CP3 sendi Phoenix í úrslit í fyrsta sinn í 28 ár Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2021 07:30 Leikmenn Phoenix Suns eru búnir að tryggja sér einn titil, sem vesturdeildarmeistarar, en ætla sér að sjálfsögðu að verða NBA-meistarar. AP/Mark J. Terrill Phoenix Suns komust í nótt í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í þriðja sinn í sögu félagsins. Chris Paul var í sannkölluðu aðalhlutverki í að slá út sitt gamla félag LA Clippers með 130-103 sigri. Phoenix vann þar með einvígi liðanna 4-2 og tryggði sér sigur í vesturdeildinni. Nú þurfa Paul og félagar að bíða og sjá hver andstæðingurinn í úrslitunum verður en Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks mætast í fimmta leik í kvöld í einvígi þar sem staðan er jöfn, 2-2. Charles Barkley var aðalmaðurinn þegar Phoenix komst síðast í úrslit, fyrir 28 árum. Raunar hafði liðið ekki einu sinni komist í úrslitakeppninni síðustu ellefu ár. Koma Pauls, eða CP3 eins og hann er kallaður, í fyrra hefur átt stóran þátt í að hefja liðið upp á við. Hinn 36 ára gamli Paul, sem er á sinni sextándu leiktíð í NBA, skoraði 41 stig í nótt og jafnaði þannig sinn besta árangur í leik í úrslitakeppni. Hann skoraði 31 af þessum stigum í seinni hálfleik. Devin Booker var næststigahæstur hjá Phoenix með 22 stig. What a performance... Chris Paul erupts for an #NBAPlayoffs career-high tying 41 PTS, including 31 in the 2nd half, as the @Suns win Game 6 and advance to the #NBAFinals presented by YouTube TV for the first time since 1993. #ThatsGame 41 PTS | 16-24 FGM | 7 3PM | 8 AST pic.twitter.com/OiGaa0NGN2— NBA (@NBA) July 1, 2021 Það hefur aldrei áður gerst að lið komist beint í úrslit eftir að hafa ekki komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Síðast þegar Phoenix lék í úrslitum urðu Barkley og félagar að játa sig sigraða í sex leikja einvígi gegn Chicago Bulls með Michael Jordan fremstan í flokki. Það var árið 1993 og Phoenix komst einnig í úrslit árið 1976. Nú er komið að þriðju tilraun til að landa fyrsta NBA-meistaratitlinum. Clippers töpuðu öllum fjórum leikhlutunum í nótt og voru 66-57 undir í hálfleik. Munurinn var 14 stig fyrir síðasta leikhlutann, 97-83, en Clippers, sem voru enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla, náðu aldrei að hleypa spennu í leikinn á lokakaflanum og létu skapið hlaupa með sig í gönur. Patrick Beverley var vísað út úr húsi fyrir að hrinda Paul. Patrick Beverley was ejected after shoving Chris Paul from behind. pic.twitter.com/z0GFL1tb6J— SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2021 Clippers voru ekki bara án Leonards heldur líka án miðherjans Ivica Zubac, og tankurinn virtist einfaldlega tómur hjá liðinu sem var í fyrsta sinn í úrslitum vesturdeildarinnar. Marcus Morris skoraði 26 stig þrátt fyrir að vera aumur í hné og Paul George skoraði 21 stig og tók níu fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Phoenix vann þar með einvígi liðanna 4-2 og tryggði sér sigur í vesturdeildinni. Nú þurfa Paul og félagar að bíða og sjá hver andstæðingurinn í úrslitunum verður en Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks mætast í fimmta leik í kvöld í einvígi þar sem staðan er jöfn, 2-2. Charles Barkley var aðalmaðurinn þegar Phoenix komst síðast í úrslit, fyrir 28 árum. Raunar hafði liðið ekki einu sinni komist í úrslitakeppninni síðustu ellefu ár. Koma Pauls, eða CP3 eins og hann er kallaður, í fyrra hefur átt stóran þátt í að hefja liðið upp á við. Hinn 36 ára gamli Paul, sem er á sinni sextándu leiktíð í NBA, skoraði 41 stig í nótt og jafnaði þannig sinn besta árangur í leik í úrslitakeppni. Hann skoraði 31 af þessum stigum í seinni hálfleik. Devin Booker var næststigahæstur hjá Phoenix með 22 stig. What a performance... Chris Paul erupts for an #NBAPlayoffs career-high tying 41 PTS, including 31 in the 2nd half, as the @Suns win Game 6 and advance to the #NBAFinals presented by YouTube TV for the first time since 1993. #ThatsGame 41 PTS | 16-24 FGM | 7 3PM | 8 AST pic.twitter.com/OiGaa0NGN2— NBA (@NBA) July 1, 2021 Það hefur aldrei áður gerst að lið komist beint í úrslit eftir að hafa ekki komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Síðast þegar Phoenix lék í úrslitum urðu Barkley og félagar að játa sig sigraða í sex leikja einvígi gegn Chicago Bulls með Michael Jordan fremstan í flokki. Það var árið 1993 og Phoenix komst einnig í úrslit árið 1976. Nú er komið að þriðju tilraun til að landa fyrsta NBA-meistaratitlinum. Clippers töpuðu öllum fjórum leikhlutunum í nótt og voru 66-57 undir í hálfleik. Munurinn var 14 stig fyrir síðasta leikhlutann, 97-83, en Clippers, sem voru enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla, náðu aldrei að hleypa spennu í leikinn á lokakaflanum og létu skapið hlaupa með sig í gönur. Patrick Beverley var vísað út úr húsi fyrir að hrinda Paul. Patrick Beverley was ejected after shoving Chris Paul from behind. pic.twitter.com/z0GFL1tb6J— SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2021 Clippers voru ekki bara án Leonards heldur líka án miðherjans Ivica Zubac, og tankurinn virtist einfaldlega tómur hjá liðinu sem var í fyrsta sinn í úrslitum vesturdeildarinnar. Marcus Morris skoraði 26 stig þrátt fyrir að vera aumur í hné og Paul George skoraði 21 stig og tók níu fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum