Lögmaður Britney hættir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2021 16:38 Free Britney hreyfingin hefur sótt í sig veðrið undanfarin ár enda hefur hvorki gengið né rekið í sjálfræðismáli hennar. Getty/Rich Fury Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni. Sam Ingham, lögmaður Britney, hefur farið með málið frá árinu 2008 þegar faðir hennar fékk forræði yfir henni í kjölfar andlegra veikinda hennar. Síðan þá hefur Britney ítrekað reynt að fá föður sinn, Jamie Spears, sviptan forræði yfir sér en hann hefur farið með stjórn yfir fjár- og heilbrigðismálum hennar síðan árið 2008. Samkvæmt frétt TMZ mun Ingham skila inn gögnunum sem hann hafði ekki skilað í dag og mun hætta störfum á morgun. Þar segir að Britney hafi í áraraðir barist fyrir sjálfstæði en hafi ekki fengið sjálfræði yfir sér að nýju vegna vanhæfni Inghams. Page Six hefur eftir heimildarmanni að Britney hafi verið í áfalli eftir að hún komst að því að Ingham hafði ekki skilað inn tilskyldum gögnum. Aðeins tvær vikur eru liðnar síðan Britney bar vitni fyrir dómi og lýsti því hvernig forræði föður hennar, og annarra, yfir henni hafi eyðilagt líf hennar. Til þess að Britney fái aftur sjálfræði verður lögmaður hennar að skila inn beiðni um að forræði yfir henni verði aflétt, sem Ingham hefur ekki gert. Þá hefur Ingham ítrekað hundsað fyrirspurnir fréttamiðla og aðdáenda Britney um hvers vegna hann sé ekki búin að skila inn beiðninni. Greint var frá því í morgun að umboðsmaður Britney til 25 ára hafi einnig sagt af sér. Hann segir að Britney þarfnist sín ekki lengur þar sem hún fyrirhugi að hætta tónlistarferlinum. Þá greindi hann frá því í bréfi sem hann lagði fyrir dómstóla í LA að hann hafi ekki talað við Britney í um tvö ár og að hann hafi frétt af vilja hennar til að hætta í tónlist í gegn um annað fólk. Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Tengdar fréttir Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08 Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Britney verður áfram á valdi föður síns Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær. 1. júlí 2021 11:34 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Sam Ingham, lögmaður Britney, hefur farið með málið frá árinu 2008 þegar faðir hennar fékk forræði yfir henni í kjölfar andlegra veikinda hennar. Síðan þá hefur Britney ítrekað reynt að fá föður sinn, Jamie Spears, sviptan forræði yfir sér en hann hefur farið með stjórn yfir fjár- og heilbrigðismálum hennar síðan árið 2008. Samkvæmt frétt TMZ mun Ingham skila inn gögnunum sem hann hafði ekki skilað í dag og mun hætta störfum á morgun. Þar segir að Britney hafi í áraraðir barist fyrir sjálfstæði en hafi ekki fengið sjálfræði yfir sér að nýju vegna vanhæfni Inghams. Page Six hefur eftir heimildarmanni að Britney hafi verið í áfalli eftir að hún komst að því að Ingham hafði ekki skilað inn tilskyldum gögnum. Aðeins tvær vikur eru liðnar síðan Britney bar vitni fyrir dómi og lýsti því hvernig forræði föður hennar, og annarra, yfir henni hafi eyðilagt líf hennar. Til þess að Britney fái aftur sjálfræði verður lögmaður hennar að skila inn beiðni um að forræði yfir henni verði aflétt, sem Ingham hefur ekki gert. Þá hefur Ingham ítrekað hundsað fyrirspurnir fréttamiðla og aðdáenda Britney um hvers vegna hann sé ekki búin að skila inn beiðninni. Greint var frá því í morgun að umboðsmaður Britney til 25 ára hafi einnig sagt af sér. Hann segir að Britney þarfnist sín ekki lengur þar sem hún fyrirhugi að hætta tónlistarferlinum. Þá greindi hann frá því í bréfi sem hann lagði fyrir dómstóla í LA að hann hafi ekki talað við Britney í um tvö ár og að hann hafi frétt af vilja hennar til að hætta í tónlist í gegn um annað fólk.
Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Tengdar fréttir Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08 Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Britney verður áfram á valdi föður síns Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær. 1. júlí 2021 11:34 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08
Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14
Britney verður áfram á valdi föður síns Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær. 1. júlí 2021 11:34