Rannsóknarblaðamaður skotinn úti á götu í Amsterdam Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2021 20:50 Af vettvangi í Amsterdam í kvöld. EPA/EVERT ELZINGA Peter R. de Vries, þekktur hollenskur blaðamaður, var skotinn úti á götu í Amsterdam í kvöld. De Vries er hvað helst þekktur fyrir fréttir sínar af sakamálum í Hollandi. Peter R. de Vries liggur þungt haldinn á spítala eftir skotárásina. Myndband tekið á vettvangi sýnir Peter liggja hreyfingarlausan á götunni. Af myndbandinu að dæma virðist hann hafa verið skotinn í höfuðið. Hann hafði komið fram í spjallþættinum RTL Boulevard skömmu áður hann var skotinn. „Fórnarlambið sem skotið var á Lange Leidsedwarsstraat var flutt þungt haldið á spítala,“ segir í tilkynningu lögreglunnar í Amsterdam en ekkert hefur verið gefið út nánar um líðan Peters. Lögreglan segir að þrír hafi verið handteknir í tengslum við málið, meðal þeirra er sá sem grunaður er um skotárásina. Famke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, segir að Peter berjist fyrir lífi sínu á spítala og að hún fordæmi árásina. Mark Rutte, sitjandi forsætisráðherra Hollands, hélt blaðamannafund í kvöld þar sem hann sagði frjálsa blaðamennsku vera nauðsynlega samfélaginu. „Hugsanir okkar eru hjá ástvinum Peters R. de Vries. Það mikilvægasta: Við vonum og biðjum fyrir að hann lifi af,“ sagði hann. Peter R. de Vries er einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Hollands en hann hefur á ferli sínum fjallað um mál á borð við mannránið á bjórjöfrinum Freddy Heineken árið 1983 og hvarf Natalee Holloway árið 2005. Þá hefur hann starfað mikið innan réttarkerfisins sem ráðunautur og málsvari þeirra sem minna mega sín. Undanfarið hefur hann starfað sem ráðgjafi Nabils B, vitnis í máli á hendur Ridouan Taghi, meintum eiturlyfjabarón. Lögmaður Nabils B, Dirk Wiersum, var ráðinn af dögum í september 2019. Fréttin hefur verið uppfærð. Holland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Peter R. de Vries liggur þungt haldinn á spítala eftir skotárásina. Myndband tekið á vettvangi sýnir Peter liggja hreyfingarlausan á götunni. Af myndbandinu að dæma virðist hann hafa verið skotinn í höfuðið. Hann hafði komið fram í spjallþættinum RTL Boulevard skömmu áður hann var skotinn. „Fórnarlambið sem skotið var á Lange Leidsedwarsstraat var flutt þungt haldið á spítala,“ segir í tilkynningu lögreglunnar í Amsterdam en ekkert hefur verið gefið út nánar um líðan Peters. Lögreglan segir að þrír hafi verið handteknir í tengslum við málið, meðal þeirra er sá sem grunaður er um skotárásina. Famke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, segir að Peter berjist fyrir lífi sínu á spítala og að hún fordæmi árásina. Mark Rutte, sitjandi forsætisráðherra Hollands, hélt blaðamannafund í kvöld þar sem hann sagði frjálsa blaðamennsku vera nauðsynlega samfélaginu. „Hugsanir okkar eru hjá ástvinum Peters R. de Vries. Það mikilvægasta: Við vonum og biðjum fyrir að hann lifi af,“ sagði hann. Peter R. de Vries er einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Hollands en hann hefur á ferli sínum fjallað um mál á borð við mannránið á bjórjöfrinum Freddy Heineken árið 1983 og hvarf Natalee Holloway árið 2005. Þá hefur hann starfað mikið innan réttarkerfisins sem ráðunautur og málsvari þeirra sem minna mega sín. Undanfarið hefur hann starfað sem ráðgjafi Nabils B, vitnis í máli á hendur Ridouan Taghi, meintum eiturlyfjabarón. Lögmaður Nabils B, Dirk Wiersum, var ráðinn af dögum í september 2019. Fréttin hefur verið uppfærð.
Holland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira