Hætt að afhenda lögreglu vottorð hælisleitenda í bili Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júlí 2021 06:00 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir Óvissa er uppi um hvort Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu megi afhenda lögreglu bólusetningarvottorð einstaklinga eins og stofnunin gerði í tilfelli tveggja Palestínumanna sem voru sendir úr landi í síðustu viku. Heilsugæslan hefur ákveðið að verða ekki við fleiri slíkum beiðnum lögreglunnar fyrr en skorið verður úr um þetta atriði. Spurningar vöknuðu um lagalega heimild fyrir afhendingunum meðal hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi eftir að Palestínumennirnir tveir voru handteknir af lögreglu þegar þeir sóttu þessi vottorð sín. Samtökin hafa haldið því staðfastlega fram að lögregla hafi blekkt mennina með vottorðunum; lokkað þá til sín undir því yfirskini að þeir ætluðu að afhenda þeim vottorðin en síðan handtekið þá þegar þeir mættu á staðinn og sent þá úr landi. Persónuverndarlög gera almennt ráð fyrir því að ekki megi afhenda heilsufarsupplýsingar fólks til annarra en þeirra sjálfra, nema heimild fyrir öðru finnist í íslenskum lögum. Höfnuðu beiðni lögreglunnar í gær Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfestir við Vísi að heilsugæslan hafi afhent lögreglunni bólusetningarvottorð þessara tveggja einstaklinga eftir að lögregla krafðist þess. „Já, það koma öðru hvoru beiðnir frá lögreglunni um að fá bólusetningarvottorð einstaklinga afhent sem við urðum við áður en það var hægt að senda þau rafrænt með tölvupósti. Nú sendum við vottorðin beint á þessa aðila,“ segir Sigríður Dóra. Hún segir að það hafi verið talið réttast að verða við beiðnum lögreglunnar á meðan einfaldar afhendingarleiðir voru ekki til staðar. Sú ákvörðun hafi verið tekin í samráði við lögmann heilsugæslunnar. Vottorðin hafi verið afhent í lokuðu umslagi í góðri trú um að þarna væri verið að hjálpa þessum einstaklingum. Sigríður Dóra segir aðspurð að beiðni um afhendingu bólusetningarvottorðs hafi síðast borist frá lögreglunni nú í gær. Henni hafi verið hafnað og lögreglunni sagt að nú væri hægt að afhenda vottorðið rafrænt og að sú leið yrði farin. Réttur lögreglu til upplýsinga er mikill Hún kveðst reyndar ekki viss um hvernig bregðast eigi við ef lögregla verður mjög áfram um að fá vottorðin áfram afhent: „Það er bara mikil óvissa uppi um þetta eins og er og við myndum vilja fá betur úr þessu skorið áður en við afhendum lögreglunni aftur vottorð,“ segir hún. „Réttur lögreglu, eða yfirvalda almennt, til að fá upplýsingar er nefnilega almennt mjög mikill.“ Því hafi einmitt verið ákveðið upphaflega að afhenda vottorðin á grundvelli laga um heilbrigðisstarfsmenn, þar sem segir: „Heilbrigðisstarfsmönnum er skylt að láta hinu opinbera í té vottorð um sjúklinga er þeir annast þegar slíkra vottorða er krafist vegna samskipta sjúklings við hið opinbera.“ Svo virðist sem heilsugæslan vilji þó eitthvert álit Persónuverndar á málinu en samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hefur enn ekkert erindi borist henni um málið. Persónuvernd sé þó með það til skoðunar hvort hún eigi að fara í sjálfstæða rannsókn á þessum atriðum. Tilgangur lögreglu óljós Lögregla hefur ekki svarað því enn hvort bólusetningarvottorð Palestínumannanna hafi verið notuð í þeim tilgangi að lokka þá á ákveðinn stað þar sem hægt yrði að handtaka þá. Lögreglan brást aðeins við ásökunum samtakanna um að lögregla hefði beitt ofbeldi og óþarflegri hörku við handtökurnar og frásögnum eins mannsins um að hafa fengið raflost, jafnvel frá rafbyssu, og verið sprautaður niður. Í tilkynningu frá lögreglu í síðustu viku sagði að lögregla beitti hvorki rafbyssu né sprautu í neinum tilvikum, enda væri embættinu ekki heimilt að nota slík tól. Þó var bent á að heilbrigðisstarfsmenn mættu sprauta fólk niður ef þeir mætu aðstæður svo að það væri best fyrir viðkomandi og aðra í kring um hann. Í svari við fyrirspurn Vísis í gær um hvers vegna lögreglan kalli eftir bólusetningarvottorðum frá heilsugæslunni segir hún að það sé gert þegar þess er krafist af móttökulandi þeirra sem eru sendir úr landi að þeir séu bólusettir eða hafi farið í skimun. Því var ekki svarað hvort lögregla hefði beitt vottorðum þessa tveggja einstaklinga til að lokka þá til lögreglunnar þar sem hægt væri að handtaka þá: „Hvað varðar það mál sem þú spyrð um þá verður ekki hægt að veita neinar upplýsingar um það enda er málið nú komið til formlegrar meðferðar hjá Nefnd um eftirlit með lögreglu og rétt að bíða niðurstöðu þeirrar skoðunar," segir í svari lögreglunnar við fyrirspurn Vísis. Heilbrigðismál Lögreglan Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. 9. júlí 2021 21:31 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Spurningar vöknuðu um lagalega heimild fyrir afhendingunum meðal hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi eftir að Palestínumennirnir tveir voru handteknir af lögreglu þegar þeir sóttu þessi vottorð sín. Samtökin hafa haldið því staðfastlega fram að lögregla hafi blekkt mennina með vottorðunum; lokkað þá til sín undir því yfirskini að þeir ætluðu að afhenda þeim vottorðin en síðan handtekið þá þegar þeir mættu á staðinn og sent þá úr landi. Persónuverndarlög gera almennt ráð fyrir því að ekki megi afhenda heilsufarsupplýsingar fólks til annarra en þeirra sjálfra, nema heimild fyrir öðru finnist í íslenskum lögum. Höfnuðu beiðni lögreglunnar í gær Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfestir við Vísi að heilsugæslan hafi afhent lögreglunni bólusetningarvottorð þessara tveggja einstaklinga eftir að lögregla krafðist þess. „Já, það koma öðru hvoru beiðnir frá lögreglunni um að fá bólusetningarvottorð einstaklinga afhent sem við urðum við áður en það var hægt að senda þau rafrænt með tölvupósti. Nú sendum við vottorðin beint á þessa aðila,“ segir Sigríður Dóra. Hún segir að það hafi verið talið réttast að verða við beiðnum lögreglunnar á meðan einfaldar afhendingarleiðir voru ekki til staðar. Sú ákvörðun hafi verið tekin í samráði við lögmann heilsugæslunnar. Vottorðin hafi verið afhent í lokuðu umslagi í góðri trú um að þarna væri verið að hjálpa þessum einstaklingum. Sigríður Dóra segir aðspurð að beiðni um afhendingu bólusetningarvottorðs hafi síðast borist frá lögreglunni nú í gær. Henni hafi verið hafnað og lögreglunni sagt að nú væri hægt að afhenda vottorðið rafrænt og að sú leið yrði farin. Réttur lögreglu til upplýsinga er mikill Hún kveðst reyndar ekki viss um hvernig bregðast eigi við ef lögregla verður mjög áfram um að fá vottorðin áfram afhent: „Það er bara mikil óvissa uppi um þetta eins og er og við myndum vilja fá betur úr þessu skorið áður en við afhendum lögreglunni aftur vottorð,“ segir hún. „Réttur lögreglu, eða yfirvalda almennt, til að fá upplýsingar er nefnilega almennt mjög mikill.“ Því hafi einmitt verið ákveðið upphaflega að afhenda vottorðin á grundvelli laga um heilbrigðisstarfsmenn, þar sem segir: „Heilbrigðisstarfsmönnum er skylt að láta hinu opinbera í té vottorð um sjúklinga er þeir annast þegar slíkra vottorða er krafist vegna samskipta sjúklings við hið opinbera.“ Svo virðist sem heilsugæslan vilji þó eitthvert álit Persónuverndar á málinu en samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hefur enn ekkert erindi borist henni um málið. Persónuvernd sé þó með það til skoðunar hvort hún eigi að fara í sjálfstæða rannsókn á þessum atriðum. Tilgangur lögreglu óljós Lögregla hefur ekki svarað því enn hvort bólusetningarvottorð Palestínumannanna hafi verið notuð í þeim tilgangi að lokka þá á ákveðinn stað þar sem hægt yrði að handtaka þá. Lögreglan brást aðeins við ásökunum samtakanna um að lögregla hefði beitt ofbeldi og óþarflegri hörku við handtökurnar og frásögnum eins mannsins um að hafa fengið raflost, jafnvel frá rafbyssu, og verið sprautaður niður. Í tilkynningu frá lögreglu í síðustu viku sagði að lögregla beitti hvorki rafbyssu né sprautu í neinum tilvikum, enda væri embættinu ekki heimilt að nota slík tól. Þó var bent á að heilbrigðisstarfsmenn mættu sprauta fólk niður ef þeir mætu aðstæður svo að það væri best fyrir viðkomandi og aðra í kring um hann. Í svari við fyrirspurn Vísis í gær um hvers vegna lögreglan kalli eftir bólusetningarvottorðum frá heilsugæslunni segir hún að það sé gert þegar þess er krafist af móttökulandi þeirra sem eru sendir úr landi að þeir séu bólusettir eða hafi farið í skimun. Því var ekki svarað hvort lögregla hefði beitt vottorðum þessa tveggja einstaklinga til að lokka þá til lögreglunnar þar sem hægt væri að handtaka þá: „Hvað varðar það mál sem þú spyrð um þá verður ekki hægt að veita neinar upplýsingar um það enda er málið nú komið til formlegrar meðferðar hjá Nefnd um eftirlit með lögreglu og rétt að bíða niðurstöðu þeirrar skoðunar," segir í svari lögreglunnar við fyrirspurn Vísis.
Heilbrigðismál Lögreglan Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. 9. júlí 2021 21:31 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59
Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. 9. júlí 2021 21:31