„Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2021 16:17 Þessi flugvél er af sömu gerð og sú sem um ræðir. Wikicommons/Ígor Dvúrekov Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki. Verið var að fljúga gamalli flugvél af gerðinni Antonov AN-28 frá Kedrovy til Tomsk þegar hún hvarf. Leitarmenn voru fljótt sendir af stað á þyrlu og fundu þeir flugvélina um 155 kílómetra frá Tomsk. Í fyrstu tilkynningu ráðamanna var sagt að vélin hefði brotlent og að leitarmennirnir hefðu séð fólk á lífi. Nú er ljóst að framkvæmd var neyðarlending, þar sem flugvélin endaði á hvolfi, og að allir átján sem voru um borð lifðu af. Nokkrir skárust og eru lítilla marðir, samkvæmt frétt Moscow Times. Upprunalega var sagt að sautján hefðu verið um borð í flugvélinni. Tass fréttaveitan hefur eftir Alexander Geniyevsky, forstjóra flugfélagsins sem gerir út vélina, að líklegast hafi vélarbilun leitt til þess að flugstjórar þurftu að lenda vélinni í snatri. Sergei Zhvachkin, ríkisstjóri, sagði í tilkynningu að um kraftaverk væri að ræða. Búið er að bjarga öllum. Antonov flugvélarnar voru framleiddar á tímum Sovétríkjanna og eru enn víða í notkun í þeim ríkjum sem mynduðu Sovétríkin. Undanfarin ár hafi nokkrar slíkar brotlent. Þetta er annað flugslys Rússlands á einungis tveimur vikum. Fyrr í mánuðinum fórst An-26 flugvél á Kamtjatkaskaga en þá dóu allir 28 um borð. Hér má sjá hvernig flugvélin leit út eftir neyðarlendinguna. #BREAKING #RUSSIA RUSSIA, SIBERIA: MISSING PLANE FOUND!The AN-28 Russian plane which disappeared from radars in #Siberia, was found. It had engine failure in #Tomsk region and made a hard landing. There were 19 people on board, all are alive.#Video -TV360#BreakingNews pic.twitter.com/4PoTsgNdVR— loveworld (@LoveWorld_Peopl) July 16, 2021 All survived, reportedly. Amazing picture. Those Antonovs can take a beating. https://t.co/IU4keYexxA pic.twitter.com/vIo222xycC— Steve Trimble (@TheDEWLine) July 16, 2021 Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Verið var að fljúga gamalli flugvél af gerðinni Antonov AN-28 frá Kedrovy til Tomsk þegar hún hvarf. Leitarmenn voru fljótt sendir af stað á þyrlu og fundu þeir flugvélina um 155 kílómetra frá Tomsk. Í fyrstu tilkynningu ráðamanna var sagt að vélin hefði brotlent og að leitarmennirnir hefðu séð fólk á lífi. Nú er ljóst að framkvæmd var neyðarlending, þar sem flugvélin endaði á hvolfi, og að allir átján sem voru um borð lifðu af. Nokkrir skárust og eru lítilla marðir, samkvæmt frétt Moscow Times. Upprunalega var sagt að sautján hefðu verið um borð í flugvélinni. Tass fréttaveitan hefur eftir Alexander Geniyevsky, forstjóra flugfélagsins sem gerir út vélina, að líklegast hafi vélarbilun leitt til þess að flugstjórar þurftu að lenda vélinni í snatri. Sergei Zhvachkin, ríkisstjóri, sagði í tilkynningu að um kraftaverk væri að ræða. Búið er að bjarga öllum. Antonov flugvélarnar voru framleiddar á tímum Sovétríkjanna og eru enn víða í notkun í þeim ríkjum sem mynduðu Sovétríkin. Undanfarin ár hafi nokkrar slíkar brotlent. Þetta er annað flugslys Rússlands á einungis tveimur vikum. Fyrr í mánuðinum fórst An-26 flugvél á Kamtjatkaskaga en þá dóu allir 28 um borð. Hér má sjá hvernig flugvélin leit út eftir neyðarlendinguna. #BREAKING #RUSSIA RUSSIA, SIBERIA: MISSING PLANE FOUND!The AN-28 Russian plane which disappeared from radars in #Siberia, was found. It had engine failure in #Tomsk region and made a hard landing. There were 19 people on board, all are alive.#Video -TV360#BreakingNews pic.twitter.com/4PoTsgNdVR— loveworld (@LoveWorld_Peopl) July 16, 2021 All survived, reportedly. Amazing picture. Those Antonovs can take a beating. https://t.co/IU4keYexxA pic.twitter.com/vIo222xycC— Steve Trimble (@TheDEWLine) July 16, 2021
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25