Trúir ekki að hún hafi farið á blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. júlí 2021 11:26 Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum og Andrea Eyland þáttastjórnandi og höfundur Kviknar. Þær gerðu saman átta hlaðvarpsþætti um kvenheilsu sem birtast hér á Vísi undir hlaðvarpinu Kviknar. Vísir/Vilhelm „Ha! Ég er í sjokki! Ég trúi ekki að ég hafi farið á allar þessar blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess,“ segir Andrea Eyland í nýjasta hlaðvarpsþætti Kviknar. Í þættinum ræða þær Andrea, Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem tengist getnaðarvörnum. Brjóstagjöf og getnaðarvarnir Hann Lilja segir það varasamt að treysta á brjóstagjöf sem örugga getnaðarvörn og það sé mjög misjafnt eftir konum hvernig hormónastarfsemi líkamans er á þessum tíma. Sumar fái ekki egglos fyrsta árið og sumar fái egglos þrátt fyrir að vera með barnið á brjósti. „Sko, ef að þig langar ekki í annað barn strax þá skaltu ekki nota brjóstagjöfina sem getnaðarvörn,“ segir Andrea og Hanna Lilja tekur undir. Full brjóstagjöf veitir einhverja vörn en ekki 100% vörn. Um leið og barnið er farið að fá mat eða það líða fleiri klukkustundir á milli gjafa þá er þetta minna öruggt. Hanna Lilja segir það mikilvægt að konur geri sér grein fyrir því að það sé í raun ekkert alveg öruggt þegar kemur að brjóstagjöfinni og það séu alveg dæmi um það að konur verði ófrískar strax, þrátt fyrir að vera með barn á brjósti. Sigga Dögg segist stundum hafa kallað brjóstagjöfina andlega getnaðarvörn þar sem að kynhvötin minnki hjá sumum konum á þessu tímabili þó svo að aðrar geti þó fundið fyrir meiri kynhvöt. En þær konur sem hafa ekki egglos á þessum tíma eru líklegri til að upplifa minni kynhvöt. Hvaða pillu á ég að taka? Til eru margar gerðir af getnaðarvarnapillum með mismunandi hormónasamsetningu og er mikið talað um það hversu ólík áhrif þær hafa á konur. Sumar henta vel og aðrar alls ekki. Sigga Dögg kynfræðingur ræddi um getnaðarvarnir, frjósi og fleira tengt kvenheilsu í nýjasta hlaðvarpsþætti Kviknar. Það getur því reynst erfitt að finna það út hvaða pilla hentar hverjum og einum og segir Sigga það varasamt þegar kemur að ungu fólki að að tala um það að einhver ákveðin tegund pillu hafi þessi áhrif og hin önnur. Það sé alls ekki algilt og mjög mismunandi hvernig áhrif hver tengund hefur á fólk. Hanna Lilja segir það rétt að líkaminn bregðist mjög misjafnlega við ákveðnum gerðum af pillum og ráðleggur hún því ungum stelpum að prófa sig áfram til að sjá hvað virkar fyrir þær en ekki fara eftir því hvað þær hafa heyrt eða hvað vinkonur þeirra hafi upplifað. Sigga spyr hversu lengi ætti að prófa eina tegund pillu til að sjá hvernig áhrif hún hefur og hvort að hún henti. „Allavega þrjá til sex mánuði,“ segir Hanna Lilja. En aukaverkanir eins og hausverkur, pirringur, brjóstaspenna, uppþemba, bjúgsöfnum og bólur eru aukaverkanir sem getað komið á þessum tíma. „Er hægt að vera of gömul fyrir pilluna?,“ spyr Sigga. Ef þú ert yfir 35 ára og reykir þá áttu ekki að vera á pillunni,“ svarar Hanna Lilja. „Danir eru til dæmis að stoppa pilluna við 35 ára aldur en hér á Íslandi er það óhætt til 45 ára ef þú reykir ekki. Þáttinn í heild sinni er hægt að nálgast á streymisveitunni Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: 25 -#3 Kviknar og Gynamedica Óþarfi að taka pásu á milli spjalda á pillunni Þegar þær ræða frekar um pilluna segir Hanna Lilja það þurfi í raun ekki að taka pásu á milli spjalda eins og alltaf var sagt. Þá var eitt spjald tekið inn samfleytt og svo tekin viku pása til að fá ákveðna hreinsun og fara á blæðingar. Þú þarft ekki að taka pásu á milli spjalda, þú þarft ekki að fara á blæðingar. Þú mátt alveg taka pilluna samfellt. „Ha? Ég er í sjokki! Ég trúi ekki að ég hafi farið á allar þessar blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess,“ segir Andrea. Í þættinum fara þær stöllur yfir mjög áhugaveðar staðreyndir, hugleiðingar og vangaveltur varðandi getnaðarvarnir, kosti þeirra og galla. Þær segja það mikilvægt að fólk taki sér tíma til þess að kynna sér getnaðarvarnirnar vel og helst hafa einhvern með í ráðum til að hjálpa sér að taka ákvörðun. Það er margt í boði og segja þær fræðsluna alls ekki vera næga. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Í þættinum ræða þær Andrea, Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem tengist getnaðarvörnum. Brjóstagjöf og getnaðarvarnir Hann Lilja segir það varasamt að treysta á brjóstagjöf sem örugga getnaðarvörn og það sé mjög misjafnt eftir konum hvernig hormónastarfsemi líkamans er á þessum tíma. Sumar fái ekki egglos fyrsta árið og sumar fái egglos þrátt fyrir að vera með barnið á brjósti. „Sko, ef að þig langar ekki í annað barn strax þá skaltu ekki nota brjóstagjöfina sem getnaðarvörn,“ segir Andrea og Hanna Lilja tekur undir. Full brjóstagjöf veitir einhverja vörn en ekki 100% vörn. Um leið og barnið er farið að fá mat eða það líða fleiri klukkustundir á milli gjafa þá er þetta minna öruggt. Hanna Lilja segir það mikilvægt að konur geri sér grein fyrir því að það sé í raun ekkert alveg öruggt þegar kemur að brjóstagjöfinni og það séu alveg dæmi um það að konur verði ófrískar strax, þrátt fyrir að vera með barn á brjósti. Sigga Dögg segist stundum hafa kallað brjóstagjöfina andlega getnaðarvörn þar sem að kynhvötin minnki hjá sumum konum á þessu tímabili þó svo að aðrar geti þó fundið fyrir meiri kynhvöt. En þær konur sem hafa ekki egglos á þessum tíma eru líklegri til að upplifa minni kynhvöt. Hvaða pillu á ég að taka? Til eru margar gerðir af getnaðarvarnapillum með mismunandi hormónasamsetningu og er mikið talað um það hversu ólík áhrif þær hafa á konur. Sumar henta vel og aðrar alls ekki. Sigga Dögg kynfræðingur ræddi um getnaðarvarnir, frjósi og fleira tengt kvenheilsu í nýjasta hlaðvarpsþætti Kviknar. Það getur því reynst erfitt að finna það út hvaða pilla hentar hverjum og einum og segir Sigga það varasamt þegar kemur að ungu fólki að að tala um það að einhver ákveðin tegund pillu hafi þessi áhrif og hin önnur. Það sé alls ekki algilt og mjög mismunandi hvernig áhrif hver tengund hefur á fólk. Hanna Lilja segir það rétt að líkaminn bregðist mjög misjafnlega við ákveðnum gerðum af pillum og ráðleggur hún því ungum stelpum að prófa sig áfram til að sjá hvað virkar fyrir þær en ekki fara eftir því hvað þær hafa heyrt eða hvað vinkonur þeirra hafi upplifað. Sigga spyr hversu lengi ætti að prófa eina tegund pillu til að sjá hvernig áhrif hún hefur og hvort að hún henti. „Allavega þrjá til sex mánuði,“ segir Hanna Lilja. En aukaverkanir eins og hausverkur, pirringur, brjóstaspenna, uppþemba, bjúgsöfnum og bólur eru aukaverkanir sem getað komið á þessum tíma. „Er hægt að vera of gömul fyrir pilluna?,“ spyr Sigga. Ef þú ert yfir 35 ára og reykir þá áttu ekki að vera á pillunni,“ svarar Hanna Lilja. „Danir eru til dæmis að stoppa pilluna við 35 ára aldur en hér á Íslandi er það óhætt til 45 ára ef þú reykir ekki. Þáttinn í heild sinni er hægt að nálgast á streymisveitunni Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: 25 -#3 Kviknar og Gynamedica Óþarfi að taka pásu á milli spjalda á pillunni Þegar þær ræða frekar um pilluna segir Hanna Lilja það þurfi í raun ekki að taka pásu á milli spjalda eins og alltaf var sagt. Þá var eitt spjald tekið inn samfleytt og svo tekin viku pása til að fá ákveðna hreinsun og fara á blæðingar. Þú þarft ekki að taka pásu á milli spjalda, þú þarft ekki að fara á blæðingar. Þú mátt alveg taka pilluna samfellt. „Ha? Ég er í sjokki! Ég trúi ekki að ég hafi farið á allar þessar blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess,“ segir Andrea. Í þættinum fara þær stöllur yfir mjög áhugaveðar staðreyndir, hugleiðingar og vangaveltur varðandi getnaðarvarnir, kosti þeirra og galla. Þær segja það mikilvægt að fólk taki sér tíma til þess að kynna sér getnaðarvarnirnar vel og helst hafa einhvern með í ráðum til að hjálpa sér að taka ákvörðun. Það er margt í boði og segja þær fræðsluna alls ekki vera næga. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira