Telja sig hlunnfarna um milljónir í laun frá Pizzunni Snorri Másson skrifar 9. júlí 2021 07:00 Fjöldi mála hefur verið til meðferðar hjá Eflingu stéttarfélaginu vegna þess sem starfsmenn Pizzunar segja að sé vangreidd yfirvinna. Vísir/Vilhelm Hópur starfsmanna pítsukeðjunnar Pizzunnar telur sig hlunnfarinn um laun frá fyrirtækinu. Stéttarfélag starfsmannanna er með á milli sex og sjö milljóna króna í innheimtu frá fyrirtækinu vegna vangreiddra launa, einkum þar sem yfirvinnutímar hafa ekki verið greiddir sem slíkir. Starfsmaður sem Vísir hefur rætt við segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við fyrirtækið. Sá vill ekki koma fram undir nafni af ótta við að það hafi áhrif á atvinnumöguleika hans til framtíðar, en hann er horfinn til annarra starfa eftir að hafa unnið hjá fyrirtækinu frá áramótum. Viðkomandi starfsmaður hefur ekki fengið greidda yfirvinnu jafnvel þótt hann hafi suma mánuði starfað meira en 100 tíma umfram fullt starf. Á sama tíma segir hann að orlof sitt hafi verið greitt út mörgum mánuðum of seint eftir ítrekuð símtöl til yfirmannsins. Starfsmaðurinn segir einnig frá því að þeir sem leitað hafi til stéttarfélags vegna vangreiddra launa hafi fengið að mæta afleiðingum, stundum með brottrekstri úr starfi sem hafi síðan verið gefin tylliástæða fyrir. „Ég fór fyrst í Eflingu og hvatti aðra til að gera hið sama vegna þessara mála. Þeir geta rekið okkur einn og einn ef við förum til stéttarfélagsins, en ekki ef allir fara í einu,“ segir starfsmaðurinn. „Ákveðin kúgunartaktík“ Framkvæmdastjóri Pizzunnar segir í skriflegu svari til Vísis að starfsmenn sem leitað hafi til stéttarfélags hafi ekki verið beittir óbeinum refsingum eins og að taka þá af vaktaplani. „Það hefur ekki verið gert,“ skrifar Hákon Atli Bjarkason framkvæmdastjóri. Ingólfur Bjarni Jónsson, sviðsstjóri kjaramála hjá Eflingu.Stöð 2 Ingólfur Björgvin Jónsson, sviðsstjóri kjaramálasviðs hjá Eflingu, segist aftur á móti hafa haft veður af því að starfsmenn sem hafi leitað til Eflingar hafi skyndilega dottið út af vaktaplönum og þannig í raun verið sagt upp fyrirvaralaust. Að sögn Ingólfs er það alvarlegt mál og félagið hefur þegar sent erindi til Pizzunnar og mótmælt þessum aðferðum. „Þetta er ákveðin kúgunartaktík, sem er alltof algeng í þessum veitingabransa í dag,“ segir Ingólfur. Í meira lagi hjá einstöku fyrirtæki Frá því í ágúst í fyrra hefur Efling krafist launa fyrir starfsfólk frá Pizzunni í fjórtán aðskildum málum. Á þessari stundu eru sex af þessum fjórtán málum virk hjá félaginu og fleiri eru væntanleg, sem á eftir að ganga frá og koma í formlegt ferli að sögn Ingólfs. „Þetta telst í meira lagi hjá einstöku fyrirtæki,“ segir Ingólfur. „Tilsögn stéttarfélagsins er síðan ekki tekið þegar slíkt er sent og þegar við reynum að hafa samband við þau.“ Ingólfur segir að holskefla mála hafi borist þegar greiða átti orlof starfsmanna út í maí. Það hafi þá í mörgum tilfellum ekki verið greitt inn á sérstakan orlofsreikning eins og gert er ráð fyrir. Að sögn Hákons framkvæmdastjóra hefur orlofið nú allt verið greitt út. Það hefur þó verið gert of seint í sumum tilvikum. Orð samræmist ekki gjörðum Kröfur Eflingar snúa aðallega að vangreiddri yfirvinnu, en að sögn Ingólfs gaf fyrirtækið það sérstaklega út á meðal starfsfólks að yfirvinna umfram 100% starf yrði ekki greidd sérstaklega. Spurður út í það hvort starfsmenn fái greidda yfirvinnu frá fyrirtækin svarar Hákon framkvæmdastjóri játandi. „Já, það er stefna fyrirtækisins að fara í einu og öllu eftir kjarasamningum og að leiðrétta strax ef mistök eru gerð við launaútreikning og aftur í tímann ef í ljós kemur að túlkun okkar á ákvæðum kjarasamnings var ekki rétt. Við höfum átt samtöl við viðkomandi stéttarfélag og viljum leysa málið farsællega,“ skrifar Hákon. Ingólfur segir að þannig horfi þetta ekki við Eflingu. „Þetta samræmist ekki því sem þeir hafa verið að gera undanfarið. Ef hann hefur greitt upp allar kröfur hlýtur hann að geta sýnt fram á það,“ segir Ingólfur. Ingólfur segist þá ekki vita til þess að eftir leiðréttingar hjá þeim sem leitað hafi til Eflingar hafi sams konar afturvirkar leiðréttingar verið veittar öðrum starfsmönnum. Þetta gildi einnig um mál þar sem starfsmenn reyndust á lægri taxta en þeir áttu að vera, til dæmis vegna starfsaldurs. Vaxtaverkir hjá stækkandi fyrirtæki Hákon segist í svörum sínum ekki telja það eðlilegt að svona mikill fjöldi starfsmanna leiti til stéttarfélags vegna kjaramála hjá fyrirtækinu. „Ég tel það alls ekki æskilegt þó að auðvitað komi við og við upp einhver álitamál. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á síðustu 2 árum því hafa fylgt töluverðir vaxtaverkir. Við erum núna með í kringum 300 starfsmenn og erum að reyna að læra jafnóðum af því sem kemur upp til að koma í veg fyrir að sambærileg álitaefni endurtaki sig.“ Spurður hvort til standi að greiða þær kröfur sem nú eru útistandandi af hálfu umræddra félagsmanna Eflingar, skrifar Hákon: „Ef það kemur í ljós að það hafa verið gerð mistök í launaútreikningi þá munum við að sjálfsögðu leiðrétta það gagnvart þessum starfsmönnum.“ Pizzan ehf. rekur átta pítsustaði í Reykjavík og einn á Akureyri og er önnur stærsta pítsukeðja landsins á eftir Domino's, sem rekur 23 staði. Í grunninn er Pizzan rótgróin keðja sem var stofnuð árið 1998. Eigendur fyrirtækisins eru Ólafur Friðrik Ólafsson með 65% hlut og Guðmundur Ingvar A. Kristjánsson með 35% samkvæmt fyrirtækjaskrá. Veitingastaðir Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira
Starfsmaður sem Vísir hefur rætt við segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við fyrirtækið. Sá vill ekki koma fram undir nafni af ótta við að það hafi áhrif á atvinnumöguleika hans til framtíðar, en hann er horfinn til annarra starfa eftir að hafa unnið hjá fyrirtækinu frá áramótum. Viðkomandi starfsmaður hefur ekki fengið greidda yfirvinnu jafnvel þótt hann hafi suma mánuði starfað meira en 100 tíma umfram fullt starf. Á sama tíma segir hann að orlof sitt hafi verið greitt út mörgum mánuðum of seint eftir ítrekuð símtöl til yfirmannsins. Starfsmaðurinn segir einnig frá því að þeir sem leitað hafi til stéttarfélags vegna vangreiddra launa hafi fengið að mæta afleiðingum, stundum með brottrekstri úr starfi sem hafi síðan verið gefin tylliástæða fyrir. „Ég fór fyrst í Eflingu og hvatti aðra til að gera hið sama vegna þessara mála. Þeir geta rekið okkur einn og einn ef við förum til stéttarfélagsins, en ekki ef allir fara í einu,“ segir starfsmaðurinn. „Ákveðin kúgunartaktík“ Framkvæmdastjóri Pizzunnar segir í skriflegu svari til Vísis að starfsmenn sem leitað hafi til stéttarfélags hafi ekki verið beittir óbeinum refsingum eins og að taka þá af vaktaplani. „Það hefur ekki verið gert,“ skrifar Hákon Atli Bjarkason framkvæmdastjóri. Ingólfur Bjarni Jónsson, sviðsstjóri kjaramála hjá Eflingu.Stöð 2 Ingólfur Björgvin Jónsson, sviðsstjóri kjaramálasviðs hjá Eflingu, segist aftur á móti hafa haft veður af því að starfsmenn sem hafi leitað til Eflingar hafi skyndilega dottið út af vaktaplönum og þannig í raun verið sagt upp fyrirvaralaust. Að sögn Ingólfs er það alvarlegt mál og félagið hefur þegar sent erindi til Pizzunnar og mótmælt þessum aðferðum. „Þetta er ákveðin kúgunartaktík, sem er alltof algeng í þessum veitingabransa í dag,“ segir Ingólfur. Í meira lagi hjá einstöku fyrirtæki Frá því í ágúst í fyrra hefur Efling krafist launa fyrir starfsfólk frá Pizzunni í fjórtán aðskildum málum. Á þessari stundu eru sex af þessum fjórtán málum virk hjá félaginu og fleiri eru væntanleg, sem á eftir að ganga frá og koma í formlegt ferli að sögn Ingólfs. „Þetta telst í meira lagi hjá einstöku fyrirtæki,“ segir Ingólfur. „Tilsögn stéttarfélagsins er síðan ekki tekið þegar slíkt er sent og þegar við reynum að hafa samband við þau.“ Ingólfur segir að holskefla mála hafi borist þegar greiða átti orlof starfsmanna út í maí. Það hafi þá í mörgum tilfellum ekki verið greitt inn á sérstakan orlofsreikning eins og gert er ráð fyrir. Að sögn Hákons framkvæmdastjóra hefur orlofið nú allt verið greitt út. Það hefur þó verið gert of seint í sumum tilvikum. Orð samræmist ekki gjörðum Kröfur Eflingar snúa aðallega að vangreiddri yfirvinnu, en að sögn Ingólfs gaf fyrirtækið það sérstaklega út á meðal starfsfólks að yfirvinna umfram 100% starf yrði ekki greidd sérstaklega. Spurður út í það hvort starfsmenn fái greidda yfirvinnu frá fyrirtækin svarar Hákon framkvæmdastjóri játandi. „Já, það er stefna fyrirtækisins að fara í einu og öllu eftir kjarasamningum og að leiðrétta strax ef mistök eru gerð við launaútreikning og aftur í tímann ef í ljós kemur að túlkun okkar á ákvæðum kjarasamnings var ekki rétt. Við höfum átt samtöl við viðkomandi stéttarfélag og viljum leysa málið farsællega,“ skrifar Hákon. Ingólfur segir að þannig horfi þetta ekki við Eflingu. „Þetta samræmist ekki því sem þeir hafa verið að gera undanfarið. Ef hann hefur greitt upp allar kröfur hlýtur hann að geta sýnt fram á það,“ segir Ingólfur. Ingólfur segist þá ekki vita til þess að eftir leiðréttingar hjá þeim sem leitað hafi til Eflingar hafi sams konar afturvirkar leiðréttingar verið veittar öðrum starfsmönnum. Þetta gildi einnig um mál þar sem starfsmenn reyndust á lægri taxta en þeir áttu að vera, til dæmis vegna starfsaldurs. Vaxtaverkir hjá stækkandi fyrirtæki Hákon segist í svörum sínum ekki telja það eðlilegt að svona mikill fjöldi starfsmanna leiti til stéttarfélags vegna kjaramála hjá fyrirtækinu. „Ég tel það alls ekki æskilegt þó að auðvitað komi við og við upp einhver álitamál. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á síðustu 2 árum því hafa fylgt töluverðir vaxtaverkir. Við erum núna með í kringum 300 starfsmenn og erum að reyna að læra jafnóðum af því sem kemur upp til að koma í veg fyrir að sambærileg álitaefni endurtaki sig.“ Spurður hvort til standi að greiða þær kröfur sem nú eru útistandandi af hálfu umræddra félagsmanna Eflingar, skrifar Hákon: „Ef það kemur í ljós að það hafa verið gerð mistök í launaútreikningi þá munum við að sjálfsögðu leiðrétta það gagnvart þessum starfsmönnum.“ Pizzan ehf. rekur átta pítsustaði í Reykjavík og einn á Akureyri og er önnur stærsta pítsukeðja landsins á eftir Domino's, sem rekur 23 staði. Í grunninn er Pizzan rótgróin keðja sem var stofnuð árið 1998. Eigendur fyrirtækisins eru Ólafur Friðrik Ólafsson með 65% hlut og Guðmundur Ingvar A. Kristjánsson með 35% samkvæmt fyrirtækjaskrá.
Veitingastaðir Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira