Tökum vel á móti fólki Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 16. júlí 2021 12:45 Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. Nauðsynlegt er að opnar séu ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi og auðvelda þarf ríkisborgurum ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til leiks og starfa. Samhliða þarf að berjast gegn mismunun og misnotkun á vinnumarkaði af fullri hörku, því allt fólk sem starfar á Íslandi á að sjálfsögðu að njóta fullra réttinda. Málefni og aðstæður flóttafólks eru meðal stærstu viðfangsefna sem heimsbyggðin verður að takast á við. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum. Stríðsátök og ófriður hrekja marga að heiman og sífellt stækkandi hópur tekur sig upp því loftslagsbreytingar hafa gert það að verkum að fólk kemst ekki lengur af heima hjá sér. Þessi alvarlega staða á ekki og má ekki vera einkavandamál flóttafólks og einstakra landa, sem vegna legu sinnar á landakortinu fá til sín fjölda fólks. Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta. Við höfum sýnt það í gegnum tíðina að með því að bjóða hingað fólki og aðstoða það við að setjast að og verða þátttakendur í íslensku samfélagi getum við sem samfélag gert frábæra hluti. Við eigum að halda því áfram og taka á móti enn fleiri kvótaflóttamönnum. Þar er mikilvægt að horfa sértaklega til fólks sem er í viðkvæmri stöðu. Jafnframt þarf að standa vörð um upphaflegan tilgang Dyflinarsamstarfsins, um að aðildarríki deili ábyrgð vegna komu fólks á flótta til Evrópu. Skilvirkni kerfisins má aldrei vera á kostnað mannúðar- og réttlætissjónarmiða. Við í Vinstri grænum viljum efla samstarf ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fólk flótta og aðra innflytjendur. Þá þarf að skipta Útlendingastofnun upp og skilja á milli stjórnsýslu umsókna annars vegar og þjónustu við fólk á flótta hins vegar. Réttlátt og öflugt samfélag nýtur hæfileika og þekkingar allra óháð uppruna. Fordómar sem byggja á trúarbrögðum eða uppruna eiga ekki að vera liðnir, né heldur framkoma sem felur í sér hatur og tortryggni gagnvart innflytjendum. Höldum áfram að vinna að þannig samfélagi og tökum vel á móti fólki sem hingað kemur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Alþingi Hælisleitendur Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. Nauðsynlegt er að opnar séu ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi og auðvelda þarf ríkisborgurum ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til leiks og starfa. Samhliða þarf að berjast gegn mismunun og misnotkun á vinnumarkaði af fullri hörku, því allt fólk sem starfar á Íslandi á að sjálfsögðu að njóta fullra réttinda. Málefni og aðstæður flóttafólks eru meðal stærstu viðfangsefna sem heimsbyggðin verður að takast á við. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum. Stríðsátök og ófriður hrekja marga að heiman og sífellt stækkandi hópur tekur sig upp því loftslagsbreytingar hafa gert það að verkum að fólk kemst ekki lengur af heima hjá sér. Þessi alvarlega staða á ekki og má ekki vera einkavandamál flóttafólks og einstakra landa, sem vegna legu sinnar á landakortinu fá til sín fjölda fólks. Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta. Við höfum sýnt það í gegnum tíðina að með því að bjóða hingað fólki og aðstoða það við að setjast að og verða þátttakendur í íslensku samfélagi getum við sem samfélag gert frábæra hluti. Við eigum að halda því áfram og taka á móti enn fleiri kvótaflóttamönnum. Þar er mikilvægt að horfa sértaklega til fólks sem er í viðkvæmri stöðu. Jafnframt þarf að standa vörð um upphaflegan tilgang Dyflinarsamstarfsins, um að aðildarríki deili ábyrgð vegna komu fólks á flótta til Evrópu. Skilvirkni kerfisins má aldrei vera á kostnað mannúðar- og réttlætissjónarmiða. Við í Vinstri grænum viljum efla samstarf ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fólk flótta og aðra innflytjendur. Þá þarf að skipta Útlendingastofnun upp og skilja á milli stjórnsýslu umsókna annars vegar og þjónustu við fólk á flótta hins vegar. Réttlátt og öflugt samfélag nýtur hæfileika og þekkingar allra óháð uppruna. Fordómar sem byggja á trúarbrögðum eða uppruna eiga ekki að vera liðnir, né heldur framkoma sem felur í sér hatur og tortryggni gagnvart innflytjendum. Höldum áfram að vinna að þannig samfélagi og tökum vel á móti fólki sem hingað kemur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar