Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Snorri Másson skrifar 3. júlí 2021 09:41 Elsa Jónsdóttir og Björn Loki Björnsson eru alsæl með fyrirhugað reif í Fúski í Gufunesi á laugardaginn. Það er það sem hefur vantað í íslenskt næturlíf, segir Elsa. Rafael Campos de Pinho Takmarkalaus skemmtun í landi án takmarkana, það er auðvitað í hæsta máta viðeigandi. Það er á dagskrá í Gufunesi í Grafarvogi í dag, þar sem rave hefst klukkan þrjú. Og stendur í tólf klukkustundir. Orðabókin býður ekki upp á betra þýðingu á rave-i en „fjörug samkoma.“ Það verður því ekki hjá því komist að nota enska orðið, sem er auðvitað sögulega hlaðið af byltingaranda, mystík og eiturlyfjum. En það er þá vísast að bíta höfuðið af skömminni og styðjast við íslenskan rithátt. Vöruskemman er tilvalinn staður fyrir almennilegt reif, segir Elsa.Instagram Elsa Jónsdóttir er ein ábyrgðaraðila fyrir reifinu. Hún lýsir því sem tólf tíma teknóveislu, danspartíi, en um leið opnunarhófi Fúsks. Gamla skemman sem er tekin undir reifið ber þann virðulega titil Fúsk og er í raun að verða ansi virðulegt listastúdíó á breiðu sviði, höfuðvígi fjölbreytts kollektífs. „Aðaltilgangurinn hérna er að verða listamannastúdíó en við verðum líka með alls konar viðburði. Þetta er fyrsti viðburðurinn. Það er náttúrulega bara reif,“ segir Elsa í samtali við Vísi. Það sem vantar í íslensku næturlífi Fúsk er 1.200 fermetra vöruskemma í Gufunesi, rétt hjá risastúdíó-i Reykjavík Studios. Tilskilin leyfi eru í höfn og fögnuðurinn stendur til þrjú í nótt. Það er allt til alls: Matur, fjölbreytt rými, stórt dansgólf, útisvæði, bar, skúlptúrar og speglaherbergi og innsetningar á smíðaverkstæði. Leikvöllur fyrir fullorðna, segir Elsa, og mikill kærleikur. „Þetta er eitthvað sem okkur hefur fundist vanta. Í gegnum faraldurinn var fólk að halda bara eigin partí og þetta er innblásið af því. Það vantar almennilegan dansklúbb í Reykjavík og svona rými geta komið til móts við það,“ segir Elsa. Fúsk, sem er gömul vöruskemma á iðnaðarsvæði í Grafarvogi, gengur í endurnýjun lífdaga nú eftir heimsfaraldur.Fúsk Miðasalan er í fullum gangi en staðarhaldarar gera þó ráð fyrir að eiga miða til að selja í hurðinni. Elsa Jónsdóttir stendur að verkefninu ásamt samstarfsmönnum sínum Birni Loka Björnssyni og Sigmari Frey Eggertssyni. Fúsk á að verða skapandi miðstöð og í kringum hana er samfélag listamanna í gerjun. Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01 „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00 Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Sjá meira
Orðabókin býður ekki upp á betra þýðingu á rave-i en „fjörug samkoma.“ Það verður því ekki hjá því komist að nota enska orðið, sem er auðvitað sögulega hlaðið af byltingaranda, mystík og eiturlyfjum. En það er þá vísast að bíta höfuðið af skömminni og styðjast við íslenskan rithátt. Vöruskemman er tilvalinn staður fyrir almennilegt reif, segir Elsa.Instagram Elsa Jónsdóttir er ein ábyrgðaraðila fyrir reifinu. Hún lýsir því sem tólf tíma teknóveislu, danspartíi, en um leið opnunarhófi Fúsks. Gamla skemman sem er tekin undir reifið ber þann virðulega titil Fúsk og er í raun að verða ansi virðulegt listastúdíó á breiðu sviði, höfuðvígi fjölbreytts kollektífs. „Aðaltilgangurinn hérna er að verða listamannastúdíó en við verðum líka með alls konar viðburði. Þetta er fyrsti viðburðurinn. Það er náttúrulega bara reif,“ segir Elsa í samtali við Vísi. Það sem vantar í íslensku næturlífi Fúsk er 1.200 fermetra vöruskemma í Gufunesi, rétt hjá risastúdíó-i Reykjavík Studios. Tilskilin leyfi eru í höfn og fögnuðurinn stendur til þrjú í nótt. Það er allt til alls: Matur, fjölbreytt rými, stórt dansgólf, útisvæði, bar, skúlptúrar og speglaherbergi og innsetningar á smíðaverkstæði. Leikvöllur fyrir fullorðna, segir Elsa, og mikill kærleikur. „Þetta er eitthvað sem okkur hefur fundist vanta. Í gegnum faraldurinn var fólk að halda bara eigin partí og þetta er innblásið af því. Það vantar almennilegan dansklúbb í Reykjavík og svona rými geta komið til móts við það,“ segir Elsa. Fúsk, sem er gömul vöruskemma á iðnaðarsvæði í Grafarvogi, gengur í endurnýjun lífdaga nú eftir heimsfaraldur.Fúsk Miðasalan er í fullum gangi en staðarhaldarar gera þó ráð fyrir að eiga miða til að selja í hurðinni. Elsa Jónsdóttir stendur að verkefninu ásamt samstarfsmönnum sínum Birni Loka Björnssyni og Sigmari Frey Eggertssyni. Fúsk á að verða skapandi miðstöð og í kringum hana er samfélag listamanna í gerjun.
Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01 „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00 Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Sjá meira
Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01
„Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00
Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08