Tyrkland komið á lista yfir ríki sem tengjast barnahermennsku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2021 23:06 Tyrkland varð í dag fyrsta NATO ríkið til að rata á lista Bandaríkjanna um ríki sem tengjast barnahermennsku. EPA-EFE/KENZO TRIBOUILLARD Tyrklandi var bætt við lista Bandaríkjanna yfir ríki sem hafa tengingu við notkun barnahermanna á undanförnu ári. Þetta er fyrsta skiptið sem Tyrkland, sem er í Atlantshafsbandalaginu, hefur komist á slíkan lista. Talið er að þetta muni flækja samskipti ríkjanna, sem þegar eru nokkuð slæm, umtalsvert. Á lista utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að Tyrkland hafi veitt hersveitum Multan Surad í Sýrlandi beinan stuðning á undanförnu ári. Hersveitin er ein þeirra sem berst gegn stjórnarher Sýrlands og hefur það lengi verið þekkt að hún njóti stuðnings yfirvalda í Tyrklandi. Þá er sveitin þekkt fyrir að nýliða og nota „hermenn“ sem eru á barnsaldri. Á blaðamannafundi í dag sagði starfsmaður utanríkisráðuneytisins að Tyrkland tengist einnig barnahernaði í Líbíu. Yfirvöld í Washington vonist til þess að geta unnið úr málinu í samstarfi við yfirvöld í Ankara. Fréttastofa Reuters greinir frá. Tyrkland er fyrst aðildarríkja NATO sem hefur ratað á þennan lista. Tyrknesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið Sýrland og Líbía blandast í málið Tyrkland hefur lengi haldið út hernaðaraðgerðum í Sýrlandi bæði gegn hersveitum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og gegn hersveitum Kúrda, sem lengi hafa notið stuðnings Bandaríkjamanna. Þá hafa tyrkneskar hersveitir lengi barist samhliða sýrlenskum hermönnum. Margar þeirra hersveita sem Tyrkland tengist hafa verið sakaðar af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum að hafa ráðist gegn almennum borgurum og að hafa farið ránshendi um þorp og bæi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi hvatt Tyrki til að reyna að hafa hemil á þeim sýrlensku uppreisnarhersveitum sem þeir tengjast en Tyrkland hefur ávallt neitað öllum ásökunum á hendur félaga sinna. Þá hefur Tyrkland lengi tengst átökunum í Líbíu, bæði með herferðum eigin hersveita og annarra sem notið hafa stuðnings tyrkneskra yfirvalda. Til að mynda hefur stuðningur Tyrklands verið stjórnarher Líbíu mikil hjálp við að halda aftur af hersveitum sem sækja úr austri, en þær njóta margar hverjar stuðnings Egyptalands og Rússlands. Hefur þetta áhrif á Afganistan? Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna eiga stjórnvöld, sem komast á þennan lista, yfir höfði sér einhvers konar takmarkanir er varða öryggisaðstoð á vegum Bandaríkjanna. Þá eru einnig einhver takmörk á því hvers konar vopn ríkin á listanum geta keypt frá Bandaríkjunum. Þó er ekki enn ljóst hvort þessar takmarkanir muni eiga við Tyrkland. Þá hafa einhverjar spurningar vaknað um það hvort þetta muni hafa áhrif á samningaviðræður Bandaríkjanna og Tyrklands um að Tyrkir muni taka við rekstri flugvallarins í Kabúl í Afganistan eftir að hersveitir Bandaríkjanna hafa yfirgefið landið alveg. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði í dag að ólíklegt sé að þetta muni hafa einhver áhrif á samningsviðræðurnar. „Ég vil ekki endilega tengja viðveru Tyrklands á þessum lista við samningsviðræðurnar sem standa nú yfir við Tyrkland, það er að segja vegna Afganistan eða annarra ríkja þar sem bæði ríki hafa hagsmuna að gæta,“ sagði hann. Tyrkland Bandaríkin Hernaður Sýrland Afganistan Tengdar fréttir Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. 14. júní 2021 13:40 Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. 7. apríl 2021 14:28 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Á lista utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að Tyrkland hafi veitt hersveitum Multan Surad í Sýrlandi beinan stuðning á undanförnu ári. Hersveitin er ein þeirra sem berst gegn stjórnarher Sýrlands og hefur það lengi verið þekkt að hún njóti stuðnings yfirvalda í Tyrklandi. Þá er sveitin þekkt fyrir að nýliða og nota „hermenn“ sem eru á barnsaldri. Á blaðamannafundi í dag sagði starfsmaður utanríkisráðuneytisins að Tyrkland tengist einnig barnahernaði í Líbíu. Yfirvöld í Washington vonist til þess að geta unnið úr málinu í samstarfi við yfirvöld í Ankara. Fréttastofa Reuters greinir frá. Tyrkland er fyrst aðildarríkja NATO sem hefur ratað á þennan lista. Tyrknesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið Sýrland og Líbía blandast í málið Tyrkland hefur lengi haldið út hernaðaraðgerðum í Sýrlandi bæði gegn hersveitum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og gegn hersveitum Kúrda, sem lengi hafa notið stuðnings Bandaríkjamanna. Þá hafa tyrkneskar hersveitir lengi barist samhliða sýrlenskum hermönnum. Margar þeirra hersveita sem Tyrkland tengist hafa verið sakaðar af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum að hafa ráðist gegn almennum borgurum og að hafa farið ránshendi um þorp og bæi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi hvatt Tyrki til að reyna að hafa hemil á þeim sýrlensku uppreisnarhersveitum sem þeir tengjast en Tyrkland hefur ávallt neitað öllum ásökunum á hendur félaga sinna. Þá hefur Tyrkland lengi tengst átökunum í Líbíu, bæði með herferðum eigin hersveita og annarra sem notið hafa stuðnings tyrkneskra yfirvalda. Til að mynda hefur stuðningur Tyrklands verið stjórnarher Líbíu mikil hjálp við að halda aftur af hersveitum sem sækja úr austri, en þær njóta margar hverjar stuðnings Egyptalands og Rússlands. Hefur þetta áhrif á Afganistan? Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna eiga stjórnvöld, sem komast á þennan lista, yfir höfði sér einhvers konar takmarkanir er varða öryggisaðstoð á vegum Bandaríkjanna. Þá eru einnig einhver takmörk á því hvers konar vopn ríkin á listanum geta keypt frá Bandaríkjunum. Þó er ekki enn ljóst hvort þessar takmarkanir muni eiga við Tyrkland. Þá hafa einhverjar spurningar vaknað um það hvort þetta muni hafa áhrif á samningaviðræður Bandaríkjanna og Tyrklands um að Tyrkir muni taka við rekstri flugvallarins í Kabúl í Afganistan eftir að hersveitir Bandaríkjanna hafa yfirgefið landið alveg. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði í dag að ólíklegt sé að þetta muni hafa einhver áhrif á samningsviðræðurnar. „Ég vil ekki endilega tengja viðveru Tyrklands á þessum lista við samningsviðræðurnar sem standa nú yfir við Tyrkland, það er að segja vegna Afganistan eða annarra ríkja þar sem bæði ríki hafa hagsmuna að gæta,“ sagði hann.
Tyrkland Bandaríkin Hernaður Sýrland Afganistan Tengdar fréttir Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. 14. júní 2021 13:40 Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. 7. apríl 2021 14:28 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. 14. júní 2021 13:40
Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01
Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. 7. apríl 2021 14:28