Útrýmum fátækt strax á næsta ári Gunnar Smári Egilsson skrifar 13. júlí 2021 11:39 Á sameiginlegum fundi framkvæmda- og málefnastjórna Sósíalistaflokksins í gær var samþykkt nýtt tilboð til kjósenda vegna kosninganna í haust. Að þessu sinni snýst tilboðið um að útrýma fátækt á Íslandi strax á næsta ári. Rökin fyrir því að þetta sé hægt eru skýr, markmiðið er gjöfugt og aðgerðirnar fáar og skýrar. Ég myndi gjarnan vilja að kjósendur myndu íhuga þetta tilboð. Er þetta gerlegt? Besta leiðin til að bæta samfélagið er bæta stöðu þeirra sem harðast hafa orðið úti vegna óréttlætis, ójöfnuðar og valdaleysis. Þetta er ekki flókið, í raun sama lögmál og gildir og þegar þú vilt gera við bilaða klukku. Þú lagar þá hluti sem virka ekki. Það er því ljóst hvaða hópar það eru sem hinu opinbera ber fyrst að styðja, styrkja og reisa upp. Það eru hin fátækustu, fólkið sem sárast líður fyrir óréttlæti samfélagsins. Ísland er ríkt land af auðlindum og þar sem hér býr fátt fólk erum við af þeim sökum auðug þjóð. Þetta tvennt, auður og fámenni, gera það að verkum að okkur mun reynast auðvelt að útrýma fátækt úr samfélaginu. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Annað en hugarfarið. Undanfarna áratugi hefur öll áhersla verið lögð á að bæta kjör hinna best settu, lækka skatta á hin ríku, styrkja fjármagns- og fyrirtækjaeigendur og láta undan kröfum þeirra. Ef við snúum þessu við og sinnum kröfum hinna fátæku, léttum af þeim álögum og byrðum sligandi lífsbaráttu mun okkur ekki aðeins takast að útrýma fátækt heldur mun okkur takast við styrkja samfélagið allt og efla. Er þetta æskilegt? Rannsóknir hafa sýnt að jöfnuður bætir ekki aðeins kjör hinna verst settu heldur eykur hann traust og öryggi í samfélaginu, fækkar glæpum og ýtir undir virkni borgaranna og lengir líf og almenna heilsu. Og jöfnuður styrkir líka atvinnu- og efnahagslíf, byggir upp seiglu fyrirtækja og samfélags og gerir efnahagskerfið hæfara til að mæta áföllum. Það er jafn ljóst að samfélagið hefur nægan þrótt til að útrýma fátækt. Það er nóg til. Ríkissjóður hefur bolmagn til að fjármagna aðgerðir gegn fátækt og það eru engar aðgerðir jafn brýnar og engar sem munu skila okkur eins miklum ávinningi. Í sumum tilfellum snýst þetta um að flytja til skattbyrði, af hinum fátæku og á hin ríku, en í öðrum eru þetta aðgerðir sem skila svo miklum arði að sjálfsagt er að ríkið prenti peninga til að standa undir þeim eða taki lán hjá Seðlabankanum. Útrýming fátæktar ætti því ekki aðeins að vera markmið hinna fátæku heldur allra í samfélaginu. Þau sem ekki glíma við fátækt frá degi til dags munu uppskera mun betra samfélag án alls þess sársauka sem fylgir fátækt, bjargarleysi, kvíða og skömm sem þröngvað er upp á hin fátæku. Sjö lyklar að útrýmingu fátæktar Sósíalistaflokkurinn leggur því til nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir til að útrýma fátækt úr íslensku samfélagi, aðgerðir sem munu hafa áhrif strax og meirihluti myndast á Alþingi til að knýja þær í gegn. I. Hættum að skattleggja fátæktÞað er bæði heimskt og ósiðlegt að innheimta skatta af fólki sem er með svo lágar tekjur að það getur ekki framfleytt sér. Kanna ber hver lágmarksframfærsla einstaklinga og fjölskyldna er og leggja bann við skattlagningu tekna sem falla þar undir. Ef taka þarf tillit til húsnæðiskostnaðar hvers skattgreiðanda ber að gera það. II. Enginn með minna en lágmarkslaun Eftirlaunafólk, öryrkjar, atvinnulausir, námsfólk og þau sem eru á framfærslu hjá sveitarfélögum hafa ekki verkfallsvopn til að berjast fyrir kjörum sínum. Tekjur þessara hópa skulu því miðast að lágmarki við lægstu umsömdu launakjör á vinnumarkaði. III. Börn hafa engar tekjur og geta því ekki borið nein útgjöld Vernda þarf börn sérstaklega fyrir fátækt. Börn hafa engar tekjur og því er fráleitt að lögð séu á þau gjöld vegna heilbrigðisþjónustu, menntunar, tómstunda, samgangna eða annars sem flokka má undir þjónustu sem öll börn eigi rétt á. Börn eiga að njóta persónuafsláttar hjá skattinum eins og fullorðnir þannig að persónuafsláttur fjölskyldu sé í réttu hlutfalli við fjölda fjölskyldumeðlima. IV. Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta Heilsuleysi, slys eða áföll eiga ekki að grafa undan efnahag fólks. Það er nóg að fólk glími við sjúkdómana sjálfa, afleiðingar slysa og áfalla og tekjutap sem því fylgir þótt heilsu- og sjúkrastofnanir bæti ekki við áföllin og rukki hin veiku. Við eigum að borga fyrir heilbrigðisþjónustu þegar við erum hraust og á vinnumarkaði, ekki þegar við erum orðin veik og lasburða. V. Húsnæðisbyltingin: 30 þúsund íbúðir á tíu árum Ódýrt og öruggt húsnæði er forsenda allra velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Fjárhagslegur stuðningur við þau sem búa við leiguokur brennur upp á húsnæðismarkaði. Persónulegur stuðningur og valdefling þess sem býr við linnulausan afkomukvíða virkar ekki. Grunnforsenda þess að hér verði byggt upp öflugt velferðarkerfi, sem er aftur forsenda þess að fátækt verði upprætt, er stórátak í uppbyggingu félagsleg húsnæðis. Sósíalistar leggja til húsnæðisbyltingu þar sem 30 þúsund félagslegar íbúðir verði byggðar um allt land á næstu tíu árum. VI. Verndum leigjendur fyrir bröskurum Lágtekjufólk á leigumarkaði er flest klemmt á milli lágra tekna og okurleigu. Til að vernda þetta fólk þar til uppbygging félagslegs húsnæðis hefur lækkað leiguverð varanlega, þarf að setja á leiguþak til að stöðva okrið, hækka húsnæðisbætur svo enginn borgi meira en fjórðung tekna sinna í húsnæðiskostnað og setja lög um húsleigu sem tryggja leigjendum öryggi og vernd. Þau lög kveði t.d. á um að samtök leigjenda séu samningsaðili um leiguverð. VII. Byggjum upp almannasamtök Besta leiðin til að tryggja réttlæti og jöfnuð í samfélaginu er að almenningur skipuleggi hagsmunabaráttu sína í verkalýðsfélögum og öðrum almannasamtökum. Ríkisvaldið á að ýta undir slík samtök og styrkja. Til að verja hin fátæku fyrir gagnsókn auðvaldsins þarf öflug leigjendasamtök, samtök eftirlaunafólks, námsfólks og atvinnulausra, samtök innflytjenda og barna, samtök fólks á framfærslu sveitarfélaga, sjúklinga, skuldara og neytenda. Öflug slík samtök eru forsenda þess að hér byggist upp réttlátt samfélag. Baráttusamtök almennings eiga að verða helsti samstarfsaðili ríkisvaldsins og taka þar sess hagsmunasamtaka hinna ríku og valdamiklu. Hvers vegna ekki? Allt eru þetta sjálfsagðar og eðlilegar kröfur sem mikill meirihluti landsmanna ætti að geta tekið undir. Það er hagur allra að fátækt verði útrýmt. Hún er hvergi sæmandi og allra síst í auðugustu samfélögum jarðar. Það er skylda okkar Íslendinga að útrýma fátækt úr okkar samfélagi og aðstoða önnur samfélög til að gera slíkt hið sama. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á sameiginlegum fundi framkvæmda- og málefnastjórna Sósíalistaflokksins í gær var samþykkt nýtt tilboð til kjósenda vegna kosninganna í haust. Að þessu sinni snýst tilboðið um að útrýma fátækt á Íslandi strax á næsta ári. Rökin fyrir því að þetta sé hægt eru skýr, markmiðið er gjöfugt og aðgerðirnar fáar og skýrar. Ég myndi gjarnan vilja að kjósendur myndu íhuga þetta tilboð. Er þetta gerlegt? Besta leiðin til að bæta samfélagið er bæta stöðu þeirra sem harðast hafa orðið úti vegna óréttlætis, ójöfnuðar og valdaleysis. Þetta er ekki flókið, í raun sama lögmál og gildir og þegar þú vilt gera við bilaða klukku. Þú lagar þá hluti sem virka ekki. Það er því ljóst hvaða hópar það eru sem hinu opinbera ber fyrst að styðja, styrkja og reisa upp. Það eru hin fátækustu, fólkið sem sárast líður fyrir óréttlæti samfélagsins. Ísland er ríkt land af auðlindum og þar sem hér býr fátt fólk erum við af þeim sökum auðug þjóð. Þetta tvennt, auður og fámenni, gera það að verkum að okkur mun reynast auðvelt að útrýma fátækt úr samfélaginu. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Annað en hugarfarið. Undanfarna áratugi hefur öll áhersla verið lögð á að bæta kjör hinna best settu, lækka skatta á hin ríku, styrkja fjármagns- og fyrirtækjaeigendur og láta undan kröfum þeirra. Ef við snúum þessu við og sinnum kröfum hinna fátæku, léttum af þeim álögum og byrðum sligandi lífsbaráttu mun okkur ekki aðeins takast að útrýma fátækt heldur mun okkur takast við styrkja samfélagið allt og efla. Er þetta æskilegt? Rannsóknir hafa sýnt að jöfnuður bætir ekki aðeins kjör hinna verst settu heldur eykur hann traust og öryggi í samfélaginu, fækkar glæpum og ýtir undir virkni borgaranna og lengir líf og almenna heilsu. Og jöfnuður styrkir líka atvinnu- og efnahagslíf, byggir upp seiglu fyrirtækja og samfélags og gerir efnahagskerfið hæfara til að mæta áföllum. Það er jafn ljóst að samfélagið hefur nægan þrótt til að útrýma fátækt. Það er nóg til. Ríkissjóður hefur bolmagn til að fjármagna aðgerðir gegn fátækt og það eru engar aðgerðir jafn brýnar og engar sem munu skila okkur eins miklum ávinningi. Í sumum tilfellum snýst þetta um að flytja til skattbyrði, af hinum fátæku og á hin ríku, en í öðrum eru þetta aðgerðir sem skila svo miklum arði að sjálfsagt er að ríkið prenti peninga til að standa undir þeim eða taki lán hjá Seðlabankanum. Útrýming fátæktar ætti því ekki aðeins að vera markmið hinna fátæku heldur allra í samfélaginu. Þau sem ekki glíma við fátækt frá degi til dags munu uppskera mun betra samfélag án alls þess sársauka sem fylgir fátækt, bjargarleysi, kvíða og skömm sem þröngvað er upp á hin fátæku. Sjö lyklar að útrýmingu fátæktar Sósíalistaflokkurinn leggur því til nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir til að útrýma fátækt úr íslensku samfélagi, aðgerðir sem munu hafa áhrif strax og meirihluti myndast á Alþingi til að knýja þær í gegn. I. Hættum að skattleggja fátæktÞað er bæði heimskt og ósiðlegt að innheimta skatta af fólki sem er með svo lágar tekjur að það getur ekki framfleytt sér. Kanna ber hver lágmarksframfærsla einstaklinga og fjölskyldna er og leggja bann við skattlagningu tekna sem falla þar undir. Ef taka þarf tillit til húsnæðiskostnaðar hvers skattgreiðanda ber að gera það. II. Enginn með minna en lágmarkslaun Eftirlaunafólk, öryrkjar, atvinnulausir, námsfólk og þau sem eru á framfærslu hjá sveitarfélögum hafa ekki verkfallsvopn til að berjast fyrir kjörum sínum. Tekjur þessara hópa skulu því miðast að lágmarki við lægstu umsömdu launakjör á vinnumarkaði. III. Börn hafa engar tekjur og geta því ekki borið nein útgjöld Vernda þarf börn sérstaklega fyrir fátækt. Börn hafa engar tekjur og því er fráleitt að lögð séu á þau gjöld vegna heilbrigðisþjónustu, menntunar, tómstunda, samgangna eða annars sem flokka má undir þjónustu sem öll börn eigi rétt á. Börn eiga að njóta persónuafsláttar hjá skattinum eins og fullorðnir þannig að persónuafsláttur fjölskyldu sé í réttu hlutfalli við fjölda fjölskyldumeðlima. IV. Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta Heilsuleysi, slys eða áföll eiga ekki að grafa undan efnahag fólks. Það er nóg að fólk glími við sjúkdómana sjálfa, afleiðingar slysa og áfalla og tekjutap sem því fylgir þótt heilsu- og sjúkrastofnanir bæti ekki við áföllin og rukki hin veiku. Við eigum að borga fyrir heilbrigðisþjónustu þegar við erum hraust og á vinnumarkaði, ekki þegar við erum orðin veik og lasburða. V. Húsnæðisbyltingin: 30 þúsund íbúðir á tíu árum Ódýrt og öruggt húsnæði er forsenda allra velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Fjárhagslegur stuðningur við þau sem búa við leiguokur brennur upp á húsnæðismarkaði. Persónulegur stuðningur og valdefling þess sem býr við linnulausan afkomukvíða virkar ekki. Grunnforsenda þess að hér verði byggt upp öflugt velferðarkerfi, sem er aftur forsenda þess að fátækt verði upprætt, er stórátak í uppbyggingu félagsleg húsnæðis. Sósíalistar leggja til húsnæðisbyltingu þar sem 30 þúsund félagslegar íbúðir verði byggðar um allt land á næstu tíu árum. VI. Verndum leigjendur fyrir bröskurum Lágtekjufólk á leigumarkaði er flest klemmt á milli lágra tekna og okurleigu. Til að vernda þetta fólk þar til uppbygging félagslegs húsnæðis hefur lækkað leiguverð varanlega, þarf að setja á leiguþak til að stöðva okrið, hækka húsnæðisbætur svo enginn borgi meira en fjórðung tekna sinna í húsnæðiskostnað og setja lög um húsleigu sem tryggja leigjendum öryggi og vernd. Þau lög kveði t.d. á um að samtök leigjenda séu samningsaðili um leiguverð. VII. Byggjum upp almannasamtök Besta leiðin til að tryggja réttlæti og jöfnuð í samfélaginu er að almenningur skipuleggi hagsmunabaráttu sína í verkalýðsfélögum og öðrum almannasamtökum. Ríkisvaldið á að ýta undir slík samtök og styrkja. Til að verja hin fátæku fyrir gagnsókn auðvaldsins þarf öflug leigjendasamtök, samtök eftirlaunafólks, námsfólks og atvinnulausra, samtök innflytjenda og barna, samtök fólks á framfærslu sveitarfélaga, sjúklinga, skuldara og neytenda. Öflug slík samtök eru forsenda þess að hér byggist upp réttlátt samfélag. Baráttusamtök almennings eiga að verða helsti samstarfsaðili ríkisvaldsins og taka þar sess hagsmunasamtaka hinna ríku og valdamiklu. Hvers vegna ekki? Allt eru þetta sjálfsagðar og eðlilegar kröfur sem mikill meirihluti landsmanna ætti að geta tekið undir. Það er hagur allra að fátækt verði útrýmt. Hún er hvergi sæmandi og allra síst í auðugustu samfélögum jarðar. Það er skylda okkar Íslendinga að útrýma fátækt úr okkar samfélagi og aðstoða önnur samfélög til að gera slíkt hið sama. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar