Auðvitað eigum við að banna olíuleit Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. júlí 2021 11:01 Tækifæri framtíðarinnar eru græn. Það er ekki aðeins siðferðislega rétt að setja loftslagsmálin á oddinn, vitandi hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa þegar haft og munu hafa ef ekki verður breytt um kúrs, heldur jafnframt efnahagslega gáfulegt. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Ímynd Íslands sem náttúruperla, drifin áfram af hreinum orkugjöfum, verður sífellt verðmætari og veitir Íslendingum forskot á alþjóðlegum mörkuðum. Við eigum því að halda áfram að feta þessa braut - og gefa hraustlega í. Ísland á að vera meðal grænustu ríkja heims. Borðleggjandi mál Alþingi gafst tækifæri til að senda skýr skilaboð á þessa leið áður en þingmenn fóru í sumarfrí, því í þinglokasamningunum vildu Píratar m.a. sjá til þess að Alþingi bannaði frekari olíuleit við Ísland. Að loka á olíuleit er algjörlega borðleggjandi mál. Vinnsla jarðefnaeldsneytis er á undanhaldi og allar áætlanir miða að því að ýta jarðefnaeldsneytinu út. Að veðja á olíuna núna væri því eins og að kaupa birgðir af Betamax-spólum. Veigamestu rökin eru þó að það er einfaldlega óverjandi á þessum tímapunkti, vitandi hvers loftslagið krefst af okkur, að setja stefnuna á frekari bruna jarðefnaeldsneytis. Skilaboð Alþjóðaorkumálastofnunarinnar eru alveg skýr: Umbylta þarf orkukerfi heimsins og einblína á endurnýjanlega orkugjafa - orkugjafa sem Íslendingar hafa til þessa montað sig af. Að banna frekari olíuleit við Ísland hefði því verið einfalt, eðlilegt og skýrt merki um hvaða hópi þjóða við viljum tilheyra. Hópi framsækinna, grænna og ábyrgra þjóða. Í síðasta mánuði treysti Alþingi sér ekki til að samþykkja frumvarp mitt um bann við olíuleit á Drekasvæðinu. Stjórnarliðar vildu frekar „skoða málið heildstætt“. Hvað þarf eiginlega að skoða? https://t.co/IXMvaPe2cD— Andrés Ingi (@andresingi) July 3, 2021 „Brennur á í dag“ Stjórnarflokkarnir höfðu ekki áhuga á því. Niðurstaðan varð að senda tillöguna til ríkisstjórnarinnar. Á mannamáli þýðir þetta að málið var svæft, því „þegar svona málum er vísað til ríkisstjórnar þá er aldrei fyrirfram hægt að gefa sér niðurstöðuna,“ eins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis komst að orði. Formaðurinn taldi málið ekki aðkallandi. Ólíklegt væri að olíuleitarleyfi yrðu gefin út á næstunni og „þá getur það varla verið það sem brennur á í dag“ að banna olíuleit. Með sömu rökum er þó eðlilegt að komast að þveröfugri niðurstöðu. Einmitt af því að engin olíuleit er í gangi á Drekasvæðinu þá ætti að nýta tækifærið núna og banna olíuleit, skaðinn væri enginn. En nei, stjórnarflokkarnir vilja halda möguleikanum opnum. Það „brennur á í dag“ að stöðva frekari olíuvinnslu. Norsk ungmenni eru a.m.k. þeirrar skoðunar. Þau telja að olíuleit Norðmanna brjóti á stjórnarskrárvörðum mannréttindum sínum og ætla að láta á það reyna fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta er eitt af þeim atriðum sem ungmenni hafa haldið á lofti á vikulegum loftslagsmótmælum fyrir framan Alþingishúsið. Lífvænleiki jarðar og baráttan gegn loftslagsbreytingum brennur svo sannarlega á fólki. Hver erum við? Á alþjóðasviðinu er rætt um að stofna samband ríkja og fyrirtækja sem ætla að segja skilið við olíu- og kolanotkun og hverfa frá vinnslu jarðefnaeldsneytis. Ísland þarf að taka afstöðu til þess hvort við viljum tilheyra slíkum félagsskap. Við, sem sjáum tækifærin og verðmætin í því að Ísland verði í fremstu röð í loftslagsmálum, vitum hvaða hópi við viljum tilheyra. Framtíðin verður á forsendum grænna, framsækinna og ábyrgra þjóða. Tökum því einföldu, eðlilegu og skýru afstöðuna. Bönnum olíuleit við Ísland. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Tækifæri framtíðarinnar eru græn. Það er ekki aðeins siðferðislega rétt að setja loftslagsmálin á oddinn, vitandi hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa þegar haft og munu hafa ef ekki verður breytt um kúrs, heldur jafnframt efnahagslega gáfulegt. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Ímynd Íslands sem náttúruperla, drifin áfram af hreinum orkugjöfum, verður sífellt verðmætari og veitir Íslendingum forskot á alþjóðlegum mörkuðum. Við eigum því að halda áfram að feta þessa braut - og gefa hraustlega í. Ísland á að vera meðal grænustu ríkja heims. Borðleggjandi mál Alþingi gafst tækifæri til að senda skýr skilaboð á þessa leið áður en þingmenn fóru í sumarfrí, því í þinglokasamningunum vildu Píratar m.a. sjá til þess að Alþingi bannaði frekari olíuleit við Ísland. Að loka á olíuleit er algjörlega borðleggjandi mál. Vinnsla jarðefnaeldsneytis er á undanhaldi og allar áætlanir miða að því að ýta jarðefnaeldsneytinu út. Að veðja á olíuna núna væri því eins og að kaupa birgðir af Betamax-spólum. Veigamestu rökin eru þó að það er einfaldlega óverjandi á þessum tímapunkti, vitandi hvers loftslagið krefst af okkur, að setja stefnuna á frekari bruna jarðefnaeldsneytis. Skilaboð Alþjóðaorkumálastofnunarinnar eru alveg skýr: Umbylta þarf orkukerfi heimsins og einblína á endurnýjanlega orkugjafa - orkugjafa sem Íslendingar hafa til þessa montað sig af. Að banna frekari olíuleit við Ísland hefði því verið einfalt, eðlilegt og skýrt merki um hvaða hópi þjóða við viljum tilheyra. Hópi framsækinna, grænna og ábyrgra þjóða. Í síðasta mánuði treysti Alþingi sér ekki til að samþykkja frumvarp mitt um bann við olíuleit á Drekasvæðinu. Stjórnarliðar vildu frekar „skoða málið heildstætt“. Hvað þarf eiginlega að skoða? https://t.co/IXMvaPe2cD— Andrés Ingi (@andresingi) July 3, 2021 „Brennur á í dag“ Stjórnarflokkarnir höfðu ekki áhuga á því. Niðurstaðan varð að senda tillöguna til ríkisstjórnarinnar. Á mannamáli þýðir þetta að málið var svæft, því „þegar svona málum er vísað til ríkisstjórnar þá er aldrei fyrirfram hægt að gefa sér niðurstöðuna,“ eins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis komst að orði. Formaðurinn taldi málið ekki aðkallandi. Ólíklegt væri að olíuleitarleyfi yrðu gefin út á næstunni og „þá getur það varla verið það sem brennur á í dag“ að banna olíuleit. Með sömu rökum er þó eðlilegt að komast að þveröfugri niðurstöðu. Einmitt af því að engin olíuleit er í gangi á Drekasvæðinu þá ætti að nýta tækifærið núna og banna olíuleit, skaðinn væri enginn. En nei, stjórnarflokkarnir vilja halda möguleikanum opnum. Það „brennur á í dag“ að stöðva frekari olíuvinnslu. Norsk ungmenni eru a.m.k. þeirrar skoðunar. Þau telja að olíuleit Norðmanna brjóti á stjórnarskrárvörðum mannréttindum sínum og ætla að láta á það reyna fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta er eitt af þeim atriðum sem ungmenni hafa haldið á lofti á vikulegum loftslagsmótmælum fyrir framan Alþingishúsið. Lífvænleiki jarðar og baráttan gegn loftslagsbreytingum brennur svo sannarlega á fólki. Hver erum við? Á alþjóðasviðinu er rætt um að stofna samband ríkja og fyrirtækja sem ætla að segja skilið við olíu- og kolanotkun og hverfa frá vinnslu jarðefnaeldsneytis. Ísland þarf að taka afstöðu til þess hvort við viljum tilheyra slíkum félagsskap. Við, sem sjáum tækifærin og verðmætin í því að Ísland verði í fremstu röð í loftslagsmálum, vitum hvaða hópi við viljum tilheyra. Framtíðin verður á forsendum grænna, framsækinna og ábyrgra þjóða. Tökum því einföldu, eðlilegu og skýru afstöðuna. Bönnum olíuleit við Ísland. Höfundur er þingmaður Pírata.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun