Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2021 21:34 Íbúar í Liege í Belgíu notuðu uppblásna báta þegar áin Meuse flæddi yfir bakka sína. AP Photo/Valentin Bianchi Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. Mikil úrkoma hefur valdið gríðarlegum flóðum í Vestur-Evrópu frá því í gær. Mest tjón hefur orðið í þýsku fylkjunum Norðurrín-Vestfalía og Rínarlandi-Pfalz. Fylkin eru á landamærum Þýskalands við Belgíu, Holland og Lúxemborg, en þar hafa flóðin einnig valdið miklu tjóni. Enn meiri úrkoma er í kortunum næstu daga og því sér ekki fyrir endan á flóðunum á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig ástandið var í þýsku borginni Hagen í gær. Þýski herinn hefur sent herdeildir á vettvang til að sinna björgunaraðgerðum í norður Þúskalandi. Minnst 850 hermenn taka þátt í aðgerðunum. Herinn hefur notað ellefu þyrlur til að bjarga fólki sem hefur flúið flóð upp á húsþök. Þýski fréttamiðillinn Deutsche Welle hefur eftir björgunaraðilum að björgunar- og hreinsistarf gæti tekið allt að nokkrum vikum. Laschet heimsótti Hagen í gær Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu og arftaki Angelu Merkel sem leiðtogi Kristilegra Demókrata, heimsótti bæinn Hagen í gær. Bærinn hefur farið mjög illa í flóðunum. Armin Laschet hélt fjölmiðlafund á slökkvistöð í gær.AP Photo/Martin Meissner „Við munum standa við bakið á bæjum og þeim sem hafa orðið illa illa úti í flóðunum,“ sagði Laschet við fjölmiðla í gær. Laschet kenndi hlýnun jarðar um flóðin. „Við munum standa frammi fyrir svona atburðum aftur og aftur, og það þýðir að við verðum að hraða loftlagsaðgerðum á evrópskum, ríkisbundnum og alþjóðlegum vettvangi,“ sagði hann. Angela Merkel Þýskalandskanslari er í heimsókn til Bandaríkjanna en hún hefur þó lofað þýsku þjóðinni að ríkið muni hjálpa fórnarlömbum flóðanna. „Þið getið treyst á þá staðreynd að ríkið okkar, á alríkis-, svæðis- og samfélagsstigi, muni gera allt til að bjarga lífum, forðast hættu og lina þjáningu í þessum erfiðu aðstæðum,“ sagði hún. Mesta rigning í hundrað ár „Á sumum svæðum höfum við ekki séð aðra eins rigningu í hundrað ár,“ segir Andrea Friedrich, talsmaður þýsku veðurstofunnar, í samtali við CNN. „Sums staðar er úrkoma rúmlega tvöfalt meiri en venjulega og það hefur ollið flóðum og hruni húsa. Þýskaland Belgía Holland Lúxemborg Náttúruhamfarir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Mikil úrkoma hefur valdið gríðarlegum flóðum í Vestur-Evrópu frá því í gær. Mest tjón hefur orðið í þýsku fylkjunum Norðurrín-Vestfalía og Rínarlandi-Pfalz. Fylkin eru á landamærum Þýskalands við Belgíu, Holland og Lúxemborg, en þar hafa flóðin einnig valdið miklu tjóni. Enn meiri úrkoma er í kortunum næstu daga og því sér ekki fyrir endan á flóðunum á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig ástandið var í þýsku borginni Hagen í gær. Þýski herinn hefur sent herdeildir á vettvang til að sinna björgunaraðgerðum í norður Þúskalandi. Minnst 850 hermenn taka þátt í aðgerðunum. Herinn hefur notað ellefu þyrlur til að bjarga fólki sem hefur flúið flóð upp á húsþök. Þýski fréttamiðillinn Deutsche Welle hefur eftir björgunaraðilum að björgunar- og hreinsistarf gæti tekið allt að nokkrum vikum. Laschet heimsótti Hagen í gær Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu og arftaki Angelu Merkel sem leiðtogi Kristilegra Demókrata, heimsótti bæinn Hagen í gær. Bærinn hefur farið mjög illa í flóðunum. Armin Laschet hélt fjölmiðlafund á slökkvistöð í gær.AP Photo/Martin Meissner „Við munum standa við bakið á bæjum og þeim sem hafa orðið illa illa úti í flóðunum,“ sagði Laschet við fjölmiðla í gær. Laschet kenndi hlýnun jarðar um flóðin. „Við munum standa frammi fyrir svona atburðum aftur og aftur, og það þýðir að við verðum að hraða loftlagsaðgerðum á evrópskum, ríkisbundnum og alþjóðlegum vettvangi,“ sagði hann. Angela Merkel Þýskalandskanslari er í heimsókn til Bandaríkjanna en hún hefur þó lofað þýsku þjóðinni að ríkið muni hjálpa fórnarlömbum flóðanna. „Þið getið treyst á þá staðreynd að ríkið okkar, á alríkis-, svæðis- og samfélagsstigi, muni gera allt til að bjarga lífum, forðast hættu og lina þjáningu í þessum erfiðu aðstæðum,“ sagði hún. Mesta rigning í hundrað ár „Á sumum svæðum höfum við ekki séð aðra eins rigningu í hundrað ár,“ segir Andrea Friedrich, talsmaður þýsku veðurstofunnar, í samtali við CNN. „Sums staðar er úrkoma rúmlega tvöfalt meiri en venjulega og það hefur ollið flóðum og hruni húsa.
Þýskaland Belgía Holland Lúxemborg Náttúruhamfarir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira