Rannsóknarblaðamaður skotinn úti á götu í Amsterdam Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2021 20:50 Af vettvangi í Amsterdam í kvöld. EPA/EVERT ELZINGA Peter R. de Vries, þekktur hollenskur blaðamaður, var skotinn úti á götu í Amsterdam í kvöld. De Vries er hvað helst þekktur fyrir fréttir sínar af sakamálum í Hollandi. Peter R. de Vries liggur þungt haldinn á spítala eftir skotárásina. Myndband tekið á vettvangi sýnir Peter liggja hreyfingarlausan á götunni. Af myndbandinu að dæma virðist hann hafa verið skotinn í höfuðið. Hann hafði komið fram í spjallþættinum RTL Boulevard skömmu áður hann var skotinn. „Fórnarlambið sem skotið var á Lange Leidsedwarsstraat var flutt þungt haldið á spítala,“ segir í tilkynningu lögreglunnar í Amsterdam en ekkert hefur verið gefið út nánar um líðan Peters. Lögreglan segir að þrír hafi verið handteknir í tengslum við málið, meðal þeirra er sá sem grunaður er um skotárásina. Famke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, segir að Peter berjist fyrir lífi sínu á spítala og að hún fordæmi árásina. Mark Rutte, sitjandi forsætisráðherra Hollands, hélt blaðamannafund í kvöld þar sem hann sagði frjálsa blaðamennsku vera nauðsynlega samfélaginu. „Hugsanir okkar eru hjá ástvinum Peters R. de Vries. Það mikilvægasta: Við vonum og biðjum fyrir að hann lifi af,“ sagði hann. Peter R. de Vries er einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Hollands en hann hefur á ferli sínum fjallað um mál á borð við mannránið á bjórjöfrinum Freddy Heineken árið 1983 og hvarf Natalee Holloway árið 2005. Þá hefur hann starfað mikið innan réttarkerfisins sem ráðunautur og málsvari þeirra sem minna mega sín. Undanfarið hefur hann starfað sem ráðgjafi Nabils B, vitnis í máli á hendur Ridouan Taghi, meintum eiturlyfjabarón. Lögmaður Nabils B, Dirk Wiersum, var ráðinn af dögum í september 2019. Fréttin hefur verið uppfærð. Holland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Peter R. de Vries liggur þungt haldinn á spítala eftir skotárásina. Myndband tekið á vettvangi sýnir Peter liggja hreyfingarlausan á götunni. Af myndbandinu að dæma virðist hann hafa verið skotinn í höfuðið. Hann hafði komið fram í spjallþættinum RTL Boulevard skömmu áður hann var skotinn. „Fórnarlambið sem skotið var á Lange Leidsedwarsstraat var flutt þungt haldið á spítala,“ segir í tilkynningu lögreglunnar í Amsterdam en ekkert hefur verið gefið út nánar um líðan Peters. Lögreglan segir að þrír hafi verið handteknir í tengslum við málið, meðal þeirra er sá sem grunaður er um skotárásina. Famke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, segir að Peter berjist fyrir lífi sínu á spítala og að hún fordæmi árásina. Mark Rutte, sitjandi forsætisráðherra Hollands, hélt blaðamannafund í kvöld þar sem hann sagði frjálsa blaðamennsku vera nauðsynlega samfélaginu. „Hugsanir okkar eru hjá ástvinum Peters R. de Vries. Það mikilvægasta: Við vonum og biðjum fyrir að hann lifi af,“ sagði hann. Peter R. de Vries er einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Hollands en hann hefur á ferli sínum fjallað um mál á borð við mannránið á bjórjöfrinum Freddy Heineken árið 1983 og hvarf Natalee Holloway árið 2005. Þá hefur hann starfað mikið innan réttarkerfisins sem ráðunautur og málsvari þeirra sem minna mega sín. Undanfarið hefur hann starfað sem ráðgjafi Nabils B, vitnis í máli á hendur Ridouan Taghi, meintum eiturlyfjabarón. Lögmaður Nabils B, Dirk Wiersum, var ráðinn af dögum í september 2019. Fréttin hefur verið uppfærð.
Holland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira