Við karlmenn Guðbrandur Einarsson skrifar 8. júlí 2021 07:00 Sú umræða sem nú fer fram um kynferðislega áreitni og annað kynferðisofbeldi gegn konum og ungum stúlkum setur okkur mörg af minni kynslóð í einkennilega stöðu. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki horfast í augu við vandann heldur kunnum við það ekki. Þögn um hlutina Við höfum flest alist upp við að tala ekki um áreitnina og ofbeldið og mörg okkar hafa þurft að burðast með alls konar tilfinningar tengdar kynferðisofbeldi stærstan hluta ævi okkar, svo ekki sé nú talað um þá kynslóð sem á undan mér gekk. Talað var um að einhver væri kvensamur þegar sá hinn sami var í raun kynferðisafbrotamaður. Hlutirnir voru settir í annan búning og okkur einfaldlega gert að lifa með því. Karlmenn gerendur Það er staðreynd að karlmenn eru langoftast gerendur í ofbeldismálum, kynferðisbrotamálum sem og öðrum. Ég upplifði það sem unglingur, að fyrir framan skemmtistaði veltust vel drukknir karlmenn um í slagsmálum og þegar minn tími kom tók ég þátt í þeim af miklum móð. Við ólumst líka upp við kynferðislegu áreitnina, að konur áttu að hrista af sér klipin í brjóst og rassa og helst geyma það með sjálfri sér, hafi þeim verið nauðgað til að eyðileggja ekki mannorð gerandans.Það ofbeldi sem við lesum um að á sér stað í miðbæ Reykjavíkur eftir hverja helgi er nánast alltaf vegna karlmanna og fangelsi heimsins eru flest yfirfull af ofbeldisfullum körlum. Við sem samfélag þurfum að sýna vilja til að horfast í augu við þennan ofbeldisfulla, kynbundna veruleika og leita leiða til að finna betri veg. Við þurfum aðlögun Ég bý við þær fjölskylduaðstæður að eiga afkomendur sem ræða kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi opinskátt og eru tilbúin til að svipta hulunni af þeirri ormagryfju sem falið kynferðisofbeldi er. Ég vil vera þátttakandi í þessu samtali þeirra en viðurkenni fúslega að ég þarf að aðlagast nýjum veruleika. Ég tel víst að slíkt hið sama eigi við um mörg af minni kynslóð og eldri. Sú gerjun sem á sér stað þessa dagana, og þessi nýi veruleiki fyrir okkur sem eldri erum, mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið okkar, því ofbeldi í hvaða mynd sem er á ekki að viðgangast. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Kynferðisofbeldi MeToo Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sú umræða sem nú fer fram um kynferðislega áreitni og annað kynferðisofbeldi gegn konum og ungum stúlkum setur okkur mörg af minni kynslóð í einkennilega stöðu. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki horfast í augu við vandann heldur kunnum við það ekki. Þögn um hlutina Við höfum flest alist upp við að tala ekki um áreitnina og ofbeldið og mörg okkar hafa þurft að burðast með alls konar tilfinningar tengdar kynferðisofbeldi stærstan hluta ævi okkar, svo ekki sé nú talað um þá kynslóð sem á undan mér gekk. Talað var um að einhver væri kvensamur þegar sá hinn sami var í raun kynferðisafbrotamaður. Hlutirnir voru settir í annan búning og okkur einfaldlega gert að lifa með því. Karlmenn gerendur Það er staðreynd að karlmenn eru langoftast gerendur í ofbeldismálum, kynferðisbrotamálum sem og öðrum. Ég upplifði það sem unglingur, að fyrir framan skemmtistaði veltust vel drukknir karlmenn um í slagsmálum og þegar minn tími kom tók ég þátt í þeim af miklum móð. Við ólumst líka upp við kynferðislegu áreitnina, að konur áttu að hrista af sér klipin í brjóst og rassa og helst geyma það með sjálfri sér, hafi þeim verið nauðgað til að eyðileggja ekki mannorð gerandans.Það ofbeldi sem við lesum um að á sér stað í miðbæ Reykjavíkur eftir hverja helgi er nánast alltaf vegna karlmanna og fangelsi heimsins eru flest yfirfull af ofbeldisfullum körlum. Við sem samfélag þurfum að sýna vilja til að horfast í augu við þennan ofbeldisfulla, kynbundna veruleika og leita leiða til að finna betri veg. Við þurfum aðlögun Ég bý við þær fjölskylduaðstæður að eiga afkomendur sem ræða kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi opinskátt og eru tilbúin til að svipta hulunni af þeirri ormagryfju sem falið kynferðisofbeldi er. Ég vil vera þátttakandi í þessu samtali þeirra en viðurkenni fúslega að ég þarf að aðlagast nýjum veruleika. Ég tel víst að slíkt hið sama eigi við um mörg af minni kynslóð og eldri. Sú gerjun sem á sér stað þessa dagana, og þessi nýi veruleiki fyrir okkur sem eldri erum, mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið okkar, því ofbeldi í hvaða mynd sem er á ekki að viðgangast. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar