Vörðust stórri sókn Talibana Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2021 20:04 Hemrenn stjórnarhersins standa vörð í Afganistan. EPA/JALIL REZAYEE Stjórnarher Afganistans varðist áhlaupi vígamanna Talibana á Taluqan, höfuðborg héraðsins Takhar, sem liggur að landamærum Afganistans og Tadsíkistan. Talibanar hafa lagt undir sig mikið landsvæði í Afganistan að undanförnu en stjórnarherinn segir þá hafa orðið fyrir miklu mannfalli í þessari árás. Abdualla Qarluq, ríkisstjóri Takhar, sagði Reuters fréttaveitunni að með aðstoð loftárása hefðu Talibanar orðið fyrir fordæmalausu mannfalli. 55 vígamenn hefðu fallið og 90 særst. Þær tölur eru þó ekki staðfestar. Þar að auki sagði varnarmálaráðuneyti Afganistans að hópur vígamanna hefðu fallið í valinn í loftárásum á felustað þeirra í útjaðri Taluqan. Over 12 #Taliban terrorists were killed in #airstrikes conducted by #AAF on Taliban hideouts in Tangi Farkhar area and the outskirts of #Takhar provincial center, today morning.Also, a large amount of their weapons & amos were destroyed as a result. pic.twitter.com/mccxadXdHH— Ministry of Defense, Afghanistan (@MoDAfghanistan) July 11, 2021 Loftárásir hafa reynst Talibönum erfiðar viðureignar og á undanförnum mánuðum hafa þeir markvisst unnið að því að myrða flugmenn stjórnarhersins úr launi. Minnst sjö eru sagðir hafa verið myrtir á skömmum tíma. Taluqan er ekki eina héraðs-höfuðborgin sem Talibanar ógna um þessar mundir. Í aðdraganda og samhliða brottflutningi bandarískra hermanna og hermanna Atlantshafsbandalagsins frá landinu hefur Talibönum vaxið ásmegin og stjórna þeir stórum hluta landsins. Í raun mætti segja að Talibanar stjórni sveitum og dreifðri byggð landsins og stjórnarherinn og stríðsherrar hliðhollir stjórnvöldum stjórni þéttar byggðum, bæjum og borgum Afganistan. Á meðfylgjandi myndum AFP fréttaveitunnar má glögglega sjá hve mikið Talíbanar hafa sótt fram á undanförnum mánuðum. The Taliban's increasing hold over Afghanistan.#AFPgraphics map showing parts of Afghanistan under government control and territories under the influence of the Taliban, from April till July pic.twitter.com/5OfEEPV7mC— AFP News Agency (@AFP) July 8, 2021 Afganistan Tengdar fréttir Allt herlið horfið frá Afganistan fyrir lok sumars Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði því í gærkvöldi að hann muni ekki senda aðra kynslóð Bandaríkjamanna í stríðreksturinn í Afganistan sem nú hefur staðið í tvo áratugi. 9. júlí 2021 07:43 Johnson kallar herlið Bretlands í Afganistan heim Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001. 8. júlí 2021 13:53 Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Abdualla Qarluq, ríkisstjóri Takhar, sagði Reuters fréttaveitunni að með aðstoð loftárása hefðu Talibanar orðið fyrir fordæmalausu mannfalli. 55 vígamenn hefðu fallið og 90 særst. Þær tölur eru þó ekki staðfestar. Þar að auki sagði varnarmálaráðuneyti Afganistans að hópur vígamanna hefðu fallið í valinn í loftárásum á felustað þeirra í útjaðri Taluqan. Over 12 #Taliban terrorists were killed in #airstrikes conducted by #AAF on Taliban hideouts in Tangi Farkhar area and the outskirts of #Takhar provincial center, today morning.Also, a large amount of their weapons & amos were destroyed as a result. pic.twitter.com/mccxadXdHH— Ministry of Defense, Afghanistan (@MoDAfghanistan) July 11, 2021 Loftárásir hafa reynst Talibönum erfiðar viðureignar og á undanförnum mánuðum hafa þeir markvisst unnið að því að myrða flugmenn stjórnarhersins úr launi. Minnst sjö eru sagðir hafa verið myrtir á skömmum tíma. Taluqan er ekki eina héraðs-höfuðborgin sem Talibanar ógna um þessar mundir. Í aðdraganda og samhliða brottflutningi bandarískra hermanna og hermanna Atlantshafsbandalagsins frá landinu hefur Talibönum vaxið ásmegin og stjórna þeir stórum hluta landsins. Í raun mætti segja að Talibanar stjórni sveitum og dreifðri byggð landsins og stjórnarherinn og stríðsherrar hliðhollir stjórnvöldum stjórni þéttar byggðum, bæjum og borgum Afganistan. Á meðfylgjandi myndum AFP fréttaveitunnar má glögglega sjá hve mikið Talíbanar hafa sótt fram á undanförnum mánuðum. The Taliban's increasing hold over Afghanistan.#AFPgraphics map showing parts of Afghanistan under government control and territories under the influence of the Taliban, from April till July pic.twitter.com/5OfEEPV7mC— AFP News Agency (@AFP) July 8, 2021
Afganistan Tengdar fréttir Allt herlið horfið frá Afganistan fyrir lok sumars Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði því í gærkvöldi að hann muni ekki senda aðra kynslóð Bandaríkjamanna í stríðreksturinn í Afganistan sem nú hefur staðið í tvo áratugi. 9. júlí 2021 07:43 Johnson kallar herlið Bretlands í Afganistan heim Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001. 8. júlí 2021 13:53 Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Allt herlið horfið frá Afganistan fyrir lok sumars Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði því í gærkvöldi að hann muni ekki senda aðra kynslóð Bandaríkjamanna í stríðreksturinn í Afganistan sem nú hefur staðið í tvo áratugi. 9. júlí 2021 07:43
Johnson kallar herlið Bretlands í Afganistan heim Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001. 8. júlí 2021 13:53
Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20
Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01
Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05