við gerðum sem er mjög skemmtilegt í þessari seríu er að við grípum andrúmsloftið í kringum Kirkjubæjarklaustur og Vík. Fyrstu fjórir þættirnir á meðan við erum að byggja undir það sem koma skal dettur umhverfið hægt og rólega út og persónurnar taka við.” Áður en áhorfendur vita af verði þeir búnir að vera djúpt sokknir í sálarlíf aðalpersónanna þáttum saman, en þær eru eru meðal annars leiknar af Aldísi Amah Hamilton, Þór Tulinius og Aroni Má Ólafssyni. “Ég ætla að segja þau stóru orð að við séum að fara í spennuseríu sem er bara ógeðslega spennandi. Þetta fjallar ekki um hver er morðinginn heldur bara hvað kom fyrir þetta fólk.” Ný Netflix-sería Baltasars Kormáks, Katla, er tekin upp á svipuðum slóðum en staðsetningarnar eru ólíkar. Baldvin segir að sú sería hafi ekki gert nema opna sviðið fyrir fleiri seríum í svipuðum anda.
Mýrdalshreppur Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Skaftárhreppur Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Sjá meira