Fimm með réttarstöðu sakbornings: Tóku efni að virði níutíu milljóna króna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2021 18:31 Frá aðgerðum lögreglu þegar kannabisverksmiðjan var stöðvuð fyrr á árinu. Fimm eru með réttarstöðu sakbornings í máli sem talið er tengjast skiplagðri kannabisframleiðslu. Lögregla hefur lagt hald á kannabisefni að virði rúmlega níutíu milljóna króna og upprætt fimm stórar kannabisframleiðslur í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. „Síðastliðnar tvær vikur höfum við verið með nokkurn hóp manna til rannsóknar sem hefur leitt til þess að við höfum tekið talsvert magn af kannabisplöntum og af tilbúnu efni til sölu,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málin teygja anga sína í aðrar rannsóknir sem lögregla hefur rannsakað undanfarna mánuði og eru rannsökuð sem skipulögð glæpastarfsemi. Fjallað var um málin í Kompás fyrr á árinu. Um er að ræða tæplega átta hundruð kannabisplöntur sem voru í fimm ræktunum sem upprættar voru á höfuðborgarsvæðinu. Ræktanirnar voru í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði. Götuvirðið tæpar hundrað milljónir „Einnig var lagt hald á um tuttugu og sex kíló af tilbúnu kannabisefni,“ segir Margeir og bætir við að götuvirðið hlaupi á tugum milljóna. Grammið af kannabis kostar 3.500 krónur á götunni og því er götuvirði tilbúna efnisins um níutíu og ein milljón króna. Þá lagði lögregla hald á ýmsan búnað. „Búnaðurinn er mjög tæknilegur og flottur og dýr og við metum þennan búnað sem við höfum verið að leggja hald á á um þrjátíu milljónir,“ segir Margeir. Einnig var hald lagt á eignir fyrir um fimm milljónir króna og um tvær milljónir í reiðufé. Íslendingar og útlendingar með stöðu sakbornings Fimm voru handteknir í tengslum við ræktanirnar, bæði Íslendingar og útlendingar. Öll á fertugsaldri. Þau eru talin tengjast skipulögðum glæpahópum. „Einn hefur verið í gæsluvarðhaldi,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi um þessar mundir. Vísir/ArnarHalldórs Hann segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi. Lítið sem ekkert sé flutt inn af kannabis. „Við höfum áhyggjur af þessari þróun og sérstaklega þessum hópum sem hafa verið að gera þetta með skipulögðum hætti. Þetta mál tengist öðrum málum sem varða skipulagða glæpastarfsemi sem við höfum verið með til rannsóknar,“ segir Margeir og bætir við að málin séu enn í rannsókn. Kannabis Fíkniefnabrot Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
„Síðastliðnar tvær vikur höfum við verið með nokkurn hóp manna til rannsóknar sem hefur leitt til þess að við höfum tekið talsvert magn af kannabisplöntum og af tilbúnu efni til sölu,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málin teygja anga sína í aðrar rannsóknir sem lögregla hefur rannsakað undanfarna mánuði og eru rannsökuð sem skipulögð glæpastarfsemi. Fjallað var um málin í Kompás fyrr á árinu. Um er að ræða tæplega átta hundruð kannabisplöntur sem voru í fimm ræktunum sem upprættar voru á höfuðborgarsvæðinu. Ræktanirnar voru í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði. Götuvirðið tæpar hundrað milljónir „Einnig var lagt hald á um tuttugu og sex kíló af tilbúnu kannabisefni,“ segir Margeir og bætir við að götuvirðið hlaupi á tugum milljóna. Grammið af kannabis kostar 3.500 krónur á götunni og því er götuvirði tilbúna efnisins um níutíu og ein milljón króna. Þá lagði lögregla hald á ýmsan búnað. „Búnaðurinn er mjög tæknilegur og flottur og dýr og við metum þennan búnað sem við höfum verið að leggja hald á á um þrjátíu milljónir,“ segir Margeir. Einnig var hald lagt á eignir fyrir um fimm milljónir króna og um tvær milljónir í reiðufé. Íslendingar og útlendingar með stöðu sakbornings Fimm voru handteknir í tengslum við ræktanirnar, bæði Íslendingar og útlendingar. Öll á fertugsaldri. Þau eru talin tengjast skipulögðum glæpahópum. „Einn hefur verið í gæsluvarðhaldi,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi um þessar mundir. Vísir/ArnarHalldórs Hann segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi. Lítið sem ekkert sé flutt inn af kannabis. „Við höfum áhyggjur af þessari þróun og sérstaklega þessum hópum sem hafa verið að gera þetta með skipulögðum hætti. Þetta mál tengist öðrum málum sem varða skipulagða glæpastarfsemi sem við höfum verið með til rannsóknar,“ segir Margeir og bætir við að málin séu enn í rannsókn.
Kannabis Fíkniefnabrot Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01