Anton þyrfti að vera með grímu og hengja sjálfur á sig ólympíuverðlaun Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 14:30 Anton Sveinn McKee keppir á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir þrettán daga. Getty/Ian MacNicol Ef að draumur Antons Sveins McKee um að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum rætist í Tókýó, aðfaranótt föstudagsins 30. júlí, verður hann sjálfur að sjá um að hengja medalíuna um hálsinn. Thomas Bach, forseti alþjóðaólympíunefndarinnar, staðfesti við fjölmiðla í dag að verðlaunaafhendingar á leikunum yrðu með öðrum hætti en vanalega. Ástæðan er kórónuveirufaraldurinn, sem haft hefur svo mikil áhrif á leikana og leiddi meðal annars til þess að þeim var frestað um eitt ár. Í stað þess að mikils metið fólk úr ýmsum áttum afhendi verðlaun og taki í hendur verðlaunahafa verður verðlaununum einfaldlega stillt upp á bakka við verðlaunapallinn. Gull-, silfur- og bronsverðlaunahafarnir sækja þau svo þangað og hengja um eigin háls, án þess að snerta aðra manneskju. Leikarnir í Tókýó verða settir á föstudaginn eftir níu daga. Fyrstu ólympíumeistararnir verða svo krýndir laugardaginn 24. júlí en þá ráðast til að mynda úrslitin í loftskammbyssu, þar sem Ásgeir Sigurgeirsson er meðal keppenda. „Við munum gæta þess að manneskjan sem setur verðlaunapeningana í bakkann geri það í sótthreinsuðum hönskum. Þau sem vísa á verðlaunin og íþróttafólkið munu vera með grímu. Það verða engin handabönd eða faðmlög við verðlaunaafhendinguna,“ sagði Bach. Neyðarástand í Tókýó og íbúar vilja ekki Ólympíuleika Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Tókýó vegna faraldursins en 1.149 ný smit greindust í dag, fleiri en greinst hafa á einum degi í næstum hálft ár í borginni. Mikill meirihluti japönsku þjóðarinnar er samkvæmt könnunum mótfallinn því að leikarnir verði haldnir í Japan við þessar aðstæður, jafnvel þó að áhorfendabann sé á leikunum og strangar sóttvarnareglur gildi fyrir keppendur. Sundmaðurinn Anton Sveinn er líklegastur til afreka af þeim fjórum íslensku keppendum sem keppa í Tókýó. Hann hefur sjálfur sagt að draumurinn sé að vinna ólympíugull en ljóst er að hann er á leið í afar harða keppni í 200 metra bringusundi þar sem undanrásir eru eftir tæpar tvær vikur, eða upp úr klukkan 10 þriðjudagsmorguninn 27. júlí. Auk Antons og Ásgeirs eru sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason í ólympíuhópi Íslands í ár. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðni kvaddi Ólympíufarana Forsetinn kvaddi í dag íslensku Ólympíufarana á Bessastöðum, áður en þeir héldu af stað til Tókýó í Japan, þar sem leikar hefjast eftir tíu daga. 13. júlí 2021 22:51 Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45 „Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30 Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Sjá meira
Thomas Bach, forseti alþjóðaólympíunefndarinnar, staðfesti við fjölmiðla í dag að verðlaunaafhendingar á leikunum yrðu með öðrum hætti en vanalega. Ástæðan er kórónuveirufaraldurinn, sem haft hefur svo mikil áhrif á leikana og leiddi meðal annars til þess að þeim var frestað um eitt ár. Í stað þess að mikils metið fólk úr ýmsum áttum afhendi verðlaun og taki í hendur verðlaunahafa verður verðlaununum einfaldlega stillt upp á bakka við verðlaunapallinn. Gull-, silfur- og bronsverðlaunahafarnir sækja þau svo þangað og hengja um eigin háls, án þess að snerta aðra manneskju. Leikarnir í Tókýó verða settir á föstudaginn eftir níu daga. Fyrstu ólympíumeistararnir verða svo krýndir laugardaginn 24. júlí en þá ráðast til að mynda úrslitin í loftskammbyssu, þar sem Ásgeir Sigurgeirsson er meðal keppenda. „Við munum gæta þess að manneskjan sem setur verðlaunapeningana í bakkann geri það í sótthreinsuðum hönskum. Þau sem vísa á verðlaunin og íþróttafólkið munu vera með grímu. Það verða engin handabönd eða faðmlög við verðlaunaafhendinguna,“ sagði Bach. Neyðarástand í Tókýó og íbúar vilja ekki Ólympíuleika Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Tókýó vegna faraldursins en 1.149 ný smit greindust í dag, fleiri en greinst hafa á einum degi í næstum hálft ár í borginni. Mikill meirihluti japönsku þjóðarinnar er samkvæmt könnunum mótfallinn því að leikarnir verði haldnir í Japan við þessar aðstæður, jafnvel þó að áhorfendabann sé á leikunum og strangar sóttvarnareglur gildi fyrir keppendur. Sundmaðurinn Anton Sveinn er líklegastur til afreka af þeim fjórum íslensku keppendum sem keppa í Tókýó. Hann hefur sjálfur sagt að draumurinn sé að vinna ólympíugull en ljóst er að hann er á leið í afar harða keppni í 200 metra bringusundi þar sem undanrásir eru eftir tæpar tvær vikur, eða upp úr klukkan 10 þriðjudagsmorguninn 27. júlí. Auk Antons og Ásgeirs eru sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason í ólympíuhópi Íslands í ár.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðni kvaddi Ólympíufarana Forsetinn kvaddi í dag íslensku Ólympíufarana á Bessastöðum, áður en þeir héldu af stað til Tókýó í Japan, þar sem leikar hefjast eftir tíu daga. 13. júlí 2021 22:51 Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45 „Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30 Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Sjá meira
Guðni kvaddi Ólympíufarana Forsetinn kvaddi í dag íslensku Ólympíufarana á Bessastöðum, áður en þeir héldu af stað til Tókýó í Japan, þar sem leikar hefjast eftir tíu daga. 13. júlí 2021 22:51
Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45
„Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30
Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti