Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 11:27 Lögregluyfirvöld í Kólumbíu segja fyrrverandi starfsmann haítíska dómsmálaráðuneytisins hafa fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta landsins. EPA/Orlando Barria Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. Lögregluyfirvöld í Haítí rannsaka morðið í samstarfi við lögregluna í Kólumbíu og Interpol. Þau segja frumrannsókn málsins benda til þess að Joseph Felix Badio, fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, hafi fyrirskipað morðið þremur dögum áður en Moise var myrtur. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þetta sagði Jorge Vargas, yfirlögregluþjónn í Kólumbíu í hljóðskilaboðum sem hann sendi á fjölmiðla. Fjölmiðlum vestanhafs hefur ekki tekist að ná sambandi við Badio og ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Að sögn Vargas kom í ljós við rannsókn málsins að Badio hafði skipað kólumbísku hermönnunum fyrrverandi, þeim Duberney Capador og German Rivera, að ráða Moise af dögum. „Nokkum dögum áður, þremur teljum við, sagði Joseph Felix Badio, sem er fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins og vann gegn spillingu í ráðuneytinu, þeim Capador og Rivera að þeir þyrftu að ráða forsetann á Haítí af dögum,“ sagði Vargas. Vargas útskýrði þetta ekkert frekar og greindi ekki frá því hvaðan þessar upplýsingar fengust. Capador var banað af haítísku lögreglunni og Rivera handtekinn stuttu eftir að Moise var myrtur. Síðasta sunnudag var hinn 63 ára gamli Christian Emmanuel Sanon, sem víðast hvar var kallaður læknir frá Flórída, handtekinn af haítískum yfirvöldum en hann er sakaður um að hafa skipulagt morðið. Haítí Tengdar fréttir Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Haítí rannsaka morðið í samstarfi við lögregluna í Kólumbíu og Interpol. Þau segja frumrannsókn málsins benda til þess að Joseph Felix Badio, fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, hafi fyrirskipað morðið þremur dögum áður en Moise var myrtur. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þetta sagði Jorge Vargas, yfirlögregluþjónn í Kólumbíu í hljóðskilaboðum sem hann sendi á fjölmiðla. Fjölmiðlum vestanhafs hefur ekki tekist að ná sambandi við Badio og ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Að sögn Vargas kom í ljós við rannsókn málsins að Badio hafði skipað kólumbísku hermönnunum fyrrverandi, þeim Duberney Capador og German Rivera, að ráða Moise af dögum. „Nokkum dögum áður, þremur teljum við, sagði Joseph Felix Badio, sem er fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins og vann gegn spillingu í ráðuneytinu, þeim Capador og Rivera að þeir þyrftu að ráða forsetann á Haítí af dögum,“ sagði Vargas. Vargas útskýrði þetta ekkert frekar og greindi ekki frá því hvaðan þessar upplýsingar fengust. Capador var banað af haítísku lögreglunni og Rivera handtekinn stuttu eftir að Moise var myrtur. Síðasta sunnudag var hinn 63 ára gamli Christian Emmanuel Sanon, sem víðast hvar var kallaður læknir frá Flórída, handtekinn af haítískum yfirvöldum en hann er sakaður um að hafa skipulagt morðið.
Haítí Tengdar fréttir Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36
Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19
Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26