Tveir menn fundust látnir í lúxusvillu Gianni Versace Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 16:12 Mennirnir fundust á hótelinu Villa Casa Casuarina sem var heimili tískumógúlsins Gianni Versace áður en hann var myrtur. Getty/Stephane Cardinale Tveir karlmenn fundust látnir í gærmorgun í Miami á hótelherbergi í lúxusvillu sem áður var í eigu tískumógúlsins Gianni Versace, sem var myrtur í húsinu fyrir 24 árum síðan. Dauðsföllin eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Miami. Enn hefur ekki verið borið kennsl á mennina tvo og lögregla hefur ekki upplýst um það hvernig dauða þeirra bar að. Lík þeirra fundust í gærmorgun en í dag eru 24 ár síðan Versace var myrtur. Tilkynning um líkfundinn á Villa Casa Casuarina Hotel barst lögreglu í gær klukkan 13:20 að staðartíma í gær. Eins og áður segir er hótelið í húsinu sem áður var heimili mógúlsins. Ræstitæknar hótelsins komu að líkunum inni á herberginu. People greinir frá þessu. Versace keypti húsið árið 1992 og fór í framkvæmdir á því sem kostuðu meira en 33 milljónir Bandaríkjadala, eða um 4 milljarða íslenskra króna. Fjölskylda hans seldi villuna árið 2000. Morðið á Versace vakti mikla athygli á sínum tíma enda var hann vel þekktur í tískuheiminum. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt þann 15. júlí 1997 af raðmorðingjanum Andrew Cunanan – en hann hafði þegar myrt minnst fjóra í morðæði á leið sinni frá Minnesota til Flórída. Cunanan, sem var 27 ára gamall, féll fyrir eigin hendi aðeins nokkrum dögum eftir að hann myrti Versace. Enn þann dag í dag er ekki vitað hvers vegna Cunanan beindi spjótum sínum að Versace. Bandaríkin Tengdar fréttir ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Sagan rakin á tískusýningu Versace 23. september 2017 10:00 Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Sería þrjú af American Crime Story mun fjalla um morðið á Versace. 19. október 2016 14:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Enn hefur ekki verið borið kennsl á mennina tvo og lögregla hefur ekki upplýst um það hvernig dauða þeirra bar að. Lík þeirra fundust í gærmorgun en í dag eru 24 ár síðan Versace var myrtur. Tilkynning um líkfundinn á Villa Casa Casuarina Hotel barst lögreglu í gær klukkan 13:20 að staðartíma í gær. Eins og áður segir er hótelið í húsinu sem áður var heimili mógúlsins. Ræstitæknar hótelsins komu að líkunum inni á herberginu. People greinir frá þessu. Versace keypti húsið árið 1992 og fór í framkvæmdir á því sem kostuðu meira en 33 milljónir Bandaríkjadala, eða um 4 milljarða íslenskra króna. Fjölskylda hans seldi villuna árið 2000. Morðið á Versace vakti mikla athygli á sínum tíma enda var hann vel þekktur í tískuheiminum. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt þann 15. júlí 1997 af raðmorðingjanum Andrew Cunanan – en hann hafði þegar myrt minnst fjóra í morðæði á leið sinni frá Minnesota til Flórída. Cunanan, sem var 27 ára gamall, féll fyrir eigin hendi aðeins nokkrum dögum eftir að hann myrti Versace. Enn þann dag í dag er ekki vitað hvers vegna Cunanan beindi spjótum sínum að Versace.
Bandaríkin Tengdar fréttir ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Sagan rakin á tískusýningu Versace 23. september 2017 10:00 Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Sería þrjú af American Crime Story mun fjalla um morðið á Versace. 19. október 2016 14:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Sería þrjú af American Crime Story mun fjalla um morðið á Versace. 19. október 2016 14:00