Aðför gerð að hinsegin samfélaginu á WeChat Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 08:04 Margir eru uggandi vegna þess hvernig afstaða samfélagsins til LGBT+ fólks er að þróast í Kína. epa/How Hwee Young Kínverskir netverjar eru klofnir í afstöðu sinni til nýjasta útspils tæknirisans Tencent, sem á samskiptamiðilinn WeChat. Á þriðjudag var fjölda aðganga hinsegin hópa lokað og öllum gömlum færslum eytt. Samkvæmt BBC voru flestir aðganganna á vegum háskólanema en aðgerðirnar hafa vakið áhyggjur af aukinni ritskoðun gegn LGBT+ samfélaginu. Margir kínverskir netverjar lýstu yfir hneykslan og stuðningi við hinsegin félögin en aðrir sögðust fagna því að loksins hefði verið þaggað niður í þeim. Í gær höfðu að minnsta kosti tvö háskólafélög sem berjast fyrir jafnrétti til handa hinsegin fólki og veita hinsegin nemum stuðning sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðirnar voru gagnrýndar. Talsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins sögðust í gær hafa áhyggjur af þessari þróun mála en í Kína virðast aðgerðirnar njóta nokkurs stuðnings. „Mér er alveg sama þótt LGBT-samfélagið geri sitt í hljóði en af hverju þarf það að flagga hugmyndafræði sinni framan í mig í gegnum þessi félög? Það var rétt að loka á þau,“ sagði einn notandi samfélagsmiðilsins Weibo. Eigendum þeirra síða sem var lokað var tilkynnt um að þeir hefðu verið klagaðir fyrir brot á reglum, án þess að það væri útlistað um hvaða brot væri að ræða. Svo virðist sem aukinnar hörku sé að gæta gagnvart hinsegin samfélaginu í Kína. Lög gegn samkynhneigð voru felld úr gildi árið 1997 en í fyrra var Pride-hátíðin í Sjanghæ felld niður án ástæðu, í fyrsta sinn í ellefu ár. Þá sögðust forsvarsmenn Weibo árið 2018 hyggjast eyða öllum færslum er vörðuðu samkynhneigð en hættu við eftir hörð mótmæli. Óskarsverðlaunamyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um ævi Freddie Mercury, var einnig ritskoðuð í Kína, á þann veg að öll atriði þar sem komið var inn á kynhneigð eða HIV-greiningu tónlistarmannsins voru tekin út. Hinsegin Kína Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Samkvæmt BBC voru flestir aðganganna á vegum háskólanema en aðgerðirnar hafa vakið áhyggjur af aukinni ritskoðun gegn LGBT+ samfélaginu. Margir kínverskir netverjar lýstu yfir hneykslan og stuðningi við hinsegin félögin en aðrir sögðust fagna því að loksins hefði verið þaggað niður í þeim. Í gær höfðu að minnsta kosti tvö háskólafélög sem berjast fyrir jafnrétti til handa hinsegin fólki og veita hinsegin nemum stuðning sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðirnar voru gagnrýndar. Talsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins sögðust í gær hafa áhyggjur af þessari þróun mála en í Kína virðast aðgerðirnar njóta nokkurs stuðnings. „Mér er alveg sama þótt LGBT-samfélagið geri sitt í hljóði en af hverju þarf það að flagga hugmyndafræði sinni framan í mig í gegnum þessi félög? Það var rétt að loka á þau,“ sagði einn notandi samfélagsmiðilsins Weibo. Eigendum þeirra síða sem var lokað var tilkynnt um að þeir hefðu verið klagaðir fyrir brot á reglum, án þess að það væri útlistað um hvaða brot væri að ræða. Svo virðist sem aukinnar hörku sé að gæta gagnvart hinsegin samfélaginu í Kína. Lög gegn samkynhneigð voru felld úr gildi árið 1997 en í fyrra var Pride-hátíðin í Sjanghæ felld niður án ástæðu, í fyrsta sinn í ellefu ár. Þá sögðust forsvarsmenn Weibo árið 2018 hyggjast eyða öllum færslum er vörðuðu samkynhneigð en hættu við eftir hörð mótmæli. Óskarsverðlaunamyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um ævi Freddie Mercury, var einnig ritskoðuð í Kína, á þann veg að öll atriði þar sem komið var inn á kynhneigð eða HIV-greiningu tónlistarmannsins voru tekin út.
Hinsegin Kína Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira