Gosmóða frá Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær: „Við sendum Færeyingum góðar kveðjur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. júlí 2021 14:10 Frá gosinu í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Nokkur gosmóða er á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum, sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun, er ráðlegt að fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Gosmóða frá gosinu í Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær. Elísabet Inga Sigurðardóttir Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu líklega margir varir við gosmóðu á leið til vinnu í morgun, en nokkuð há gildi á brennisteinsdíoxíð og súlfötum hafa mælst í borginni og í Hvalfirði frá því árla morgun. Ung börn skulu ekki sofa utandyra Samkvæmt ábendingum frá Veðurstofunni skulu einstaklingar sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Þá getur aukinna áhrifa gætt þegar fólk erfiðar utandyra. Áhugasömum er bent á að skoða vefsíðu Umhverfisstofnunar þar sem hægt er að fylgjast með gildum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að gosmóðan komi ekki beint frá gosstöðvunum í Geldingadölum heldur sé um eldri gasmökk að ræða. „Þetta er bara vindáttin sem ræður þessu og eins og núna þegar þetta kemur til okkar þá er þetta að koma utan af sjó. Þetta er hæg vestanátt og þetta mallar svona yfir okkur.“ Sendir Færeyingum góðar kveðjur Hún segir erfitt að spá fyrir um hversu lengi megi búast við að móðan geri sig heimakomna hér á landi, og það fari helst eftir veðri og vindum. Hún segir almenna ráðið, til þess að forðast að verða fyrir áhrifum móðunnar, að halda sig innan dyra. „Þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á heilsuhrausta einstaklinga eða einstaklinga sem eru ekki viðkvæmir fyrir loftögnum. Þetta getur haft áhrif á þá sem eru með einhvers konar öndunarörðugleika eða sjúkdóma.“ Þá hafi gosmóðan sem rekja má til gossins í geldingadölum mælst í Færeyjum í gær og sendir Veðurstofan Færeyingum góðar kveðjur. Salóme segir jafnframt að við séum ekki ein að kljást við gosmóðu, en móðan sé viðvarandi ástand á Hawaii. Þar séu gefnir út leiðbeiningabæklingar fyrir almenning og er nú í skoðun að gefa út svipaðar leiðbeiningar til almennings hérlendis. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu líklega margir varir við gosmóðu á leið til vinnu í morgun, en nokkuð há gildi á brennisteinsdíoxíð og súlfötum hafa mælst í borginni og í Hvalfirði frá því árla morgun. Ung börn skulu ekki sofa utandyra Samkvæmt ábendingum frá Veðurstofunni skulu einstaklingar sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Þá getur aukinna áhrifa gætt þegar fólk erfiðar utandyra. Áhugasömum er bent á að skoða vefsíðu Umhverfisstofnunar þar sem hægt er að fylgjast með gildum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að gosmóðan komi ekki beint frá gosstöðvunum í Geldingadölum heldur sé um eldri gasmökk að ræða. „Þetta er bara vindáttin sem ræður þessu og eins og núna þegar þetta kemur til okkar þá er þetta að koma utan af sjó. Þetta er hæg vestanátt og þetta mallar svona yfir okkur.“ Sendir Færeyingum góðar kveðjur Hún segir erfitt að spá fyrir um hversu lengi megi búast við að móðan geri sig heimakomna hér á landi, og það fari helst eftir veðri og vindum. Hún segir almenna ráðið, til þess að forðast að verða fyrir áhrifum móðunnar, að halda sig innan dyra. „Þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á heilsuhrausta einstaklinga eða einstaklinga sem eru ekki viðkvæmir fyrir loftögnum. Þetta getur haft áhrif á þá sem eru með einhvers konar öndunarörðugleika eða sjúkdóma.“ Þá hafi gosmóðan sem rekja má til gossins í geldingadölum mælst í Færeyjum í gær og sendir Veðurstofan Færeyingum góðar kveðjur. Salóme segir jafnframt að við séum ekki ein að kljást við gosmóðu, en móðan sé viðvarandi ástand á Hawaii. Þar séu gefnir út leiðbeiningabæklingar fyrir almenning og er nú í skoðun að gefa út svipaðar leiðbeiningar til almennings hérlendis.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52