Allsendis óvíst hvernig Íslendingar taka Glerársandi Snorri Másson skrifar 19. júlí 2021 20:45 Akureyringurinn Baldvin Z er með nýja seríu á leiðinni, Svörtusanda. Stöð 2 Íslenskir áhorfendur eru líklegir til að klóra sér í kollinum sem aldrei fyrr yfir skáldaða og margsamsetta bænum Glerársandi, sem er sögusvið einnar metnaðarfyllstu sjónvarpsseríu síðari tíma hér á landi. Leikstjórinn segir að serían verði „ógeðslega spennandi.“ Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan er nú rekið sjúkrahús og lögreglustöð í Víðinesi á Kjalarnesi rétt suðvestur af Esjunni, eða svo virðist alla vega vera við fyrstu sýn. Í raun og veru er þetta allt saman til sýnis; þetta er hluti af sannfærandi leikmynd sem komið hefur verið fyrir í gamla vistheimilinu, þar sem verið er að leggja lokahönd á tökur á einu allra stærsta kvikmyndaverkefni ársins á Íslandi. Það eru sjónvarpsþættirnir Svörtusandar og sjúkrahúsið og lögreglustöðin verða samkvæmt söguheiminum staðsettir í bæ sem er skáldaður frá grunni, Glerársandi. „Þetta er „dark romantic thriller“ sem segir frá ástum og örlögum fólks í litlu smáþorpi úti á landi, sem við köllum Glerársanda. Þannig að við bjuggum til nýtt þorp á Íslandi. Ég veit ekki hvernig það á eftir að leggjast í fólkið, en þetta er afar spennandi sjónvarpssería sem hefur verið í tökum bara núna síðan í byrjun apríl.“ Leikstjórinn segir að í raun sé líklega verið að fremja Íslandsmet í að skálda saman sögusvið. Saga fyrir Íslendinga, en útlenskir áhorfendur fá vissulega að sjá landið Þættirnir verða átta talsins og verða frumsýndir á Stöð 2 - en einnig hefur verið samið við fjölda erlendra sjónvarpsstöðva um sýningarréttinn. Svörtusandar eru stærsta verkefni sem Baldvin Z hefur tekist á við frá upphafi og er hann þó ábyrgur fyrir stórmyndum á borð við Vonarstræti og Lof mér að falla. „Þetta er saga fyrir Íslendinga, og þetta er saga fyrir eiginlega bara alla.” Í Svörtusöndum finnst lík á sekúndu þrettán, þetta eru spennuþættir og útlendingar sem horfa fá að sjá Ísland - en í kvikmyndatökunni og frásagnaraðferðinni kveður að sögn leikstjórans við nýjan tón í íslenskri kvikmyndagerð. „Ég held að við nálgumst það bara á áhugaverðan hátt í þessari seríu. Útlendingar fá alveg að sjá Ísland, það er engin spurning, en það sem við gerðum sem er mjög skemmtilegt í þessari seríu er að við grípum andrúmsloftið í kringum Kirkjubæjarklaustur og Vík. Fyrstu fjórir þættirnir á meðan við erum að byggja undir það sem koma skal dettur umhverfið hægt og rólega út og persónurnar taka við.” Áður en áhorfendur vita af verði þeir búnir að vera djúpt sokknir í sálarlíf aðalpersónanna þáttum saman, en þær eru eru meðal annars leiknar af Aldísi Amah Hamilton, Þór Tulinius og Aroni Má Ólafssyni. “Ég ætla að segja þau stóru orð að við séum að fara í spennuseríu sem er bara ógeðslega spennandi. Þetta fjallar ekki um hver er morðinginn heldur bara hvað kom fyrir þetta fólk.” Ný Netflix-sería Baltasars Kormáks, Katla, er tekin upp á svipuðum slóðum en staðsetningarnar eru ólíkar. Baldvin segir að sú sería hafi ekki gert nema opna sviðið fyrir fleiri seríum í svipuðum anda. Mýrdalshreppur Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Skaftárhreppur Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Góðar gallabuxur og gen eða rasískir undirtónar? Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Sjá meira
Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan er nú rekið sjúkrahús og lögreglustöð í Víðinesi á Kjalarnesi rétt suðvestur af Esjunni, eða svo virðist alla vega vera við fyrstu sýn. Í raun og veru er þetta allt saman til sýnis; þetta er hluti af sannfærandi leikmynd sem komið hefur verið fyrir í gamla vistheimilinu, þar sem verið er að leggja lokahönd á tökur á einu allra stærsta kvikmyndaverkefni ársins á Íslandi. Það eru sjónvarpsþættirnir Svörtusandar og sjúkrahúsið og lögreglustöðin verða samkvæmt söguheiminum staðsettir í bæ sem er skáldaður frá grunni, Glerársandi. „Þetta er „dark romantic thriller“ sem segir frá ástum og örlögum fólks í litlu smáþorpi úti á landi, sem við köllum Glerársanda. Þannig að við bjuggum til nýtt þorp á Íslandi. Ég veit ekki hvernig það á eftir að leggjast í fólkið, en þetta er afar spennandi sjónvarpssería sem hefur verið í tökum bara núna síðan í byrjun apríl.“ Leikstjórinn segir að í raun sé líklega verið að fremja Íslandsmet í að skálda saman sögusvið. Saga fyrir Íslendinga, en útlenskir áhorfendur fá vissulega að sjá landið Þættirnir verða átta talsins og verða frumsýndir á Stöð 2 - en einnig hefur verið samið við fjölda erlendra sjónvarpsstöðva um sýningarréttinn. Svörtusandar eru stærsta verkefni sem Baldvin Z hefur tekist á við frá upphafi og er hann þó ábyrgur fyrir stórmyndum á borð við Vonarstræti og Lof mér að falla. „Þetta er saga fyrir Íslendinga, og þetta er saga fyrir eiginlega bara alla.” Í Svörtusöndum finnst lík á sekúndu þrettán, þetta eru spennuþættir og útlendingar sem horfa fá að sjá Ísland - en í kvikmyndatökunni og frásagnaraðferðinni kveður að sögn leikstjórans við nýjan tón í íslenskri kvikmyndagerð. „Ég held að við nálgumst það bara á áhugaverðan hátt í þessari seríu. Útlendingar fá alveg að sjá Ísland, það er engin spurning, en það sem við gerðum sem er mjög skemmtilegt í þessari seríu er að við grípum andrúmsloftið í kringum Kirkjubæjarklaustur og Vík. Fyrstu fjórir þættirnir á meðan við erum að byggja undir það sem koma skal dettur umhverfið hægt og rólega út og persónurnar taka við.” Áður en áhorfendur vita af verði þeir búnir að vera djúpt sokknir í sálarlíf aðalpersónanna þáttum saman, en þær eru eru meðal annars leiknar af Aldísi Amah Hamilton, Þór Tulinius og Aroni Má Ólafssyni. “Ég ætla að segja þau stóru orð að við séum að fara í spennuseríu sem er bara ógeðslega spennandi. Þetta fjallar ekki um hver er morðinginn heldur bara hvað kom fyrir þetta fólk.” Ný Netflix-sería Baltasars Kormáks, Katla, er tekin upp á svipuðum slóðum en staðsetningarnar eru ólíkar. Baldvin segir að sú sería hafi ekki gert nema opna sviðið fyrir fleiri seríum í svipuðum anda.
Mýrdalshreppur Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Skaftárhreppur Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Góðar gallabuxur og gen eða rasískir undirtónar? Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Sjá meira