Svar við svari Heiðrúnar Daði Már Kristófersson skrifar 3. júlí 2021 14:30 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ritar ágæta grein á Vísi í gær þar sem hún dásamar mjög skýrslu sem ég skrifaði árið 2010. Ég þakka henni hólið. Hún vill meina að niðurstaða skýrslunnar hafi elst vel. Því er ég ekki fyllilega sammála. Frá því framsal aflaheimilda var gefið frjálst árið 1991 hafa miklar breytingar átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Samþjöppun hefur orðið á aflaheimildum, veiðar og vinnsla hafa verið samræmdar og tæknivæðing hefur aukist mikið, svo nokkuð sé nefnt. Afleiðingin er að afkoma hefur batnað til mikilla muna. Þegar umrædd skýrsla var skrifuð var afkoma í sjávarútvegi á Íslandi hins vegar að jafnaði ekki betri en í öðrum atvinnugreinum. Ég, ásamt mörgum kollegum mínum, taldi því sérstaka skattlagningu sjávarútvegs óraunhæfa, af ástæðum sem Heiðrún tíundar ágætlega í grein sinni – með tilvitnunum í mig. Þetta breyttist árið 2009. Arðsemi tók mikinn kipp upp á við og hefur haldist mjög góð síðan, eins og sjá má t.d. hér. Við þetta breyttust að sjálfsögðu forsendurnar sem eldri greining hafði byggt á. Veiðigjald var í kjölfarið hækkað mjög mikið og nemur nú um þriðjungi umframhagnaðar að mati Heiðrúnar. Heiðrún vill meina að þessi breyting hafi ekki áhrif á fyrri niðurstöður. Það fæ ég ekki skilið. Ég hefði einmitt haldið að það að eiga aflaheimildir sé betra þegar afkoma er góð en þegar hún er slæm. En látum það liggja á milli hluta. Röksemdir Viðreisnar fyrir samningaleið snúa að skilvirku mati á virði þess að hafa aðgang að takmarkaðri auðlind sem og því að verja útgerðina fyrir þeirri pólitískri óvissu sem hún býr við í dag. Sala ríkisins á nýtingarsamningum þegar þeir hafa runnið út kemur þá í stað veiðigjalds. Ég hef ítrekað bent á að hægðarleikur er að útfæra samningaleið þannig að umfang veiðigjalds fari ekki yfir þau 33% sem það er í dag. Það er gert með því að hafa samningana nægilega langa til að 67% falli enn til útgerðarinnar, því í upphafi er samningunum úthlutað á grundvelli núverandi úthlutunar aflaheimilda. Ef útgerðin er með sömu tekjur hvernig getur þá þessi kerfisbreyting sett allt á hliðina? Þetta fæ ég ekki með nokkru móti skilið. Ég er því afar hissa á þeirri fullyrðingu Heiðrúnar að samningaleið sem aflar sömu tekna og veiðigjald þurrki út eignir útgerðarinnar. Ég hefði afar gaman af að sjá þá útreikninga. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ritar ágæta grein á Vísi í gær þar sem hún dásamar mjög skýrslu sem ég skrifaði árið 2010. Ég þakka henni hólið. Hún vill meina að niðurstaða skýrslunnar hafi elst vel. Því er ég ekki fyllilega sammála. Frá því framsal aflaheimilda var gefið frjálst árið 1991 hafa miklar breytingar átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Samþjöppun hefur orðið á aflaheimildum, veiðar og vinnsla hafa verið samræmdar og tæknivæðing hefur aukist mikið, svo nokkuð sé nefnt. Afleiðingin er að afkoma hefur batnað til mikilla muna. Þegar umrædd skýrsla var skrifuð var afkoma í sjávarútvegi á Íslandi hins vegar að jafnaði ekki betri en í öðrum atvinnugreinum. Ég, ásamt mörgum kollegum mínum, taldi því sérstaka skattlagningu sjávarútvegs óraunhæfa, af ástæðum sem Heiðrún tíundar ágætlega í grein sinni – með tilvitnunum í mig. Þetta breyttist árið 2009. Arðsemi tók mikinn kipp upp á við og hefur haldist mjög góð síðan, eins og sjá má t.d. hér. Við þetta breyttust að sjálfsögðu forsendurnar sem eldri greining hafði byggt á. Veiðigjald var í kjölfarið hækkað mjög mikið og nemur nú um þriðjungi umframhagnaðar að mati Heiðrúnar. Heiðrún vill meina að þessi breyting hafi ekki áhrif á fyrri niðurstöður. Það fæ ég ekki skilið. Ég hefði einmitt haldið að það að eiga aflaheimildir sé betra þegar afkoma er góð en þegar hún er slæm. En látum það liggja á milli hluta. Röksemdir Viðreisnar fyrir samningaleið snúa að skilvirku mati á virði þess að hafa aðgang að takmarkaðri auðlind sem og því að verja útgerðina fyrir þeirri pólitískri óvissu sem hún býr við í dag. Sala ríkisins á nýtingarsamningum þegar þeir hafa runnið út kemur þá í stað veiðigjalds. Ég hef ítrekað bent á að hægðarleikur er að útfæra samningaleið þannig að umfang veiðigjalds fari ekki yfir þau 33% sem það er í dag. Það er gert með því að hafa samningana nægilega langa til að 67% falli enn til útgerðarinnar, því í upphafi er samningunum úthlutað á grundvelli núverandi úthlutunar aflaheimilda. Ef útgerðin er með sömu tekjur hvernig getur þá þessi kerfisbreyting sett allt á hliðina? Þetta fæ ég ekki með nokkru móti skilið. Ég er því afar hissa á þeirri fullyrðingu Heiðrúnar að samningaleið sem aflar sömu tekna og veiðigjald þurrki út eignir útgerðarinnar. Ég hefði afar gaman af að sjá þá útreikninga. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun