Nú berjast lögreglumenn við nokkra aðra úr hópi tilræðismanna og segir lögreglustjórinn Leon Charles að þeir muni nást, lifandi eða dauðir.
Forseti Haítí, hinn fimmtíu og þriggja ára gamli Jovenel Moïse var skotinn til bana á heimili sínu og eiginkona hans særð lífshættulega aðfaranótt gærdagsins.
Lögreglustjórinn segir að þegar hafi komið til átaka milli árásarmannanna og lögreglu og að bardagar hafi staðið síðan og standi enn.
Moïse var kjörinn forseti árið 2017 en síðustu misseri hafði hann mætti mikilli andstöðu og mótmælum þar sem afsagnar hans var krafist.
Tilræðismennirnir voru mögulega utanaðkomandi málaliðar en lögregla segir þá tala ensku og spænsku. Opinberu tungumálin á Haítí eru franska og kreól.