Guðlaug Edda leið eftir aðgerðina og á mun erfiðara andlega en líkamlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2021 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur alltaf fundið leiðir þrátt fyrir mótlæti. Svona leysti hún það að geta ekki komist í sund í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Íslenska þríþrautarkona Guðlaug Edda Hannesdóttir gekk undir stóra mjaðmaraðgerð fyrir rúmri viku en hún er enn að safna fyrir aðgerðinni sem má að bjarga ferli hennar og halda um leið Ólympíudraumnum á lífi. Í tilefni þess að vika er liðin frá aðgerðinni þá fór Guðlaug Edda aðeins yfir stöðuna á sér og þar kom í ljós að líkaminn er að taka vel við sér eftir aðgerðina en að hugurinn þarf meiri tíma. „Það er vika liðin frá aðgerðinni. Dagarnir líða og lífið heldur áfram hjá mér sem og öllum öðrum. Það sem hefur komið mér mest á óvart er það að á sama tíma og líkaminn er að verða betri og betri með hverjum degi þá hefur hugurinn ekki jafnað sig á sama hraða,“ skrifaði Guðlaug Edda Hannesdóttir á Instagram síðuna sína. „Ég hélt að um leið og ég kæmist í gegnum aðgerðina þá myndi hugurinn sjálfkrafa fara úr því að vera leiður í það að vera vongóður og áhugasamur um leið og ég myndi hefja endurhæfinguna mína,“ skrifaði Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Ekki misskilja mig. Ég er áhugasöm og ég er vongóð en ég hef líka verið svo leið á sama tíma,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Það er mikil sorg sem fylgir því að jafna sig á stórri aðgerð. Ég er að syrgja líkmann, markmiðin mín, þetta tímabil og auðkenni mitt sem íþróttamaður. Með því kemur mikil leiði,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Er ég mikilvæg í þessum heimi þegar ég get ekki stundað íþróttina mína og keppt fyrir þjóðina mína. Af hverju brást líkaminn minn mér svo stuttu áður en ég náði stærsta markmiði lífsins? Hvenær kem ég til baka og get ég ég náð að komast í mitt besta form aftur?,“ spurði Guðlaug Edda sjálfa sig. „Hvernig styð ég við bakið á fólkinu í kringum mig á meðan þau eru að ná sínum markmiðum, keppa á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, á sama tíma og ég syrgi það að geta ekki gert hið sama,“ skrifaði Guðlaug Edda. Kærasti hennar Anton Sveinn McKee er á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Það má sjá alla færslu Guðlaugar Eddu hér fyrir ofan. Hún er enn að safna fyrir aðgerðinni sinni og þarf mikið í viðbót þar sem hún er ekki enn hálfnuð. Það er hægt að styðja hana hér. Þríþraut Tengdar fréttir Aðgerðin hjá Guðlaugu Eddu varð næstum því tvöfalt lengri en áætlað var Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin heim eftir að hafa gengist undir mjaðmaraðgerð sem nær vonandi að halda Ólympíudraumum hennar á lífi. 1. júlí 2021 12:31 Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. 22. júní 2021 08:01 Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Í tilefni þess að vika er liðin frá aðgerðinni þá fór Guðlaug Edda aðeins yfir stöðuna á sér og þar kom í ljós að líkaminn er að taka vel við sér eftir aðgerðina en að hugurinn þarf meiri tíma. „Það er vika liðin frá aðgerðinni. Dagarnir líða og lífið heldur áfram hjá mér sem og öllum öðrum. Það sem hefur komið mér mest á óvart er það að á sama tíma og líkaminn er að verða betri og betri með hverjum degi þá hefur hugurinn ekki jafnað sig á sama hraða,“ skrifaði Guðlaug Edda Hannesdóttir á Instagram síðuna sína. „Ég hélt að um leið og ég kæmist í gegnum aðgerðina þá myndi hugurinn sjálfkrafa fara úr því að vera leiður í það að vera vongóður og áhugasamur um leið og ég myndi hefja endurhæfinguna mína,“ skrifaði Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Ekki misskilja mig. Ég er áhugasöm og ég er vongóð en ég hef líka verið svo leið á sama tíma,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Það er mikil sorg sem fylgir því að jafna sig á stórri aðgerð. Ég er að syrgja líkmann, markmiðin mín, þetta tímabil og auðkenni mitt sem íþróttamaður. Með því kemur mikil leiði,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Er ég mikilvæg í þessum heimi þegar ég get ekki stundað íþróttina mína og keppt fyrir þjóðina mína. Af hverju brást líkaminn minn mér svo stuttu áður en ég náði stærsta markmiði lífsins? Hvenær kem ég til baka og get ég ég náð að komast í mitt besta form aftur?,“ spurði Guðlaug Edda sjálfa sig. „Hvernig styð ég við bakið á fólkinu í kringum mig á meðan þau eru að ná sínum markmiðum, keppa á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, á sama tíma og ég syrgi það að geta ekki gert hið sama,“ skrifaði Guðlaug Edda. Kærasti hennar Anton Sveinn McKee er á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Það má sjá alla færslu Guðlaugar Eddu hér fyrir ofan. Hún er enn að safna fyrir aðgerðinni sinni og þarf mikið í viðbót þar sem hún er ekki enn hálfnuð. Það er hægt að styðja hana hér.
Þríþraut Tengdar fréttir Aðgerðin hjá Guðlaugu Eddu varð næstum því tvöfalt lengri en áætlað var Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin heim eftir að hafa gengist undir mjaðmaraðgerð sem nær vonandi að halda Ólympíudraumum hennar á lífi. 1. júlí 2021 12:31 Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. 22. júní 2021 08:01 Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Aðgerðin hjá Guðlaugu Eddu varð næstum því tvöfalt lengri en áætlað var Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin heim eftir að hafa gengist undir mjaðmaraðgerð sem nær vonandi að halda Ólympíudraumum hennar á lífi. 1. júlí 2021 12:31
Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. 22. júní 2021 08:01
Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30
ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01