Rauðar pöndur eru í útrýmingarhættu og segir í frétt DW að einungis lifi um 10 þúsund slíkar pöndur villt.
Notast var við kíkja og hitamyndavélar í leitinni að Jang, en hann slapp úr búrinu á fimmtudaginn í síðustu viku og fannst á föstudaginn. Fóru starfsmenn upp í stiga í slökkviliðsbíl til að ná honum aftur niður.
Talið er að Jang hafi komist út úr gerði sínu með því að klifra yfir girðingu með aðstoð „hjálpartækis í formi plöntu“ eins og það er orðað í tilkynningu frá dýragarðinum. Var umrædd planta klippt til áður en Jang var aftur komið fyrir í gerðinu.
Rauðar pöndur eiga ekki svo mikið sameiginlegt með svörtum og hvítum nöfnum sínum, ef frá er talin ást þeirra beggja á bambus. Rauðu pöndurnar eru mun minni en risapöndurnar sem margar verða um einn og hálfur metri á hæð og um 150 kíló að þyngd. Rauðu pöndurnar verða sjaldnast mikið stærri en venjulegir kettir.