Fólk er jákvæðara gagnvart sósíalisma en kapítalisma Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. júlí 2021 10:31 Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands eru landsmenn jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Það munar þó ekki miklu. 31% segjast vera mjög eða frekar jákvæð gagnvart sósíalisma en 29% mjög eða frekar jákvæð gagnvart kapítalisma. Konur vilja sósíalisma En þegar svörunum er skipt eftir kynjum kemur í ljós að 37% karla eru jákvæða gagnvart kapítalisma en aðeins 18% kvenna. 41% kvenna er hins vegar jákvæða gagnvart sósíalisma en aðeins 24% karla. Karlar skiptast nokkur jafnt í afstöðu sinni til kapítalisma, 37% jákvæðir og 36% neikvæðir. Aðeins 18% kvenna eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 51% neikvæð. Og 24% karlanna eru jákvæðir gagnvart sósíalisma en 49% neikvæðir á meðan 41% kvennanna eru jákvæðar en aðeins 28% neikvæðar. Yngra fólk hlynntara sósíalisma Það er ekki hægt að sjá viðlíka mikinn mun eftir aldri, búsetu eða tekjum. Hin yngri, 18 til 29 ára, eru jákvæðari gagnvart sósíalisma (38%) en kapítalisma (31%). Og þau eru líka síður neikvæð gagnvart sósíalisma, 33% á móti 48% neikvæðni gagnvart kapítalisma. En þennan mun má líka sjá í næsta aldursflokk, 30-49 ára, þótt hann sé minni. Og þótt að ívið fleiri séu neikvæð gagnvart sósíalisma en kapítalisma meðal hinna eldri þá er fleiri meðal hinna elstu jákvæð gagnvart sósíalisma, 30%, á móti 25% sem eru jákvæð gagnvart kapítalisma. Lítill munur er á afstöðu eftir búsetu. Álíka margir eru jákvæðir gagnvart sósíalisma og kapítalisma á höfuðborgarsvæðinu en ívið fleiri jákvæð gagnvart sósíalisma úti á landi. Jákvæðari afstaða til sósíalisma með meiri menntun 24% fólks með grunnskólapróf segjast jákvæð gagnvart kapítalisma, jafn mörg og eru jákvæð gagnvart sósíalisma. Hjá fólki með framhaldskólamenntun eru 29% jákvæð gagnvart kapítalisma en 26% jákvæð gagnvart sósíalisma. 33% fólks með háskólamenntun eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 40% gagnvart sósíalisma. Því meiri menntun, því jákvæðari afstaða til sósíalisma. Allir launaflokkar undir milljón á mánuði eru jákvæðari fyrir sósíalisma en kapítalisma og munar mestu hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar; þar er 37% jákvæðni gagnvart sósíalisma en 24% jákvæðni gagnvart kapítalisma. Hjá fólki með milljón eða meira snýst þetta við; 37% eru jákvæð gagnvart kapítalismanum en 28% jákvæð gagnvart sósíalisma. Og svipað má sjá varðandi stéttir. 42% stjórnenda eru jákvæð gagnvart kapítalisma en aðeins 17% jákvæð gagnvart sósíalisma. Meðal sérfræðinga, námsmanna og heimavinnandi fólks er á móti meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Þau sem fljóta ofan á sáttari við kapítalisma Samdregið þá eru karlar, betur launað fólk og hátt sett hrifnara af kapítalisma en sósíalisma. En konur, lægra launað fólk og lægra sett á vinnumarkaði er hrifnara að sósíalisma en kapítalisma. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Þau sem fljóta ofan á hinu kapítalíska kerfi eru jákvæðari gagnvart kerfinu en þau sem verða undir því. Og þrátt fyrir linnulausan áróður gegn sósíalisma innan hins kapítalíska þjóðskipulags þá er staðreyndin sú að fólk almennt, fyrir utan hóp hinna best settu, er með jákvæðari afstöðu til sósíalisma en kapítalisma. Sjálfstæðisflokksfólk í sér deild MMR flokkar svörin líka eftir hvað fólk kaus síðast. Þar sést að jákvæð afstaða til kapítalisma einskorðast við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 62% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 50% kjósenda Viðreisnar. Næstir koma Framsókn og Miðflokkur með 27% og Píratar með 20%. 12% kjósenda Samfylkingar og Flokks fólksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 5% kjósenda VG. Þessu er síðan öfugt farið með sósíalismann. 64% kjósenda VG eru jákvæð gagnvart sósíalisma, 60% kjósenda Samfylkingarinnar og 51% Pírata. Síðan kemur Viðreisn með 19%, Framsókn með 13%, Flokkur fólksins með 12% og Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur með 6%. Kapítalisminn með lítið fylgi utan Valhallar Þar sem Sjálfstæðisflokksfólk er með afgerandi afstöðu og ólíka öðru fólki er freistandi að telja það frá. Þegar við gerum það kemur í ljós að meðal Sjálfstæðisflokksfólks eru 62% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 18% neikvæð. Á meðan að meðal allra annarra eru aðeins 20% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 51% neikvæð. Og gagnvart sósíalismanum eru aðeins 6% kjósenda Sjálfstæðisflokksins jákvæð en 70% neikvæð á meðan á meðal allra annarra eru 39% jákvæð en 32% neikvæð. Það eru því ekki einkum vel launaðir karlar í háum stöðum sem lyfta kapítalismanum upp úr skítnum og halda aftur af sósíalismanum í almennri umræðu, heldur fyrst og fremst karlar í Sjálfstæðisflokknum, sem eru með hugmyndir um samfélagið sem eru rækilega á skjön við hugmyndir flestra annarra. Það magnaða er síðan að þessi fámenni hópur Sjálfstæðisflokksfólks með skrítnu skoðanirnar stjórnar ferðinni í samfélaginu. Nýfrjálshyggjan komin á öskuhaugana MMR spurði líka um afstöðu fólks til nýfrjálshyggju. Aðeins 14% landsmanna eru með jákvæða afstöðu til hennar en 52% neikvæða. Það er því ástæðulaust að eyða mörgum orðum á þessa stjórnmálaskoðun. Það er aðeins meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks sem finna má afgerandi meiri jákvæðni gagnvart nýfrjálshyggju en sósíalisma. Meðal stjórnenda sögðust 18% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 17% sósíalisma, en meðal allra annara hópa var mun meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en nýfrjálshyggju. Ef við klippum hið skrítna Sjálfstæðisflokksfólk aftur frá kemur í ljós að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru 20% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 39% neikvæð á meðan meðal allra hinna eru aðeins 11% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 57% neikvæð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands eru landsmenn jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Það munar þó ekki miklu. 31% segjast vera mjög eða frekar jákvæð gagnvart sósíalisma en 29% mjög eða frekar jákvæð gagnvart kapítalisma. Konur vilja sósíalisma En þegar svörunum er skipt eftir kynjum kemur í ljós að 37% karla eru jákvæða gagnvart kapítalisma en aðeins 18% kvenna. 41% kvenna er hins vegar jákvæða gagnvart sósíalisma en aðeins 24% karla. Karlar skiptast nokkur jafnt í afstöðu sinni til kapítalisma, 37% jákvæðir og 36% neikvæðir. Aðeins 18% kvenna eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 51% neikvæð. Og 24% karlanna eru jákvæðir gagnvart sósíalisma en 49% neikvæðir á meðan 41% kvennanna eru jákvæðar en aðeins 28% neikvæðar. Yngra fólk hlynntara sósíalisma Það er ekki hægt að sjá viðlíka mikinn mun eftir aldri, búsetu eða tekjum. Hin yngri, 18 til 29 ára, eru jákvæðari gagnvart sósíalisma (38%) en kapítalisma (31%). Og þau eru líka síður neikvæð gagnvart sósíalisma, 33% á móti 48% neikvæðni gagnvart kapítalisma. En þennan mun má líka sjá í næsta aldursflokk, 30-49 ára, þótt hann sé minni. Og þótt að ívið fleiri séu neikvæð gagnvart sósíalisma en kapítalisma meðal hinna eldri þá er fleiri meðal hinna elstu jákvæð gagnvart sósíalisma, 30%, á móti 25% sem eru jákvæð gagnvart kapítalisma. Lítill munur er á afstöðu eftir búsetu. Álíka margir eru jákvæðir gagnvart sósíalisma og kapítalisma á höfuðborgarsvæðinu en ívið fleiri jákvæð gagnvart sósíalisma úti á landi. Jákvæðari afstaða til sósíalisma með meiri menntun 24% fólks með grunnskólapróf segjast jákvæð gagnvart kapítalisma, jafn mörg og eru jákvæð gagnvart sósíalisma. Hjá fólki með framhaldskólamenntun eru 29% jákvæð gagnvart kapítalisma en 26% jákvæð gagnvart sósíalisma. 33% fólks með háskólamenntun eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 40% gagnvart sósíalisma. Því meiri menntun, því jákvæðari afstaða til sósíalisma. Allir launaflokkar undir milljón á mánuði eru jákvæðari fyrir sósíalisma en kapítalisma og munar mestu hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar; þar er 37% jákvæðni gagnvart sósíalisma en 24% jákvæðni gagnvart kapítalisma. Hjá fólki með milljón eða meira snýst þetta við; 37% eru jákvæð gagnvart kapítalismanum en 28% jákvæð gagnvart sósíalisma. Og svipað má sjá varðandi stéttir. 42% stjórnenda eru jákvæð gagnvart kapítalisma en aðeins 17% jákvæð gagnvart sósíalisma. Meðal sérfræðinga, námsmanna og heimavinnandi fólks er á móti meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Þau sem fljóta ofan á sáttari við kapítalisma Samdregið þá eru karlar, betur launað fólk og hátt sett hrifnara af kapítalisma en sósíalisma. En konur, lægra launað fólk og lægra sett á vinnumarkaði er hrifnara að sósíalisma en kapítalisma. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Þau sem fljóta ofan á hinu kapítalíska kerfi eru jákvæðari gagnvart kerfinu en þau sem verða undir því. Og þrátt fyrir linnulausan áróður gegn sósíalisma innan hins kapítalíska þjóðskipulags þá er staðreyndin sú að fólk almennt, fyrir utan hóp hinna best settu, er með jákvæðari afstöðu til sósíalisma en kapítalisma. Sjálfstæðisflokksfólk í sér deild MMR flokkar svörin líka eftir hvað fólk kaus síðast. Þar sést að jákvæð afstaða til kapítalisma einskorðast við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 62% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 50% kjósenda Viðreisnar. Næstir koma Framsókn og Miðflokkur með 27% og Píratar með 20%. 12% kjósenda Samfylkingar og Flokks fólksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 5% kjósenda VG. Þessu er síðan öfugt farið með sósíalismann. 64% kjósenda VG eru jákvæð gagnvart sósíalisma, 60% kjósenda Samfylkingarinnar og 51% Pírata. Síðan kemur Viðreisn með 19%, Framsókn með 13%, Flokkur fólksins með 12% og Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur með 6%. Kapítalisminn með lítið fylgi utan Valhallar Þar sem Sjálfstæðisflokksfólk er með afgerandi afstöðu og ólíka öðru fólki er freistandi að telja það frá. Þegar við gerum það kemur í ljós að meðal Sjálfstæðisflokksfólks eru 62% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 18% neikvæð. Á meðan að meðal allra annarra eru aðeins 20% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 51% neikvæð. Og gagnvart sósíalismanum eru aðeins 6% kjósenda Sjálfstæðisflokksins jákvæð en 70% neikvæð á meðan á meðal allra annarra eru 39% jákvæð en 32% neikvæð. Það eru því ekki einkum vel launaðir karlar í háum stöðum sem lyfta kapítalismanum upp úr skítnum og halda aftur af sósíalismanum í almennri umræðu, heldur fyrst og fremst karlar í Sjálfstæðisflokknum, sem eru með hugmyndir um samfélagið sem eru rækilega á skjön við hugmyndir flestra annarra. Það magnaða er síðan að þessi fámenni hópur Sjálfstæðisflokksfólks með skrítnu skoðanirnar stjórnar ferðinni í samfélaginu. Nýfrjálshyggjan komin á öskuhaugana MMR spurði líka um afstöðu fólks til nýfrjálshyggju. Aðeins 14% landsmanna eru með jákvæða afstöðu til hennar en 52% neikvæða. Það er því ástæðulaust að eyða mörgum orðum á þessa stjórnmálaskoðun. Það er aðeins meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks sem finna má afgerandi meiri jákvæðni gagnvart nýfrjálshyggju en sósíalisma. Meðal stjórnenda sögðust 18% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 17% sósíalisma, en meðal allra annara hópa var mun meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en nýfrjálshyggju. Ef við klippum hið skrítna Sjálfstæðisflokksfólk aftur frá kemur í ljós að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru 20% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 39% neikvæð á meðan meðal allra hinna eru aðeins 11% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 57% neikvæð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun