Misstu af Símamótinu vegna sóttkvíar en ætla að keppa við meistaraflokk karla í staðinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2021 20:01 Íunn Eir Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, fékk atvinnumenn í íþróttinni til að senda stelpunum kveðjur og úr varð hvatningarmyndband. Vísir Ellefu og tólf ára stelpur í fimmta flokki KR gátu ekki keppt á Símamótinu um helgina þar sem liðið þurfti allt í sóttkví vegna kórónuveirusmits. Í staðinn ætla þær að keppa við strákana í meistaraflokki og eru þær ekki í neinum vafa um hvor vinni þann leik. Símamótið fór fram um helgina en þar kepptu þrjú þúsund stelpur í fimmta, sjötta og sjöunda flokki í fótbolta. Á mótið vantaði stelpurnar í fimmta flokki KR þar sem kórónuveirusmit í liðinu setti strik í reikninginn. „Daginn áður en við heyrðum fréttirnar þá fóru allar KR stelpurnar saman í sund og svo þegar við komum heim var okkur sagt að við þurftum allar að fara í sóttkví og kæmumst ekki á Símamótið,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Hvernig leið ykkur þegar þið heyrðuð að þið mættuð ekki taka þátt á mótinu? „Mjög illa, ekki vel,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Samhliða því að sparka í bolta í sóttkvínni brölluðu þær ýmislegt. Borðuðu nammi og héldu á lofti í sóttkví Hvað gerðuð þið í sóttkví? „Borðaði fullt af nammi. Já ég var eiginlega bara í símanum og borðaði, það er það eina sem ég gerði. Já maður gerði ekkert í þessu sóttkví,“ sögðu Rakel, Ingibjörg og Togga, knattspyrnukonur. Íunn Eir Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins fékk atvinnumenn í íþróttinni til að senda stelpunum kveðjur og úr varð hvatningarmyndband. Veigra sér ekki við því að keppa við meistaraflokk „Við sendum miklar baráttukveðjur. Þið komið bara sterkari út úr þessu: Áfram KR,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna í KR. „Sendum ykkur baráttu- og stuðningskveðjur og vorum svona að spá hvort þið þorið kannski að taka leik við okkur meistaraflokk karla í KR í staðinn þegar þið eruð lausar úr sóttkvínni?“ spyr Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður hjá meistaraflokki karla. Steplurnar veigra sér ekki við því. Stórleikurinn fer að öllum líkindum fram í næstu viku. Ætlið þið ekki að vinna þá? „Jú við ætlum að rústa þeim,“ segja stelpurnar í kór. Hverjir eru bestir? „KR.“ hrópa stelpurnar. Fótbolti Íþróttir barna KR Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Símamótið fór fram um helgina en þar kepptu þrjú þúsund stelpur í fimmta, sjötta og sjöunda flokki í fótbolta. Á mótið vantaði stelpurnar í fimmta flokki KR þar sem kórónuveirusmit í liðinu setti strik í reikninginn. „Daginn áður en við heyrðum fréttirnar þá fóru allar KR stelpurnar saman í sund og svo þegar við komum heim var okkur sagt að við þurftum allar að fara í sóttkví og kæmumst ekki á Símamótið,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Hvernig leið ykkur þegar þið heyrðuð að þið mættuð ekki taka þátt á mótinu? „Mjög illa, ekki vel,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Samhliða því að sparka í bolta í sóttkvínni brölluðu þær ýmislegt. Borðuðu nammi og héldu á lofti í sóttkví Hvað gerðuð þið í sóttkví? „Borðaði fullt af nammi. Já ég var eiginlega bara í símanum og borðaði, það er það eina sem ég gerði. Já maður gerði ekkert í þessu sóttkví,“ sögðu Rakel, Ingibjörg og Togga, knattspyrnukonur. Íunn Eir Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins fékk atvinnumenn í íþróttinni til að senda stelpunum kveðjur og úr varð hvatningarmyndband. Veigra sér ekki við því að keppa við meistaraflokk „Við sendum miklar baráttukveðjur. Þið komið bara sterkari út úr þessu: Áfram KR,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna í KR. „Sendum ykkur baráttu- og stuðningskveðjur og vorum svona að spá hvort þið þorið kannski að taka leik við okkur meistaraflokk karla í KR í staðinn þegar þið eruð lausar úr sóttkvínni?“ spyr Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður hjá meistaraflokki karla. Steplurnar veigra sér ekki við því. Stórleikurinn fer að öllum líkindum fram í næstu viku. Ætlið þið ekki að vinna þá? „Jú við ætlum að rústa þeim,“ segja stelpurnar í kór. Hverjir eru bestir? „KR.“ hrópa stelpurnar.
Fótbolti Íþróttir barna KR Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira