Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 11:23 Britney Spears lýsti því fyrir dómara í gær að hún vilji kæra föður sinn fyrir misnotkun. AP/Chris Pizzello Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. „Ég vil kæra föður minn fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir mér,“ sagði Spears við Brendu Penny, dómara. „Ég vil kæra hann í dag,“ sagði hún. „Og ég vil að faðir minn verði rannsakaður.“ Þá sagði hún í dómssal að forræðið yfir henni væri „fokking grimmd“ og lýsti því að líf hennar hafi verið háð miklum takmörkunum. Hún hafi til dæmis ekki mátt drekka kaffi. „Ef það er ekki misnotkun þá veit ég ekki hvað,“ hefur fréttastofa CNN eftir henni. Í frétt NBC segir að Britney hafi lýst því að hún hafi verið mjög hrædd við föður sinn og að forræði hans yfir henni hafi leyft föður hennar að eyðileggja líf hennar. Hann hafi stjórnað mataræði hennar og vinnustundum og lýsti hún því að hann hafi þrælað henni til að vinna 70 klukkustunda vinnuvikur. „Markmið þeirra var að láta mér líða eins og ég sé klikkuð og ég er það ekki,“ sagði hún. „Og það er ekki í lagi.“ Í kjölfar dómsáheyrnarinnar fékk Britney leyfi til að ráða eigin lögmann, Mathew Rosengart, til að vinna í sjálfræðismáli hennar. Britney hefur lengi reynt að losna undan forræði föður síns en hann hefur frá árinu 2008 haft lagalegt forræði yfir öllum hennar gjörðum. Britney hafði hingað til verið skaffaður lögmaður af dómstólum en hann sagði sig frá máli hennar á dögunum eftir að í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn gögnum sem eru nauðsynleg til þess að hún fái aftur sjálfræði. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Lögmaður Britney hættir Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni. 6. júlí 2021 16:38 Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08 Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
„Ég vil kæra föður minn fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir mér,“ sagði Spears við Brendu Penny, dómara. „Ég vil kæra hann í dag,“ sagði hún. „Og ég vil að faðir minn verði rannsakaður.“ Þá sagði hún í dómssal að forræðið yfir henni væri „fokking grimmd“ og lýsti því að líf hennar hafi verið háð miklum takmörkunum. Hún hafi til dæmis ekki mátt drekka kaffi. „Ef það er ekki misnotkun þá veit ég ekki hvað,“ hefur fréttastofa CNN eftir henni. Í frétt NBC segir að Britney hafi lýst því að hún hafi verið mjög hrædd við föður sinn og að forræði hans yfir henni hafi leyft föður hennar að eyðileggja líf hennar. Hann hafi stjórnað mataræði hennar og vinnustundum og lýsti hún því að hann hafi þrælað henni til að vinna 70 klukkustunda vinnuvikur. „Markmið þeirra var að láta mér líða eins og ég sé klikkuð og ég er það ekki,“ sagði hún. „Og það er ekki í lagi.“ Í kjölfar dómsáheyrnarinnar fékk Britney leyfi til að ráða eigin lögmann, Mathew Rosengart, til að vinna í sjálfræðismáli hennar. Britney hefur lengi reynt að losna undan forræði föður síns en hann hefur frá árinu 2008 haft lagalegt forræði yfir öllum hennar gjörðum. Britney hafði hingað til verið skaffaður lögmaður af dómstólum en hann sagði sig frá máli hennar á dögunum eftir að í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn gögnum sem eru nauðsynleg til þess að hún fái aftur sjálfræði.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Lögmaður Britney hættir Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni. 6. júlí 2021 16:38 Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08 Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Lögmaður Britney hættir Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni. 6. júlí 2021 16:38
Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08
Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14