„Það sem við köllum gott svindl“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 11:03 Kennie Chopart fiskaði vítaspyrnu fyrir KR gegn Keflavík. vísir/hulda margrét Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka féll Kennie í vítateig Keflvíkinga í baráttu við Ástbjörn Þórðarson og Einar Ingi dæmdi umsvifalaust víti. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn en Sindri Kristinn Ólafsson varði spyrnu hans. Réttlætinu var því fullnægt að mati Mána en honum fannst Kennie sækja vítið með leikaraskap. „Þetta er það sem við köllum gott svindl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum Kennie fiska svona vítaspyrnur, þegar menn koma rétt svo við hann. Hann dýfir sér glæsilega þarna,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni í gær. „Þetta er ekki víti fyrir fimmaur. Þetta er minnsta víti sem við höfum séð á árinu og þá tökum við Raheem Sterling vítið með,“ bætti Máni við og vísaði til vítaspyrnu var dæmd í leik Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM í síðustu viku. Máni segir þó að Ástbjörn hafi ef til vill ekki verið nógu klókur í þessari stöðu. „Auðvitað hefði hann kannski átt að lesa að hann væri að fara í pressu á móti Kennie og hann væri vís til að láta sig detta,“ sagði Máni. Atla Viðari Björnssyni fannst Ástbjörn hafa verið full klaufalegur í varnarleik sínum. „Mér finnst að Ástbjörn eigi að passa sig á því einu að rekast ekki í Kennie því hann er að hlaupa burt frá markinu, út úr teignum. Hann má ekki narta í hælana á honum þarna. Lítil brot geta líka verið víti,“ sagði Atli Viðar. Vítaklúður Pálma kom ekki að sök fyrir KR-inga sem unnu leikinn, 1-0. Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins með skoti í slá og inn á 7. mínútu. Umræðuna um vítið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Keflavík ÍF Tengdar fréttir Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka féll Kennie í vítateig Keflvíkinga í baráttu við Ástbjörn Þórðarson og Einar Ingi dæmdi umsvifalaust víti. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn en Sindri Kristinn Ólafsson varði spyrnu hans. Réttlætinu var því fullnægt að mati Mána en honum fannst Kennie sækja vítið með leikaraskap. „Þetta er það sem við köllum gott svindl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum Kennie fiska svona vítaspyrnur, þegar menn koma rétt svo við hann. Hann dýfir sér glæsilega þarna,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni í gær. „Þetta er ekki víti fyrir fimmaur. Þetta er minnsta víti sem við höfum séð á árinu og þá tökum við Raheem Sterling vítið með,“ bætti Máni við og vísaði til vítaspyrnu var dæmd í leik Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM í síðustu viku. Máni segir þó að Ástbjörn hafi ef til vill ekki verið nógu klókur í þessari stöðu. „Auðvitað hefði hann kannski átt að lesa að hann væri að fara í pressu á móti Kennie og hann væri vís til að láta sig detta,“ sagði Máni. Atla Viðari Björnssyni fannst Ástbjörn hafa verið full klaufalegur í varnarleik sínum. „Mér finnst að Ástbjörn eigi að passa sig á því einu að rekast ekki í Kennie því hann er að hlaupa burt frá markinu, út úr teignum. Hann má ekki narta í hælana á honum þarna. Lítil brot geta líka verið víti,“ sagði Atli Viðar. Vítaklúður Pálma kom ekki að sök fyrir KR-inga sem unnu leikinn, 1-0. Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins með skoti í slá og inn á 7. mínútu. Umræðuna um vítið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Keflavík ÍF Tengdar fréttir Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12