Nýjar aðgerðir kynntar á Kanaríeyjum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júlí 2021 18:56 Margir Íslendingar ætla að leggja leið sína í langþráð frí til Tenerife í sumar. Vísir/getty Nýjar aðgerðir voru kynntar á Kanaríeyjum rétt í þessu og má ætla að hópur Íslendinga hafi fylgst stressaður með, þar sem margir hafa bókað sér ferð í sólina í sumar. Það voru þeir Blas Trujillo, heilbrigðisráðherra og Julio Perez, talsmaður ríkisstjórnarinnar sem tilkynntu aðgerðirnar sem munu gilda til 22. júlí. Tenerife mun áfram haldast á viðbragðsstigi þrjú og Gran Canaria mun haldast á viðbragðsstigi tvö. Fuertventura færist upp á viðbragðsstig þrjú og La Palma færist upp á viðbragðsstig tvö. Eyjurnar Lanzarote, La Gomera og El Hiero haldast áfram á viðbragðsstigi eitt. Nýgengi smita á Kanaríeyjum hefur tvöfaldast síðustu sjö daga og álag á spítala stóraukist. Síðustu daga hafa fimm til sex hundruð smit greinst daglega. Heilbrigðisráðherra segir þá bylgju sem nú geisar á Kanaríeyjum stafa af framgangi nýrra afbrigða veirunnar, svo sem Delta-afbrigðinu. Það afbrigði smitast frekar og breiðist hratt út á meðal fólks á aldrinum 12-39 ára. Íslendingar flykkjast til Tenerife Tenerife hefur verið vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga í fjölmörg ár. Fjöldi Íslendinga er staddur þar nú og enn fleiri eiga bókaða ferð síðar í sumar. Það má því ætla að margir hafi fylgst stressaðir með þegar aðgerðirnar voru kynntar. Þriðja viðbragðsstig hefur verið í gildi á Tenerife síðan í lok júní og felur það í sér víðtækar samkomutakmarkanir. Veitingastaðir mega aðeins hafa 75 prósent útisvæðis opið og helming innisvæðis og þurfa að loka klukkan 24:00. Sex mega sitja saman á borði á útisvæði veitingastaða en aðeins fjórir inni. Grímuskylda er alls staðar þar sem ekki er hægt að viðhalda 1,5 metra fjarlægð á milli fólks, svo sem í verslunum og almenningssamgöngum. Ekki þarf að bera grímu utandyra þar sem unnt er að viðhalda þessari fjarlægð. Sala áfengis í verslunum er bönnuð eftir klukkan 22:00 á kvöldin. Upplýsingar um hvað felst í þriðja viðbragðsstigi hafa verið leiðréttar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Tengdar fréttir „Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30 Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47 Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Það voru þeir Blas Trujillo, heilbrigðisráðherra og Julio Perez, talsmaður ríkisstjórnarinnar sem tilkynntu aðgerðirnar sem munu gilda til 22. júlí. Tenerife mun áfram haldast á viðbragðsstigi þrjú og Gran Canaria mun haldast á viðbragðsstigi tvö. Fuertventura færist upp á viðbragðsstig þrjú og La Palma færist upp á viðbragðsstig tvö. Eyjurnar Lanzarote, La Gomera og El Hiero haldast áfram á viðbragðsstigi eitt. Nýgengi smita á Kanaríeyjum hefur tvöfaldast síðustu sjö daga og álag á spítala stóraukist. Síðustu daga hafa fimm til sex hundruð smit greinst daglega. Heilbrigðisráðherra segir þá bylgju sem nú geisar á Kanaríeyjum stafa af framgangi nýrra afbrigða veirunnar, svo sem Delta-afbrigðinu. Það afbrigði smitast frekar og breiðist hratt út á meðal fólks á aldrinum 12-39 ára. Íslendingar flykkjast til Tenerife Tenerife hefur verið vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga í fjölmörg ár. Fjöldi Íslendinga er staddur þar nú og enn fleiri eiga bókaða ferð síðar í sumar. Það má því ætla að margir hafi fylgst stressaðir með þegar aðgerðirnar voru kynntar. Þriðja viðbragðsstig hefur verið í gildi á Tenerife síðan í lok júní og felur það í sér víðtækar samkomutakmarkanir. Veitingastaðir mega aðeins hafa 75 prósent útisvæðis opið og helming innisvæðis og þurfa að loka klukkan 24:00. Sex mega sitja saman á borði á útisvæði veitingastaða en aðeins fjórir inni. Grímuskylda er alls staðar þar sem ekki er hægt að viðhalda 1,5 metra fjarlægð á milli fólks, svo sem í verslunum og almenningssamgöngum. Ekki þarf að bera grímu utandyra þar sem unnt er að viðhalda þessari fjarlægð. Sala áfengis í verslunum er bönnuð eftir klukkan 22:00 á kvöldin. Upplýsingar um hvað felst í þriðja viðbragðsstigi hafa verið leiðréttar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Tengdar fréttir „Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30 Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47 Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
„Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30
Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47
Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31