21 látinn og tuga saknað eftir gríðarlegar rigningar í Þýskalandi Gunnar Reynir Valþórsson og Eiður Þór Árnason skrifa 15. júlí 2021 07:29 Áin Ahr flæddi yfir bakka sína í þorpinu Eifel í Schuld í vesturhluta Þýskalands. Ap/Christoph Reichwein Minnst nítján eru látnir eftir gríðarlegar rigningar í þýska sambandsríkinu Rínarlandi-Pfalz síðustu daga. Í nótt flæddi á í bænum Schuld yfir bakka sína með þeim afleiðingum að sex hús hrundu. Tveir hafa látið lífið í Belgíu. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þýsku borginni Hagen. Tuga er saknað á svæðinu og enn er verið að bjarga um fimmtíu manns sem þurfti að forða sér undan vatnsflaumnum upp á þök húsa sinna. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns væri saknað en sú tala gæti verið hærri og óljóst hversu margir þurfa hjálp. Myndbönd sýna bifreiðar fljóta niður götur, miklar skemmdir á húsum og fljót renna í gegnum miðbæi. Að sögn lögreglu hafa tveir slökkviliðsmenn látist við björgunarstörf og hefur heildartala látinna farið hækkandi síðustu klukkutímanna. Að sögn lögreglu létust fjórir eftir að vatn flæddi inn í kjallara í Köln, Kamen og Wuppertal. Að neðan má sjá myndband frá ástandinu í Hagen í gær. Rigningar síðustu daga og flóð samfara þeim hafa sjaldan eða aldrei í sögu héraðsins verið eins miklar og síðustu daga og í gær drukknuðu tveir slökkviliðsmenn þegar þeir voru við björgunarstörf og herinn hefur verið kallaður út til aðstoðar í hamförunum. Fljót rennur í gegnum götu í Esch í Þýskalandi. Vatn hefur flætt inn í fjölda þorpa og kjallara í suðvesturhluta Þýskalands.Ap/Thomas Frey Miklar raskanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu sem er í vesturhluta Þýskalands og hafa viðvaranir vegna veðursins verið gefnar út í þremur sambandsríkjum á svæðinu. Þýska veðurstofan DWD spáir því að það dragi úr rigningu í dag. Talið er að áin Meuse geti flætt yfir bakka sína síðar í dag og flætt inn í borgina Liege í austurhluta Belgíu. Lögregla hefur kallað eftir því að íbúar geri viðeigandi ráðstafanir. Maður gengur fram hjá skemmdum bílum í borginni Liege í Belgíu.Ap/Valentin Bianchi Yfirvöld í hollenska bænum Valkenburg, sem stendur nærri landamærum Þýskalands og Belgíu, rýmdu hjúkrunarheimili og líknardeild í nótt þegar aðalgata borgarinnar umbreyttist í fljót. Ekki er vitað um slys á fólki vegna flóðanna í Hollandi. Óvenjumikið regn hefur sömuleiðis fallið í norðausturhluta Frakklands í vikunni og valdið samgöngutruflunum. Síðustu tvo daga hafa sum svæði þurft að þola regn sem jafngildir tveggja mánaða úrkomu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vatn nær upp að þaki bíls sem stóð fyrir framan bílskúr í Duesseldorf í Þýskalandi.AP/David Young Loftslagsmál Veður Þýskaland Belgía Holland Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þýsku borginni Hagen. Tuga er saknað á svæðinu og enn er verið að bjarga um fimmtíu manns sem þurfti að forða sér undan vatnsflaumnum upp á þök húsa sinna. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns væri saknað en sú tala gæti verið hærri og óljóst hversu margir þurfa hjálp. Myndbönd sýna bifreiðar fljóta niður götur, miklar skemmdir á húsum og fljót renna í gegnum miðbæi. Að sögn lögreglu hafa tveir slökkviliðsmenn látist við björgunarstörf og hefur heildartala látinna farið hækkandi síðustu klukkutímanna. Að sögn lögreglu létust fjórir eftir að vatn flæddi inn í kjallara í Köln, Kamen og Wuppertal. Að neðan má sjá myndband frá ástandinu í Hagen í gær. Rigningar síðustu daga og flóð samfara þeim hafa sjaldan eða aldrei í sögu héraðsins verið eins miklar og síðustu daga og í gær drukknuðu tveir slökkviliðsmenn þegar þeir voru við björgunarstörf og herinn hefur verið kallaður út til aðstoðar í hamförunum. Fljót rennur í gegnum götu í Esch í Þýskalandi. Vatn hefur flætt inn í fjölda þorpa og kjallara í suðvesturhluta Þýskalands.Ap/Thomas Frey Miklar raskanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu sem er í vesturhluta Þýskalands og hafa viðvaranir vegna veðursins verið gefnar út í þremur sambandsríkjum á svæðinu. Þýska veðurstofan DWD spáir því að það dragi úr rigningu í dag. Talið er að áin Meuse geti flætt yfir bakka sína síðar í dag og flætt inn í borgina Liege í austurhluta Belgíu. Lögregla hefur kallað eftir því að íbúar geri viðeigandi ráðstafanir. Maður gengur fram hjá skemmdum bílum í borginni Liege í Belgíu.Ap/Valentin Bianchi Yfirvöld í hollenska bænum Valkenburg, sem stendur nærri landamærum Þýskalands og Belgíu, rýmdu hjúkrunarheimili og líknardeild í nótt þegar aðalgata borgarinnar umbreyttist í fljót. Ekki er vitað um slys á fólki vegna flóðanna í Hollandi. Óvenjumikið regn hefur sömuleiðis fallið í norðausturhluta Frakklands í vikunni og valdið samgöngutruflunum. Síðustu tvo daga hafa sum svæði þurft að þola regn sem jafngildir tveggja mánaða úrkomu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vatn nær upp að þaki bíls sem stóð fyrir framan bílskúr í Duesseldorf í Þýskalandi.AP/David Young
Loftslagsmál Veður Þýskaland Belgía Holland Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira