Stjórnendur Arion banka telji eigin bréf vanmetin Snorri Másson skrifar 4. júlí 2021 13:19 Már Wolfgang Mixa, lektor viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, telur hlutabréf í íslenskum bönkum hvorki of- né vanmetin. Vísir Arion banki hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirlitinu til kaupa á eigin bréfum fyrir um 8 milljarða króna. Lektor í fjármálum segir þetta til marks um að þrátt fyrir miklar hækkanir á virði bréfa í bankanum, telji stjórnendur bréfin enn vanmetin. Þegar verst lét voru bréf Arion banka metin á um 51 krónu í mars árið 2020. Nú er virði þeirra rúmlega þrefalt á við það, um 159 krónur. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, bendir á að endurkaup á hlutabréfum á borð við þau sem nú eru fyrirhuguð séu almennt vísbending um að stjórnendur telji bréf í fyrirtækjum sínum vanmetin. „Þessi tilkynning er klárlega vísbending um að þrátt fyrir miklar hækkanir undanfarið, telji þeir bréfin enn vera vanmetin,“ sagði Már í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kaupi áfram eigin bréf Eftir að tilkynningin var gefin út á föstudaginn hækkuðu bréf bankans strax um hátt í 2% og hafa því hækkað samtals um 138% á einu ári. Már telur líkur á að bankinn kaupi áfram eitthvað af eigin bréfum. „Það má segja að þetta sé ákveðið merki um traust á rekstri bankans bæði í dag og í framtíðinni. Annars myndu þeir einfaldlega greiða út arð.“ Már segir að lægri ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé á meðal orsaka þess að hlutabréf í bönkum séu að verða sífellt eftirsóknarverðari. Einnig spili lægri kostnaður í rekstri banka inn í - Arion banki er til dæmis bara með tvö útibú eftir á höfuðborgarsvæðinu. WOW air og Bakki áföll Á allra síðustu árum hefur orðið ákveðinn viðsnúningur í rekstri bankans, eftir stór áföll í tengslum við fall WOW air og kísilversins á Bakka. „Þau áföll lituðu reksturinn með neikvæðum hætti en nú er búið að einfalda rekstur bankans og það má segja að með því sé framtíðarhagnaður bankans, að vænta megi minni sveiflna. Það er einfaldlega að endurspegla núna í gengi bankans.“ Fjárfestar og almenningur hafa fjárfest í miklum mæli í íslenskum bönkum undanfarið, eins og einnig Íslandsbanka. Bréfin þar hafa hækkað um 30% frá því að útboð fór fram og standa nú í um 107 krónum. Már telur hér ekki um ofurbjartsýni að ræða, heldur geti verið bjartir tímar fram undan í bankarekstri með minnkandi atvinnuleysi og batnandi efnahagsástandi. „Ef þessi stöðugleiki næst myndi ég halda að gengið sé, svipað og í Arion banka, á frekar raunhæfum slóðum. Í mínum huga eru bankarnir bæði tveir hvorki van- né ofmetnir.“ Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55 Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Þegar verst lét voru bréf Arion banka metin á um 51 krónu í mars árið 2020. Nú er virði þeirra rúmlega þrefalt á við það, um 159 krónur. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, bendir á að endurkaup á hlutabréfum á borð við þau sem nú eru fyrirhuguð séu almennt vísbending um að stjórnendur telji bréf í fyrirtækjum sínum vanmetin. „Þessi tilkynning er klárlega vísbending um að þrátt fyrir miklar hækkanir undanfarið, telji þeir bréfin enn vera vanmetin,“ sagði Már í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kaupi áfram eigin bréf Eftir að tilkynningin var gefin út á föstudaginn hækkuðu bréf bankans strax um hátt í 2% og hafa því hækkað samtals um 138% á einu ári. Már telur líkur á að bankinn kaupi áfram eitthvað af eigin bréfum. „Það má segja að þetta sé ákveðið merki um traust á rekstri bankans bæði í dag og í framtíðinni. Annars myndu þeir einfaldlega greiða út arð.“ Már segir að lægri ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé á meðal orsaka þess að hlutabréf í bönkum séu að verða sífellt eftirsóknarverðari. Einnig spili lægri kostnaður í rekstri banka inn í - Arion banki er til dæmis bara með tvö útibú eftir á höfuðborgarsvæðinu. WOW air og Bakki áföll Á allra síðustu árum hefur orðið ákveðinn viðsnúningur í rekstri bankans, eftir stór áföll í tengslum við fall WOW air og kísilversins á Bakka. „Þau áföll lituðu reksturinn með neikvæðum hætti en nú er búið að einfalda rekstur bankans og það má segja að með því sé framtíðarhagnaður bankans, að vænta megi minni sveiflna. Það er einfaldlega að endurspegla núna í gengi bankans.“ Fjárfestar og almenningur hafa fjárfest í miklum mæli í íslenskum bönkum undanfarið, eins og einnig Íslandsbanka. Bréfin þar hafa hækkað um 30% frá því að útboð fór fram og standa nú í um 107 krónum. Már telur hér ekki um ofurbjartsýni að ræða, heldur geti verið bjartir tímar fram undan í bankarekstri með minnkandi atvinnuleysi og batnandi efnahagsástandi. „Ef þessi stöðugleiki næst myndi ég halda að gengið sé, svipað og í Arion banka, á frekar raunhæfum slóðum. Í mínum huga eru bankarnir bæði tveir hvorki van- né ofmetnir.“
Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55 Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55
Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun